Stefán og Hannes í Silfrinu 23. febrúar 2007 13:33 Prófessorarnir Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson verða sérstakir gestir í Silfri Egils á sunnudag. Þeir munu ræða um ójöfnuð í íslensku samfélagi, fátækt, skatta og sitthvað í þeim dúr. Af öðrum gestum í þættinum má nefna Steingrím J. Sigfússon sem kemur heitur af landsfundi Vinstri grænna, séra Baldur Kristjánsson sem hefur merkilegar skoðanir á framtíð kirkjunnar, borgarfulltrúana Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Björn Inga Hrafnsson, Ólaf Teit Guðnason blaðamann og Atla Gíslason, lögmann og frambjóðanda. Þátturinn er að vanda á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 12.25 á sunnudag, strax að loknum hádegisfréttum, en einnig er hægt að horfa á hann í Veftívíinu hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Prófessorarnir Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson verða sérstakir gestir í Silfri Egils á sunnudag. Þeir munu ræða um ójöfnuð í íslensku samfélagi, fátækt, skatta og sitthvað í þeim dúr. Af öðrum gestum í þættinum má nefna Steingrím J. Sigfússon sem kemur heitur af landsfundi Vinstri grænna, séra Baldur Kristjánsson sem hefur merkilegar skoðanir á framtíð kirkjunnar, borgarfulltrúana Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Björn Inga Hrafnsson, Ólaf Teit Guðnason blaðamann og Atla Gíslason, lögmann og frambjóðanda. Þátturinn er að vanda á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 12.25 á sunnudag, strax að loknum hádegisfréttum, en einnig er hægt að horfa á hann í Veftívíinu hér á Vísi.