Spillingarbæli, málefnasnauð kosningabarátta, prestar og pólitík 26. apríl 2007 00:09 Ég kom í fyrsta sinni á ævinni inn í hús Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Missti svo út úr mér í kosningaútsendingu þar að þetta væri spillingarbæli. Ég stend fyllilega við það. Mér var gjörsamlega ofboðið að koma inn í þessa byggingu - og ég veit að svo var einnig með marga starfsfélaga mína. Varð bara verulega reiður. Þarna hefur ekki mátt spara í neinu. Allt er eins dýrt og fínt og hugsast getur. Milljón króna sófar, skrifstofustólar sem eru þeir rándýrustu á markaðnum, alls staðar seytlandi vatn niður um loft og veggi - en samt eitthvað dautt og óþægilegt andrúmsloft. Orkuveituhúsið er afsprengi pólitískrar spillingar. Þar hafa pólitíkusar fengið að valsa að vild um fyrirtæki sem að nafninu til á að vera í eigu borgarbúa. Byggingin kostaði fáránlegar fjárhæðir, ekki minna en sex milljarða. Þetta var harðlega gagnrýnt á sínum tíma, en svo settist annar stjórnmálaflokkur þarna inn og þá þögnuðu óánægjuraddirnar. Vegna fyrirferðar sinnar er Orkuveitan það sem má kalla ríki í ríkinu. Það er eftirsótt að komast í stjórn Orkuveitunnar. Ástæðan er ekki síst sú að þetta er eitt af fáum opinberum fyrirtækjum sem eftir eru þar sem pólitíkusar geta fengið að láta eins og þeir séu í bisness - og leika sér með alvöru fjárhæðir. Það er hætt við að stjórnmálamenn sem komast í svona stöðu misskilji hlutverk sitt, að mörkin milli þess sem maður á sjálfur og þess sem er eign borgaranna fari að mást út. Nú er Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Orkuveitunnar, orðinn yfirmaður byggingar svokallaðs hátæknispítala. Eftir þessi ósköp var honum treyst fyrir því. Dálítið minnir þetta mig á fyrrverandi hitaveitustjóra í Reykjavík sem lét svo um mælt fyrir hálfum öðrum áratug eða svo að Perlan væri "gjöf Hitaveitunnar til Reykvíkinga". Einmitt. En það hefur samt aldrei þótt kurteislegt að láta þiggjendurna borga gjafirnar sem þeim eru gefnar. --- --- --- Stjórnarformennska í Landsvirkjun er annað feitt djobb fyrir pólitíkusa og vildarvini þeirra. En hví í ósköpunum er Framsóknarflokkurinn að skipta um stjórnarformann þegar aðeins átján dagar eru til kosninga? --- --- --- Hitti vin minn í bænum. Sá sagði að kosningarnar væru að snúast um nákvæmlega ekki neitt. Það væri ekki verið að ræða nein málefni. Allir væru meira eða minna sammála um allt, kepptust líka við að reka jákvæða kosningabaráttu. Stjóriðjudebattinn hefði fengið sitt kaþarsis suður í Straumsvík, kjósendur væru furðu áhugalitlir um innflytjendaútspil Frjálslyndra, Vinstri grænir þyrðu ekki að anda um skattahækkanir. Geir Haarde passar sig á svara eins litlu og hann getur. Hefur uppi mjög almennt tal. Við skulum athuga þetta, er viðkvæði hans. Kosningarnar snúast að miklu leyti um traust kjósenda á honum. Engum líkar beinlínis illa við Geir. Hver eru sóknarfæri stjórnarandstöðunnar þegar kosningabaráttan þróast svona? Biðlistar, velferðarmál, okursamfélagið? Eða er allur vindur úr stjórnarandstöðuflokkunum? --- --- --- Það er rétt hjá Þóri Jökli presti að kirkja snýst ekki um giftingar. Kirkja á heldur ekki að snúast um pólitík. Ef svo væri hefði Kristur stofnað stjórnmálaflokk. Sjálfur er ég ekkert yfirmáta trúaður, en ef ég færi meira í kirkju væri það ekki til að hlusta á presta sem eyða tíma sínum til að tala um Íraksstríðið, giftingar samkynhneigðra eða stöðu Þjóðkirkjunnar gagnvart öðrum trúfélögum. Ég myndi fara í kirkju til að reyna að þokast nær guðdóminum en ekki til að hlusta á pólitískt þras. Prestar sem hafa áhuga á slíku geta örugglega fengið pláss