Líf og dauði Sankti Kildu 12. febrúar 2007 13:37 Mér fannst hún afar forvitnileg myndin sem Páll Steingrímsson gerði um ginklofann í Vestmannaeyjum og á Sankti Kildu sem sýnd var í sjónvarpinu nýskeð. Ég hef lengi haft dálítinn áhuga á þessu - allar götur síðan ég ungur maður las frábæra bók, The Life and Death of St. Kilda eftir Tom Steele. Það er ekki ofsögum sagt hvað byggðin á Sankti Kildu var skrítin og afskekkt. Undirstaðan undir lífinu þarna voru sjófuglar sem eru í milljónatali í björgunum þarna. Afurðir sjófugla voru notaðar í hvert mál. Þeim var blandað í hafrana sem eyjaskeggjar borðuðu á morgnana. Að auki var þarna stunduð nokkur sauðfjárrækt - smávöxnu sauðakyni sem þykir merkilegt. Ginklofinn - tetanus - var mikið böl á þessum stað. Á löngu tímabili dró hann flest börn sem fæddust á eyjunni til dauða. Hið sama var uppi á teningnum í Vestmannaeyjum. Ástæðan voru bakteríur sem komu úr sjófuglunum og tóku sér svo bólfestu í jarðveginum. Í raun var ekki svo erfitt að ráða bót á þessu - en hreinlætið skorti. Það var fleira sem gerði lífsbaráttuna á Sankti Kildu næstum ómögulega. Íbúarnir virðast að upplagi hafa verið fremur glaðlyndir. Þeir voru gelískumælandi, höfðu unun af söng, dansi og kvæðum. Sagt er að fyrrum hefði trú þeirra verið blanda af pápísku og trú á stokka og steina. Þetta breyttist þegar hreintrúarstefnan skosku fríkirkjunnar náði til eyjarinnar á síðari hluta nítjándu aldar - í líki klerks sem hét John Mckay. Þessi karl bjó á eyjunni frá 1863 til 1889 og hafði mikil áhrif - yfirleitt til hins verra. Eyjaskeggjum var hótað vítisvist ef þeir iðkuðu söng og dansa. Mikill tími fór í kirkjulegar athafnir - fólkinu var bannað að vinna á sunnudögum. Það var heldur óráðlegt, því lífsbaráttan var svo hörð að helst mátti ekki missa úr dag. Það var fleira en ungbarnadauði og ofsatrú sem leiddi til endaloka byggðarinnar á Sankti Kildu. Inflúensa geisaði þar 1926 og dró fjóra karlmenn til dauða. Ekki var þó síður afdrifaríkt að með auknum samgöngum fóru eyjarskeggjar að heyra sögur af lífinu uppi á meginlandinu. Við það kom rót á þá sem höfðu búið í þessu afskekkta og fámenna lýðræðisríki - og á endanum sendu þeir bænaskrá til kóngsins um að vera fluttir upp á land. Skip kom og náði í þá 29. ágúst 1930. Þá voru þeir aðeins 36 talsins. Það er svo kaldhæðnislegt að Tom Steele segir frá því að margir af íbúum Sankti Kildu hafi verið settir í vinnu hjá skosku skógræktinni - Forestry Commision. Enginn af þeim hafði nokkurn tíma séð tré. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun
Mér fannst hún afar forvitnileg myndin sem Páll Steingrímsson gerði um ginklofann í Vestmannaeyjum og á Sankti Kildu sem sýnd var í sjónvarpinu nýskeð. Ég hef lengi haft dálítinn áhuga á þessu - allar götur síðan ég ungur maður las frábæra bók, The Life and Death of St. Kilda eftir Tom Steele. Það er ekki ofsögum sagt hvað byggðin á Sankti Kildu var skrítin og afskekkt. Undirstaðan undir lífinu þarna voru sjófuglar sem eru í milljónatali í björgunum þarna. Afurðir sjófugla voru notaðar í hvert mál. Þeim var blandað í hafrana sem eyjaskeggjar borðuðu á morgnana. Að auki var þarna stunduð nokkur sauðfjárrækt - smávöxnu sauðakyni sem þykir merkilegt. Ginklofinn - tetanus - var mikið böl á þessum stað. Á löngu tímabili dró hann flest börn sem fæddust á eyjunni til dauða. Hið sama var uppi á teningnum í Vestmannaeyjum. Ástæðan voru bakteríur sem komu úr sjófuglunum og tóku sér svo bólfestu í jarðveginum. Í raun var ekki svo erfitt að ráða bót á þessu - en hreinlætið skorti. Það var fleira sem gerði lífsbaráttuna á Sankti Kildu næstum ómögulega. Íbúarnir virðast að upplagi hafa verið fremur glaðlyndir. Þeir voru gelískumælandi, höfðu unun af söng, dansi og kvæðum. Sagt er að fyrrum hefði trú þeirra verið blanda af pápísku og trú á stokka og steina. Þetta breyttist þegar hreintrúarstefnan skosku fríkirkjunnar náði til eyjarinnar á síðari hluta nítjándu aldar - í líki klerks sem hét John Mckay. Þessi karl bjó á eyjunni frá 1863 til 1889 og hafði mikil áhrif - yfirleitt til hins verra. Eyjaskeggjum var hótað vítisvist ef þeir iðkuðu söng og dansa. Mikill tími fór í kirkjulegar athafnir - fólkinu var bannað að vinna á sunnudögum. Það var heldur óráðlegt, því lífsbaráttan var svo hörð að helst mátti ekki missa úr dag. Það var fleira en ungbarnadauði og ofsatrú sem leiddi til endaloka byggðarinnar á Sankti Kildu. Inflúensa geisaði þar 1926 og dró fjóra karlmenn til dauða. Ekki var þó síður afdrifaríkt að með auknum samgöngum fóru eyjarskeggjar að heyra sögur af lífinu uppi á meginlandinu. Við það kom rót á þá sem höfðu búið í þessu afskekkta og fámenna lýðræðisríki - og á endanum sendu þeir bænaskrá til kóngsins um að vera fluttir upp á land. Skip kom og náði í þá 29. ágúst 1930. Þá voru þeir aðeins 36 talsins. Það er svo kaldhæðnislegt að Tom Steele segir frá því að margir af íbúum Sankti Kildu hafi verið settir í vinnu hjá skosku skógræktinni - Forestry Commision. Enginn af þeim hafði nokkurn tíma séð tré.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun