Kosningarnar í hnotskurn, flokkarnir nota tónlistina, mislukkuð sameining 3. maí 2007 16:52 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra rifjar upp gamla takta úr hljómsveitinni Upplyftingu í baráttulagi Framsóknar sem finna má á vef flokksins. Magnús hefur engu gleymt þegar hann syngur lagið Árangur áfram, ekkert stopp með barnakór, hljómar pínulítið eins og hann sé frá Norður-Kóreu, eða kannski er þetta bara ungi framsóknarmaðurinn? Lagið má heyra með því að smella hér, fara í gluggann á síðunni og fletta niður á Árangur áfram. Annað lag fer sem eldur í sinu um netið. Það er söngur Samfylkingarinnar, saminn af Róberti Marshall, Guðmundi Steingrímssyni og Simon & Garfunkel, fluttur af Róberti og Guðmundi. Viðlagið gengur út á að þeir tilheyri eina stjórnmálaflokki á Íslandi sem tali af skynsemi um pólitík. Þetta lag má heyra með því að smella hér. Spurning hvort þurfi aftur að taka fram á-in þrjú? Ég verð samt að viðurkenna að ég er strax kominn með framsóknarlagið á heilann. Svo bíðum við í ofvæni eftir lögum frá hinum flokkunum. --- --- --- Kosningarnar í hnotskurn: Sjálfstæðisflokkur þarf ekki að segja neitt. Framsókn getur ekki sagt neitt. Vinstri græn þora ekki að segja neitt. Frjálslyndir segja eitthvað en það tekur enginn mark á þeim. Samfylkingunni dettur ekkert í hug að segja. --- --- ---Þorvaldur Gylfason skrifar snjalla grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann segir að sameining stjórnmálaflokka hafi mistekist. Nei, hann á ekki við sameiningu vinstri flokkanna, heldur hefur Þorvaldur miklu lengra sjónarhorn á stjórnmálasöguna. Hann er að tala um sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins árið 1929 þegar stofnaður var Sjálfstæðisflokkurinn. Þorvaldur er þeirrar skoðunar að þá hafi frjálslynd öfl verið kveðin í kútinn á Íslandi en Íhaldsmenn fengið að ráða. Þetta er athyglisverð söguskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 9.11.2024 Halldór Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra rifjar upp gamla takta úr hljómsveitinni Upplyftingu í baráttulagi Framsóknar sem finna má á vef flokksins. Magnús hefur engu gleymt þegar hann syngur lagið Árangur áfram, ekkert stopp með barnakór, hljómar pínulítið eins og hann sé frá Norður-Kóreu, eða kannski er þetta bara ungi framsóknarmaðurinn? Lagið má heyra með því að smella hér, fara í gluggann á síðunni og fletta niður á Árangur áfram. Annað lag fer sem eldur í sinu um netið. Það er söngur Samfylkingarinnar, saminn af Róberti Marshall, Guðmundi Steingrímssyni og Simon & Garfunkel, fluttur af Róberti og Guðmundi. Viðlagið gengur út á að þeir tilheyri eina stjórnmálaflokki á Íslandi sem tali af skynsemi um pólitík. Þetta lag má heyra með því að smella hér. Spurning hvort þurfi aftur að taka fram á-in þrjú? Ég verð samt að viðurkenna að ég er strax kominn með framsóknarlagið á heilann. Svo bíðum við í ofvæni eftir lögum frá hinum flokkunum. --- --- --- Kosningarnar í hnotskurn: Sjálfstæðisflokkur þarf ekki að segja neitt. Framsókn getur ekki sagt neitt. Vinstri græn þora ekki að segja neitt. Frjálslyndir segja eitthvað en það tekur enginn mark á þeim. Samfylkingunni dettur ekkert í hug að segja. --- --- ---Þorvaldur Gylfason skrifar snjalla grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann segir að sameining stjórnmálaflokka hafi mistekist. Nei, hann á ekki við sameiningu vinstri flokkanna, heldur hefur Þorvaldur miklu lengra sjónarhorn á stjórnmálasöguna. Hann er að tala um sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins árið 1929 þegar stofnaður var Sjálfstæðisflokkurinn. Þorvaldur er þeirrar skoðunar að þá hafi frjálslynd öfl verið kveðin í kútinn á Íslandi en Íhaldsmenn fengið að ráða. Þetta er athyglisverð söguskoðun.