á framboðslistum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Ég kom í fyrsta sinni á ævinni inn í hús Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Missti svo út úr mér í kosningaútsendingu þar að þetta væri spillingarbæli. Ég stend fyllilega við það. Mér var gjörsamlega ofboðið að koma inn í þessa byggingu - og ég veit að svo var einnig með marga starfsfélaga mína. Varð bara verulega reiður. Þarna hefur ekki mátt spara í neinu. Allt er eins dýrt og fínt og hugsast getur. Milljón króna sófar, skrifstofustólar sem eru þeir rándýrustu á markaðnum, alls staðar seytlandi vatn niður um loft og veggi - en samt eitthvað dautt og óþægilegt andrúmsloft. Orkuveituhúsið er afsprengi pólitískrar spillingar. Þar hafa pólitíkusar fengið að valsa að vild um fyrirtæki sem að nafninu til á að vera í eigu borgarbúa. Byggingin kostaði fáránlegar fjárhæðir, ekki minna en sex milljarða. Þetta var harðlega gagnrýnt á sínum tíma, en svo settist annar stjórnmálaflokkur þarna inn og þá þögnuðu óánægjuraddirnar. Vegna fyrirferðar sinnar er Orkuveitan það sem má kalla ríki í ríkinu. Það er eftirsótt að komast í stjórn Orkuveitunnar. Ástæðan er ekki síst sú að þetta er eitt af fáum opinberum fyrirtækjum sem eftir eru þar sem pólitíkusar geta fengið að láta eins og þeir séu í bisness - og leika sér með alvöru fjárhæðir. Það er hætt við að stjórnmálamenn sem komast í svona stöðu misskilji hlutverk sitt, að mörkin milli þess sem maður á sjálfur og þess sem er eign borgaranna fari að mást út. Nú er Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Orkuveitunnar, orðinn yfirmaður byggingar svokallaðs hátæknispítala. Eftir þessi ósköp var honum treyst fyrir því. Dálítið minnir þetta mig á fyrrverandi hitaveitustjóra í Reykjavík sem lét svo um mælt fyrir hálfum öðrum áratug eða svo að Perlan væri "gjöf Hitaveitunnar til Reykvíkinga". Einmitt. En það hefur samt aldrei þótt kurteislegt að láta þiggjendurna borga gjafirnar sem þeim eru gefnar. --- --- --- Stjórnarformennska í Landsvirkjun er annað feitt djobb fyrir pólitíkusa og vildarvini þeirra. En hví í ósköpunum er Framsóknarflokkurinn að skipta um stjórnarformann þegar aðeins átján dagar eru til kosninga? --- --- --- Hitti vin minn í bænum. Sá sagði að kosningarnar væru að snúast um nákvæmlega ekki neitt. Það væri ekki verið að ræða nein málefni. Allir væru meira eða minna sammála um allt, kepptust líka við að reka jákvæða kosningabaráttu. Stjóriðjudebattinn hefði fengið sitt kaþarsis suður í Straumsvík, kjósendur væru furðu áhugalitlir um innflytjendaútspil Frjálslyndra, Vinstri grænir þyrðu ekki að anda um skattahækkanir. Geir Haarde passar sig á svara eins litlu og hann getur. Hefur uppi mjög almennt tal. Við skulum athuga þetta, er viðkvæði hans. Kosningarnar snúast að miklu leyti um traust kjósenda á honum. Engum líkar beinlínis illa við Geir. Hver eru sóknarfæri stjórnarandstöðunnar þegar kosningabaráttan þróast svona? Biðlistar, velferðarmál, okursamfélagið? Eða er allur vindur úr stjórnarandstöðuflokkunum? --- --- --- Það er rétt hjá Þóri Jökli presti að kirkja snýst ekki um giftingar. Kirkja á heldur ekki að snúast um pólitík. Ef svo væri hefði Kristur stofnað stjórnmálaflokk. Sjálfur er ég ekkert yfirmáta trúaður, en ef ég færi meira í kirkju væri það ekki til að hlusta á presta sem eyða tíma sínum til að tala um Íraksstríðið, giftingar samkynhneigðra eða stöðu Þjóðkirkjunnar gagnvart öðrum trúfélögum. Ég myndi fara í kirkju til að reyna að þokast nær guðdóminum en ekki til að hlusta á pólitískt þras. Prestar sem hafa áhuga á slíku geta örugglega fengið pláss á framboðslistum.