Verið er að leggja smiðshöggið á heimildamyndina From Oakland to Iceland: Hip Hop Homecoming. Myndin fjallar um þrítugan íslenskan plötusnúð, DJ Platurn, sem hefur verið búsettur í Kaliforníu frá sjö ára aldri, og lifir og hrærist í hip-hop og plötusnúða- menningunni þar. Honum er fylgt eftir í heimsókn á æskuslóðirnar haustið 2006 þar sem hann ferðast um landið, kynnist íslenskum plötusnúðum og röppurum og spilar, meðal annars á Iceland Airwaves hátíðinni.
Ragnhildur Magnúsdóttir samdi handritið og leikstýrði myndinni, en kvikmyndafyrirtækið SPARK er meðframleiðandi. Myndin er núna í eftirvinnslu, en hún kemur út sumarið eða haustið 2008.
Smellið hér til að sjá kynningarmyndband um myndina.
Heimildamynd um íslenskan plötusnúð í bígerð
