Halaleikhópurinn sýnir nú leikritið Batnandi maður eftir Ármann Guðmundsson sem einnig leikstýrir verkinu. Leikritið fjallar um sjómanninn Sigmar sem hefur fengið nóg af sjómennsku. Þegar hann lendir í vinnuslysi notar hann tækifærið til að láta úrskurða sig sem öryrkja og nýtur þannig lífsins á kostnað skattborgara.
Nánari upplýsingar og miðapantanir eru á heimasíðu Halaleikhópsins.