Leikjavísir

Efstir á óskalistanum

Metroid Prime 3
Metroid Prime 3

Í hverri viku koma út nýir tölvuleikir fyrir leikjatölvurnar. Sumir vekja litla athygli, en öðrum hafa leikjaáhugamenn beðið eftir árum saman. Fréttablaðið skoðaði þá þrjá leiki sem eru efstir á óskalistanum fyrir Nintendo Wii, Playstation 3og Xbox.

Metroid Prime 3

Metroid Prime 3: Corruption frá Retro Studios er sá leikur fyrir Wii-leikjatölvuna frá Nintendo sem einna flestir bíða eftir í Evrópu þessa stundina. Hann kom út í Bandaríkjunum 27. ágúst og hefur hlotið góða dóma á leikjasíðum og í tímaritum.

Um hvað snýst leikurinn?

Metroid Prime 3 er tíundi leikurinn í Metroid-seríunni og sá þriðji í leikjaröðinni, sem hófst með útgáfu Metroid Prime fyrir GameCubetölvuna árið 2003. Hann er fyrstu persónu skotleikur þar sem spilarinn stjórnar persónunni Samus Aran í baráttu við geimræningja. Samus er stjórnað með Wii Remote fjarstýringunni, sem hefur innbyggðan hreyfiskynjara, þannig að spilarinn miðar henni á sjónvarpsskjáinn til að skjóta.

Hvenær kemur hann út?

Leikurinn kom út í Bandaríkjunum í lok ágúst, en kemur hingað til lands 26. október.

Metal Gear Solid 4
Metal Gear Solid 4

Metal Gear Solid-leikirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda allt frá því sá fyrsti kom út á PlayStation-leikjatölvunni árið 1998. Nú er fjórði leikurinn á leiðinni, og verður aðeins gefinn út fyrir PlayStation 3.

Um hvað snýst leikurinn?

Líkt og í fyrri leikjunum snýst Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots um að læðast um óséður sem persónan Solid Snake og koma aftan að óvinum. Leikurinn er spilaður í þriðju persónu, þannig að myndavélin horfir skáhallt ofan á aðal- persónuna, en hægt verður að skipta yfir í fyrstu persónu sjónarhorn. Sagan gegnir veigamiklu hlutverki í leiknum eins og áður, en nú berst Solid Snake við hermenn í þjónustu fyrirtækisins Outer Heaven til þess að stöðva erkióvin sinn Liquid Snake.

Hvenær kemur hann út?

Enn hefur enginn útgáfudagur verið ákveðinn en tilkynnt hefur verið að hann verði á fyrstu mánuðum næsta árs.

Halo 3
Halo 3

Halo 3 er leikurinn sem nánast allir eigendur Xbox360 bíða eftir að komi út, enda voru Halo og Halo 2 vinsælustu leikirnir fyrir upprunalegu Xboxleikjatölvuna. Báðir slógu þeir sölumet fyrir leikja- tölvuna þegar þeir komu út, og er fastlega gert ráð fyrir að Halo 3 geri hið sama.

Um hvað snýst leikurinn?

Halo 3 er fyrstu persónu skotleikur eins og fyrri tveir leikirnir. Sem fyrr stýrir spilarinn aðalpersónunni Master Chief í baráttunni við Covenant- og Floodgeimverurnar. Mikil áhersla er lögð á fjölspilunarhluta leiksins, sem er meðal annars hægt að spila í gegnum Xbox Live. Meðal nýjunga í Halo 3 eru breytt og bætt vopn, nýjar tegundir óvina og fleiri farartæki en áður.

Hvenær kemur hann út?

Halo 3 kemur út í Evrópu 26. september, degi síðar en í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×