Bíó og sjónvarp

Sicko opnar Bíódaga Græna ljóssins

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Sicko hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún er fyrsta mynd leikstjórans frá því hann gerði Farenheit 9/11 árið 2004.
Sicko hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún er fyrsta mynd leikstjórans frá því hann gerði Farenheit 9/11 árið 2004.
Sicko, nýjasta mynd Michael Moore leikstjóra myndanna Bowling for Columbine og Fahrenheit 9/11 verður opnunarmynd tveggja vikna kvikmyndaveislu Græna Ljóssins, sem stendur dagana 15. - 29. ágúst í Regnboganum.

Sicko er fjallar á klassískan gamansaman hátt Moore um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem hann hefur meira en lítið við að athuga. Myndin náði að vekja úlfúð yfirvalda löngu áður en hún var svo mikið sem tilbúin. Þannig á Moore yfir höfði sér kæru fyrir að hafa brotið viðskiptabann Bandaríkjanna gagnvart Kúbu en þangað fór hann með veika björgunarmenn sem höfðu unnið að björgunaraðgerðum ellefta september.

Tvær aðrar myndir eru staðfestar. ,,No Body is Perfect" segir á opinskáan hátt frá alls kyns öfgafullri erótískri tilraunastarfsemi, líkamsbreytingum, kynskiptiaðgerðum og hardcore masókisma.

Heimildarmyndin ,,The Bridge" hefur vakið mikla athygli, enda umfjöllunarefnið óvenjulegt. Leikstjórinn og tökulið hans komu fyrir myndavélum og fylgdust með Golden Gate brúnni í San Francisco úr leyni allt árið 2004. Hvergi annars staðar í heiminum er framin fleiri sjálsfmorð og áður en yfir lauk höfðu þeir fest á filmu hátt í 30 sjálfsmorð og náð að koma í veg fyrir nokkur, þegar þeir gátu það.

Miða á sýningarnar verður hægt að kaupa á miða.is og allar nánari upplýsingar um myndirnar verður hægt að nálgast á heimasíðu Græna ljóssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.