Byrgið, kvenskörungar, Skuggahverfi, stjórnarskrá 18. janúar 2007 17:59 Það er dálítið erfitt að vera í bendileik með Byrgið - að finna einhvern sérstakan sökudólg í kerfinu. Menn hafa staðnæmst við Birki Jónsson, en ég held að hann muni sleppa með skrekkinn. Ég man ekki betur en að flestir pólitíkusar og mestöll kjaftastéttin hafi tekið andköf af hneykslun þegar Byrgið missti húsnæði sitt í Rockville á sínum tíma. Mennirnir í Byrginu virkuðu nefnilega traustir - eins og þeir vissu hvað þeir væru að gera. Maður hafði spurnir af því þar sem þeir fóru í fíkniefnagreni og náðu í vesalingana sem þar héldu til. Þetta þótti býsna flott. Þeir höfðu líka þessa ákveðnu tegund af karlmennsku sem er algeng hjá gömlum þurrkuðum drykkjumönnum - það var greinilegt að þeir höfðu marga fjöruna spopið - menn hafa tilhneigingu til að beygja sig auðmjúklega fyrir svona reynslu. Sjálfsagt var ríkið líka guðslifandi fegið að láta þessa menn sjá um þessa starfsemi. Það er vanþakklátt hlutverk að reyna að lækna dópista og drykkjumenn. Það er líka ljóst að þetta er vandamál sem er ekki að fara neitt. Fíkniefnaneysla eykst hvarvetna í heiminum. Líka hér. Það verður nóg af sárveikum dópurum næstu áratugina. En kannski þarf að skipuleggja þetta starf aðeins betur - einkaframtakið er gott en hví er þetta nánast eini geiri heilbrigðiskerfisins þar sem það er allsráðandi? Annars er þetta mál allt komið í rugl því hálf þjóðin er að skoða klámmyndir af forstöðumanni Byrgisins á netinu. Um annað er ekki talað í bænum. Hvernig kemst svona í almenna dreifingu? --- --- --- Tveir kvenskörungar eru í fréttum í dag. Annars vegar Valgerður Sverrisdóttir sem hefur blómstrað í starfi utanríkisráðherra. Kannski af því henni er svo létt að sleppa úr iðnaðarráðuneytinu - það er kannski ekki grín að vera ráðherra og horfa á sviðsett rán og morð á sér í skaupþætti. En Valgerður hefur verið að sýna að í henni er töggur. Ræða hennar um öryggismál í Háskólanum í dag var merkileg, gott hjá henni að ætla að birta gömul leyniskjöl. Hún segir að Ísland eigi ekki að hafa neinn her. Hún sýnir kjark þegar hún tjáir sig um evruna. Hún er að endurskipuleggja stjórnskipulag ráðuneytisins. Hún má eiga það Valgerður að hún er dálítill töffari. Hinn kvenskörungurinn er Halla Gunnarsdóttir sem býður sig fram til forseta Knattspyrnusambands Íslands. Ég ætla ekki að segja annað en að ég lýsi yfir fullum stuðningi við Höllu í embættið. Er eiginlega viss um að hún verði kjörin. Þessi atvinnumannafótbolti karlanna er orðinn eitthvað svo sjúskaður. --- --- --- Að hugsa sér. Stjórnarskrárnefndin hefur setið í tvö ár og komist að samkomulagi um að breyta einu litlu ákvæði í stjórnarskránni. Nú eru þeir búnir að fresta öllu til næsta kjörtímabils. Þetta er obboslega lélegt. --- --- --- Á maður ekki að geta fengið lúxusíbúðirnar í Skuggahverfinu fyrir útsöluprís fyrst svona er komið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Það er dálítið erfitt að vera í bendileik með Byrgið - að finna einhvern sérstakan sökudólg í kerfinu. Menn hafa staðnæmst við Birki Jónsson, en ég held að hann muni sleppa með skrekkinn. Ég man ekki betur en að flestir pólitíkusar og mestöll kjaftastéttin hafi tekið andköf af hneykslun þegar Byrgið missti húsnæði sitt í Rockville á sínum tíma. Mennirnir í Byrginu virkuðu nefnilega traustir - eins og þeir vissu hvað þeir væru að gera. Maður hafði spurnir af því þar sem þeir fóru í fíkniefnagreni og náðu í vesalingana sem þar héldu til. Þetta þótti býsna flott. Þeir höfðu líka þessa ákveðnu tegund af karlmennsku sem er algeng hjá gömlum þurrkuðum drykkjumönnum - það var greinilegt að þeir höfðu marga fjöruna spopið - menn hafa tilhneigingu til að beygja sig auðmjúklega fyrir svona reynslu. Sjálfsagt var ríkið líka guðslifandi fegið að láta þessa menn sjá um þessa starfsemi. Það er vanþakklátt hlutverk að reyna að lækna dópista og drykkjumenn. Það er líka ljóst að þetta er vandamál sem er ekki að fara neitt. Fíkniefnaneysla eykst hvarvetna í heiminum. Líka hér. Það verður nóg af sárveikum dópurum næstu áratugina. En kannski þarf að skipuleggja þetta starf aðeins betur - einkaframtakið er gott en hví er þetta nánast eini geiri heilbrigðiskerfisins þar sem það er allsráðandi? Annars er þetta mál allt komið í rugl því hálf þjóðin er að skoða klámmyndir af forstöðumanni Byrgisins á netinu. Um annað er ekki talað í bænum. Hvernig kemst svona í almenna dreifingu? --- --- --- Tveir kvenskörungar eru í fréttum í dag. Annars vegar Valgerður Sverrisdóttir sem hefur blómstrað í starfi utanríkisráðherra. Kannski af því henni er svo létt að sleppa úr iðnaðarráðuneytinu - það er kannski ekki grín að vera ráðherra og horfa á sviðsett rán og morð á sér í skaupþætti. En Valgerður hefur verið að sýna að í henni er töggur. Ræða hennar um öryggismál í Háskólanum í dag var merkileg, gott hjá henni að ætla að birta gömul leyniskjöl. Hún segir að Ísland eigi ekki að hafa neinn her. Hún sýnir kjark þegar hún tjáir sig um evruna. Hún er að endurskipuleggja stjórnskipulag ráðuneytisins. Hún má eiga það Valgerður að hún er dálítill töffari. Hinn kvenskörungurinn er Halla Gunnarsdóttir sem býður sig fram til forseta Knattspyrnusambands Íslands. Ég ætla ekki að segja annað en að ég lýsi yfir fullum stuðningi við Höllu í embættið. Er eiginlega viss um að hún verði kjörin. Þessi atvinnumannafótbolti karlanna er orðinn eitthvað svo sjúskaður. --- --- --- Að hugsa sér. Stjórnarskrárnefndin hefur setið í tvö ár og komist að samkomulagi um að breyta einu litlu ákvæði í stjórnarskránni. Nú eru þeir búnir að fresta öllu til næsta kjörtímabils. Þetta er obboslega lélegt. --- --- --- Á maður ekki að geta fengið lúxusíbúðirnar í Skuggahverfinu fyrir útsöluprís fyrst svona er komið?