Bíó og sjónvarp

Íslandsvinurinn Jude Law heiðraður

Jude Law við verðlaunaafhendinguna ásamt franska sendiherranum í London, Gerard Errera.
Jude Law við verðlaunaafhendinguna ásamt franska sendiherranum í London, Gerard Errera. MYND/Getty Images

Breski leikarinn Jude Law sem dvaldist hér á landi fyrir skömmu hefur hlotnast ein stærstu menningarverðlaun Frakka. Var það sendiherra Frakklands í Englandi, Gerard Errera, sem veitti Jude ,,Chevalier des Arts et des Lettres medal” verðlaunin.

Sagðist Jude vera orðlaus eftir að honum hlotnaðist heiðurinn. Foreldrar hans hafi búið í Frakklandi síðustu 15 ár og þar af leiðandi líti hann á landið sem nokkurs konar heimaland sitt.

 

Sagði sendiherrann við þetta tilefni að Jude, sem er 34 ára, væri einn af hæfileikaríkustu leikurum samtímans. Verðlaunin hlyti hann fyrir það sem hann hefði gert sem leikari, fyrir það sem hann stæði fyrir í kvikmynum og síðast en ekki síst, fyrir það sem hann sem hann væri sem manneskja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.