Fótbolti

Emil Hallfreðsson til Lyn í Noregi

Emil Hallfreðsson mun halda uppi heiðri íslenskra miðjumanna hjá Lyn eftir að Stefán Gíslason fór frá félaginu
Emil Hallfreðsson mun halda uppi heiðri íslenskra miðjumanna hjá Lyn eftir að Stefán Gíslason fór frá félaginu

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lyn, en hann hefur verið á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham síðustu ár. Emil mun væntanlega skrifa undir þriggja og hálfs árs samning við norska félagið í næstu viku, en þá mun hann mæta á sína fyrstu æfingu hjá Lyn.

Emil fór til Tottenham frá FH árið 2005 en fékk aldrei tækifæri með aðalliði félagsins. Hann spilaði með Malmö í Svíþjóð sem lánsmaður á síðasta ári þar sem hann stóð sig prýðilega. Þá hefur hann verið í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar.

Arnar Björnsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×