Marc Forster leikstýrir næstu Bond-mynd Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 20. júní 2007 10:34 Þeir sex leikarar sem hafa leikið 007, Sean Connery, George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton, Pierce Brosnan og Daniel Craig. Leikstjórinn Marc Forster mun leikstýra næstu Bond mynd. Daniel Craig mun leika Bond í annað sinn í tuttugustu og annarri myndinni um spæjarann. Hún kemur í kjölfar Casino Royal, tekjuhæstu Bond-myndinni til þessa. Forster, sem er 37 ára gamall, á farsælan feril að baki. Hann hefur meðal annars leikstýrt myndunum Stranger Than Fiction, Monsters Ball og Finding Neverland sem var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin. Leikstjórinn segist hlakka til áskorunnarinnar, og að hann hafi alltaf verið aðdáandi Bond. ,,Sú nýja stefna sem Bond-karakterinn hefur tekið býður upp á mikla möguleika, og ég hlakka til að vinna með Daniel Craig" Tökur á myndinni, sem hefur ekki fengið nafn, hefjast í Pinewood Studios í London í desember, en áætlað er að frumsýna myndina 7. nóvember 2008. 21 mynd hafa verið gerðar um spæjarann sjarmerandi. Þær hafa halað inn tæpum 700 milljörðum króna á núvirði, og eru næst tekjuhæsta kvikmyndaröð sem gerð hefur verið, á eftir Star Wars. Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikstjórinn Marc Forster mun leikstýra næstu Bond mynd. Daniel Craig mun leika Bond í annað sinn í tuttugustu og annarri myndinni um spæjarann. Hún kemur í kjölfar Casino Royal, tekjuhæstu Bond-myndinni til þessa. Forster, sem er 37 ára gamall, á farsælan feril að baki. Hann hefur meðal annars leikstýrt myndunum Stranger Than Fiction, Monsters Ball og Finding Neverland sem var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin. Leikstjórinn segist hlakka til áskorunnarinnar, og að hann hafi alltaf verið aðdáandi Bond. ,,Sú nýja stefna sem Bond-karakterinn hefur tekið býður upp á mikla möguleika, og ég hlakka til að vinna með Daniel Craig" Tökur á myndinni, sem hefur ekki fengið nafn, hefjast í Pinewood Studios í London í desember, en áætlað er að frumsýna myndina 7. nóvember 2008. 21 mynd hafa verið gerðar um spæjarann sjarmerandi. Þær hafa halað inn tæpum 700 milljörðum króna á núvirði, og eru næst tekjuhæsta kvikmyndaröð sem gerð hefur verið, á eftir Star Wars.
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein