Fundur í Stykkishólmi, zero Framsókn, mávadráp 28. mars 2007 16:12 Ég er kominn í Stykkishólm, í glampandi sól en frekar köldu veðri, sit hér í matsal hótelsins og horfi yfir Breiðafjörð. Myndin hérna sýnir útsýnið út um gluggann. Við erum með kosningafund um kvöldmatarleytið á vegum Stöðvar 2. Þetta er fyrsti fundurinn í hringferð okkar um landið - næsta miðvikudag verðum við á Akureyri. Þátturinn á eftir verður kannski ekki síst eftirminnilegur fyrir hvað hlutur kvenna er lélegur í Norðvesturkjördæmi. Merkilegt í kosningum sem virðast að miklu leyti ætla að snúast um kvennafylgið. Engin kona skipar fyrsta sæti framboðslista í kjördæminu - þó er hugsanlegt að Íslandshreyfingin geti bætt þar úr. Annars eru í fyrstu sætum Sturla, Magnús Stefánsson, Jón Bjarnason, Guðjón Arnar og svo nýliðinn Guðbjartur Hannesson. Einu konurnar sem eiga einhverja möguleika á þingsæti í kjördæminu eru Herdís Sæmundardóttir úr Framsóknarflokki og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir úr VG. Við birtum skoðanakönnun um fylgi flokkanna í útsendingunni á eftir svo það verður spennandi að sjá. --- --- ---Af hverju ekki ríkisstjórn með zero Framsókn? er nýjasta kosningaslagorð ungliða í VG. Þýðir þetta að þau vilja frekar starfa með Sjálfstæðisflokknum? Hví skynjar maður þessa spennu hjá VG fyrir samstarfi við íhaldið? Ber Sjálfstæðisflokkurinn ekki ábyrgð á stóriðjustefnunni til jafns við Framsókn? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur knúið áfram einkavæðinguna? Voru það ekki Sjálfstæðismenn sem breyttu Ríkisútvarpinu í ohf? Studdu innrásina í Írak? Það er líka vel hugsanlegt að unga fólkið í VG þurfi að éta ofan í sig stóru orðin. Sá möguleiki gæti hæglega komið upp að ekki verði hægt að mynda ríkisstjórn til vinstri nema með Framsóknarflokknum. Þá verður ekki zero Framsókn. --- --- --- Aldrei má gera neitt á Íslandi án þessa að einhver fari að rövla. Nú koma alls konar spekingar og mótmæla því að sílamávnum á Reykjavíkurtjörn verði útrýmt. Við sem búum nálægt Tjörninni vitum að vegna hans hefur andarungi varla komist á legg á Tjörninni í fjölda ára. Kríuvarpið hefur líka misfarist algjörlega. Sóley Tómasdóttir, sem situr í umhverfisráði borgarinnar, segir í viðtali við eitt dagblaðanna að nær sé að auka hreinlætisvitund borgaranna sem aftur myndi minnka æti mávsins. Vandinn er bara sá að mávurinn fór að vera vandamál að eftir að gert var átak í hreinsun strandlengjunna í Reykjavík. Þá var ekkert ætilegt lengur fyrir hann að hafa út með ströndinni. Svo mávagerið fór að leita inn í borgina þar sem urðu fyrir sætir og varnarlausir andarungar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Ég er kominn í Stykkishólm, í glampandi sól en frekar köldu veðri, sit hér í matsal hótelsins og horfi yfir Breiðafjörð. Myndin hérna sýnir útsýnið út um gluggann. Við erum með kosningafund um kvöldmatarleytið á vegum Stöðvar 2. Þetta er fyrsti fundurinn í hringferð okkar um landið - næsta miðvikudag verðum við á Akureyri. Þátturinn á eftir verður kannski ekki síst eftirminnilegur fyrir hvað hlutur kvenna er lélegur í Norðvesturkjördæmi. Merkilegt í kosningum sem virðast að miklu leyti ætla að snúast um kvennafylgið. Engin kona skipar fyrsta sæti framboðslista í kjördæminu - þó er hugsanlegt að Íslandshreyfingin geti bætt þar úr. Annars eru í fyrstu sætum Sturla, Magnús Stefánsson, Jón Bjarnason, Guðjón Arnar og svo nýliðinn Guðbjartur Hannesson. Einu konurnar sem eiga einhverja möguleika á þingsæti í kjördæminu eru Herdís Sæmundardóttir úr Framsóknarflokki og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir úr VG. Við birtum skoðanakönnun um fylgi flokkanna í útsendingunni á eftir svo það verður spennandi að sjá. --- --- ---Af hverju ekki ríkisstjórn með zero Framsókn? er nýjasta kosningaslagorð ungliða í VG. Þýðir þetta að þau vilja frekar starfa með Sjálfstæðisflokknum? Hví skynjar maður þessa spennu hjá VG fyrir samstarfi við íhaldið? Ber Sjálfstæðisflokkurinn ekki ábyrgð á stóriðjustefnunni til jafns við Framsókn? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur knúið áfram einkavæðinguna? Voru það ekki Sjálfstæðismenn sem breyttu Ríkisútvarpinu í ohf? Studdu innrásina í Írak? Það er líka vel hugsanlegt að unga fólkið í VG þurfi að éta ofan í sig stóru orðin. Sá möguleiki gæti hæglega komið upp að ekki verði hægt að mynda ríkisstjórn til vinstri nema með Framsóknarflokknum. Þá verður ekki zero Framsókn. --- --- --- Aldrei má gera neitt á Íslandi án þessa að einhver fari að rövla. Nú koma alls konar spekingar og mótmæla því að sílamávnum á Reykjavíkurtjörn verði útrýmt. Við sem búum nálægt Tjörninni vitum að vegna hans hefur andarungi varla komist á legg á Tjörninni í fjölda ára. Kríuvarpið hefur líka misfarist algjörlega. Sóley Tómasdóttir, sem situr í umhverfisráði borgarinnar, segir í viðtali við eitt dagblaðanna að nær sé að auka hreinlætisvitund borgaranna sem aftur myndi minnka æti mávsins. Vandinn er bara sá að mávurinn fór að vera vandamál að eftir að gert var átak í hreinsun strandlengjunna í Reykjavík. Þá var ekkert ætilegt lengur fyrir hann að hafa út með ströndinni. Svo mávagerið fór að leita inn í borgina þar sem urðu fyrir sætir og varnarlausir andarungar.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun