Gat á stjórnmálamarkaðinum 25. janúar 2007 06:15 Hér er spurning: Hvað eiga svo ólík fyrirbrigði sem íslenska þjóðkirkjan, Ríkisútvarpið og sala ríkisins á bjór og léttvíni sameiginlegt? Svar: Um tveir þriðju þjóðarinnar vilja losa um tök hins opinbera á þessari starfsemi með einum eða öðrum hætti. Sem sagt, nánast upp á prósentustig vill sama hlutfall Íslendinga aðskilnað ríkis og kirkju, að léttvín og bjór verði seld í matvöruverslunum og að Ríkisútvarpið hætti að keppa við einkarekin fyrirtæki á auglýsingamarkaði. Viðhorfið til þjóðkirkjunnar hefur komið fram ár eftir ár í könnunum Gallups, um afstöðu þjóðarinnar til meira frelsis í sölu áfengis má lesa í tæplega tveggja ára gamalli könnun sama fyrirtækis og álit landsmanna á samkeppni RÚV á auglýsingamarkaði kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um síðustu helgi. Það er verðugt rannsóknarefni að komast að því hvort skoðanir fólks falli almennt í svipaðan eða sama farveg í þessum ólíku málaflokkum. Ein vísbending í þá átt er að samkvæmt gögnum Gallups vill yngra fólk frekar en hinir eldri draga úr afskiptum ríkisins. Til dæmis eru um 75 prósent fólks á aldrinum 18 til 34 ára hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum og er enginn munur á þeirri afstöðu eftir stjórnmálaskoðun. Svipað gildir um viðhorf þjóðarinnar til kirkjunnar. Það eru engin tíðindi að yngra fólk sé frjálslyndara en þeir sem eldri eru. Það er hins vegar athyglisvert að meirihluti þjóðarinnar styður samdrátt á umfangi ríkisrekstrar á þessum sviðum óháð stjórnmálaskoðunum. Hver hefði til að mynda trúað því að óreyndu að fleiri stuðningsmenn Vinstri grænna vildu sjá Ríkisútvarpið hverfa af auglýsingamarkaði en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks, eins og kemur fram í könnun Fréttablaðsins? Neikvæð afstaða til ríkisafskipta er fylgifiskur breytinga sem eru að eiga sér stað á heimsvísu á lífsháttum og valda því að fólk lætur verr að stjórn en áður. Til dæmis er hægt að versla í matinn á nóttunni, raða sínum eigin fréttatíma saman á netinu og horfa þegar manni sýnist. Eigið val einstaklingsins skiptir þannig sífellt meira máli. Dr. Gunni, tónlistarmaður og bloggari, fangar þessa afstöðu í hnotskurn á vefsíðu sinni með þessum orðum: „...það er sífellt augljósara, amk í mínu hlustunarmynsturstilfelli, að tími albúmsins er liðinn. Staðreyndin er þessi: Ég er hættur að hlusta á albúm! Ég hlusta bara á lög og eiginlega glætan að ég nenni að hlusta á 10-15 lög með sama listamanninum í röð." Á sama hátt og doktorinn hafnar miðstýringu plötufyrirtækjanna og velur eigið safn laga með þeim tónlistarmönnum sem hann langar til að hlusta á er fólk almennt að verða afhuga því að aðrir en það sjálft ákveði hvað því er fyrir bestu. Hér með er ekki verið að spá endalokum samfélagsins en nútíminn kallar á stjórnmálaafl sem er í takt við þennan nýjan veruleika. Eins og staðan er nú bendir margt til að þjóðin sé orðin mun frjálslyndari en stjórnmálamenn hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Hér er spurning: Hvað eiga svo ólík fyrirbrigði sem íslenska þjóðkirkjan, Ríkisútvarpið og sala ríkisins á bjór og léttvíni sameiginlegt? Svar: Um tveir þriðju þjóðarinnar vilja losa um tök hins opinbera á þessari starfsemi með einum eða öðrum hætti. Sem sagt, nánast upp á prósentustig vill sama hlutfall Íslendinga aðskilnað ríkis og kirkju, að léttvín og bjór verði seld í matvöruverslunum og að Ríkisútvarpið hætti að keppa við einkarekin fyrirtæki á auglýsingamarkaði. Viðhorfið til þjóðkirkjunnar hefur komið fram ár eftir ár í könnunum Gallups, um afstöðu þjóðarinnar til meira frelsis í sölu áfengis má lesa í tæplega tveggja ára gamalli könnun sama fyrirtækis og álit landsmanna á samkeppni RÚV á auglýsingamarkaði kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um síðustu helgi. Það er verðugt rannsóknarefni að komast að því hvort skoðanir fólks falli almennt í svipaðan eða sama farveg í þessum ólíku málaflokkum. Ein vísbending í þá átt er að samkvæmt gögnum Gallups vill yngra fólk frekar en hinir eldri draga úr afskiptum ríkisins. Til dæmis eru um 75 prósent fólks á aldrinum 18 til 34 ára hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum og er enginn munur á þeirri afstöðu eftir stjórnmálaskoðun. Svipað gildir um viðhorf þjóðarinnar til kirkjunnar. Það eru engin tíðindi að yngra fólk sé frjálslyndara en þeir sem eldri eru. Það er hins vegar athyglisvert að meirihluti þjóðarinnar styður samdrátt á umfangi ríkisrekstrar á þessum sviðum óháð stjórnmálaskoðunum. Hver hefði til að mynda trúað því að óreyndu að fleiri stuðningsmenn Vinstri grænna vildu sjá Ríkisútvarpið hverfa af auglýsingamarkaði en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks, eins og kemur fram í könnun Fréttablaðsins? Neikvæð afstaða til ríkisafskipta er fylgifiskur breytinga sem eru að eiga sér stað á heimsvísu á lífsháttum og valda því að fólk lætur verr að stjórn en áður. Til dæmis er hægt að versla í matinn á nóttunni, raða sínum eigin fréttatíma saman á netinu og horfa þegar manni sýnist. Eigið val einstaklingsins skiptir þannig sífellt meira máli. Dr. Gunni, tónlistarmaður og bloggari, fangar þessa afstöðu í hnotskurn á vefsíðu sinni með þessum orðum: „...það er sífellt augljósara, amk í mínu hlustunarmynsturstilfelli, að tími albúmsins er liðinn. Staðreyndin er þessi: Ég er hættur að hlusta á albúm! Ég hlusta bara á lög og eiginlega glætan að ég nenni að hlusta á 10-15 lög með sama listamanninum í röð." Á sama hátt og doktorinn hafnar miðstýringu plötufyrirtækjanna og velur eigið safn laga með þeim tónlistarmönnum sem hann langar til að hlusta á er fólk almennt að verða afhuga því að aðrir en það sjálft ákveði hvað því er fyrir bestu. Hér með er ekki verið að spá endalokum samfélagsins en nútíminn kallar á stjórnmálaafl sem er í takt við þennan nýjan veruleika. Eins og staðan er nú bendir margt til að þjóðin sé orðin mun frjálslyndari en stjórnmálamenn hennar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun