Framsókn áfram í ríkisstjórn 14. maí 2007 18:25 Eftir því sem liðið hefur á daginn hafa líkurnar á að ríkisstjórnin sitji áfram verið að aukast. Margir sjálfstæðismenn hafa óbeit á Ingibjörgu Sólrúnu og vilja ekki vinna með henni Hugmyndin um stjórn með Vinstri grænum þykir nokkuð fjarstæðukennd. Steingrímur og Ögmundur hafa heldur ekki spilað hina pólitísku refskák sérlega vel eftir að úrslit kosninganna urðu kunn. Árásir þeirra á Framsóknarflokkinn eru mjög skrítnar. Minnihlutastjórnir ættu auðvitað að koma til greina hér eins og annars staðar - en tilboð þeirra til Framsóknar er ekki pólitískt klókt. Töldu Vinstri grænir sig kannski eiga greiða leið í hlýjuna hjá Sjálfstæðisflokknum? Hafa þeir ofmetið stöðu sína? --- --- --- Hvernig lítur þetta þá út? Plottið er einhvern veginn svona: Framsókn fer í stjórn, það er óvíst hvað hún tekur marga ráðherrastóla. Fyrir Jón Sigurðsson er þetta lífsnauðsyn. Annars er stuttum tíma hans í pólitík lokið. Það er líka annað í myndinni - Siv Friðleifsdóttir. Hún styrkti stöðu sína með því að verða eini þingmaður flokksins á höfuðborgarsvæðinu. En flokkseigendafélag Framsóknar vill ekki að Siv fái meiri metorð. Ef Jón þarf að taka pokann sinn er eins líklegt að hún geri aftur tilkall til þess að verða formaður. Með því að fara í ríkisstjórn er hægt að gera Siv óskaðlega. Þingmenn Framsóknar eru ekki nema sjö. Það gæti verið praktískt erfitt fyrir flokkinn að starfa í ríkisstjórn. En á því er lausn. Ráðherrar flokksins munu ekki sitja á þingi, heldur verður kallað á varamenn. Þá geta fleiri framsóknarmenn komist að þótt þeir hafi ekki fengist kosningu - og þá hefur flokkurinn mannskap til að manna helstu þingnefndir. Geir virðist helst kjósa að starfa áfram með Framsókn. Kannski er það bara leti í manninum. Hann vill ekki taka neina áhættu. En á það er auðvitað að líta að Sjálfstæðisflokknum hefur liðið afar vel í í stjórnarsamstarfinu. Framsókn hefur tekið brotsjóina og ábyrgð á stóru umdeildu málunum. --- --- --- Fyrir Framsóknarflokkinn er þetta algjört hættuspil. Þetta gæti hreint út sagt orðið banabiti flokksins. Kjósendur líta almennt svo á að flokkurinn hafi takmarkað umboð til að sitja áfram í ríkisstjórn - og þá alls ekki Jón Sigurðsson sem féll harkalega í kosningunum. Umfjöllun um flokkinn verður mjög neikvæð í kjölfar þessa, rétt eins og þegar Halldór Ásgrímsson var dubbaður upp sem forsætisráðherra. Ráðherrar flokksins vilja þetta. Eftir yfirlýsingarnar fyrir kosningar og á kosninganóttina hafa frammámenn í Framsóknarflokknum verið í óða önn við að selja sjálfum sér þessa hugmynd. Kannski þurfa þeir ekki beita sig miklum fortölum. Það er hins vegar spurning um almenna flokksmenn og grasrótina. Þar verður ábyggilega hart deilt um þessar fyrirætlanir sem kunna að varða sjálft líf flokksins. En eins og stendur bendir allt til þess að þetta verði svona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Eftir því sem liðið hefur á daginn hafa líkurnar á að ríkisstjórnin sitji áfram verið að aukast. Margir sjálfstæðismenn hafa óbeit á Ingibjörgu Sólrúnu og vilja ekki vinna með henni Hugmyndin um stjórn með Vinstri grænum þykir nokkuð fjarstæðukennd. Steingrímur og Ögmundur hafa heldur ekki spilað hina pólitísku refskák sérlega vel eftir að úrslit kosninganna urðu kunn. Árásir þeirra á Framsóknarflokkinn eru mjög skrítnar. Minnihlutastjórnir ættu auðvitað að koma til greina hér eins og annars staðar - en tilboð þeirra til Framsóknar er ekki pólitískt klókt. Töldu Vinstri grænir sig kannski eiga greiða leið í hlýjuna hjá Sjálfstæðisflokknum? Hafa þeir ofmetið stöðu sína? --- --- --- Hvernig lítur þetta þá út? Plottið er einhvern veginn svona: Framsókn fer í stjórn, það er óvíst hvað hún tekur marga ráðherrastóla. Fyrir Jón Sigurðsson er þetta lífsnauðsyn. Annars er stuttum tíma hans í pólitík lokið. Það er líka annað í myndinni - Siv Friðleifsdóttir. Hún styrkti stöðu sína með því að verða eini þingmaður flokksins á höfuðborgarsvæðinu. En flokkseigendafélag Framsóknar vill ekki að Siv fái meiri metorð. Ef Jón þarf að taka pokann sinn er eins líklegt að hún geri aftur tilkall til þess að verða formaður. Með því að fara í ríkisstjórn er hægt að gera Siv óskaðlega. Þingmenn Framsóknar eru ekki nema sjö. Það gæti verið praktískt erfitt fyrir flokkinn að starfa í ríkisstjórn. En á því er lausn. Ráðherrar flokksins munu ekki sitja á þingi, heldur verður kallað á varamenn. Þá geta fleiri framsóknarmenn komist að þótt þeir hafi ekki fengist kosningu - og þá hefur flokkurinn mannskap til að manna helstu þingnefndir. Geir virðist helst kjósa að starfa áfram með Framsókn. Kannski er það bara leti í manninum. Hann vill ekki taka neina áhættu. En á það er auðvitað að líta að Sjálfstæðisflokknum hefur liðið afar vel í í stjórnarsamstarfinu. Framsókn hefur tekið brotsjóina og ábyrgð á stóru umdeildu málunum. --- --- --- Fyrir Framsóknarflokkinn er þetta algjört hættuspil. Þetta gæti hreint út sagt orðið banabiti flokksins. Kjósendur líta almennt svo á að flokkurinn hafi takmarkað umboð til að sitja áfram í ríkisstjórn - og þá alls ekki Jón Sigurðsson sem féll harkalega í kosningunum. Umfjöllun um flokkinn verður mjög neikvæð í kjölfar þessa, rétt eins og þegar Halldór Ásgrímsson var dubbaður upp sem forsætisráðherra. Ráðherrar flokksins vilja þetta. Eftir yfirlýsingarnar fyrir kosningar og á kosninganóttina hafa frammámenn í Framsóknarflokknum verið í óða önn við að selja sjálfum sér þessa hugmynd. Kannski þurfa þeir ekki beita sig miklum fortölum. Það er hins vegar spurning um almenna flokksmenn og grasrótina. Þar verður ábyggilega hart deilt um þessar fyrirætlanir sem kunna að varða sjálft líf flokksins. En eins og stendur bendir allt til þess að þetta verði svona.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun