Bush grætur, hvalkjöt, skrítinn dómsdagur, könguló 12. janúar 2007 19:56 Hvaða kenndir vekja myndir af Bush grátandi? Samúð? Varla? Ekki þegar maður hugsar um afleiðingarnar af gerðum hans, ónýtt land þar sem áður ríkti einræði en þó einhvers konar stöðugleiki, fjölda látinna þar, heilan heimshluta sem er í uppnámi, skammsýnina, heimskuna, hrokann. Það er eiginlega enginn sem talar af virðingu lengur um þennan mann - og þess vegna er kannski ekki nema von að hann gráti. Kannski er hann aumkunarverður, nei annars, svo valdamikill maður er það ekki. Í raun skynjar maður ekki annað en reiði í hans garð; að vera kosinn í slíkt embætti og fara svo hrikalega illa með það. Bush er ef til vill misheppnaðasti Bandaríkjaforseti fyrr og síðar - þeir sem voru viðlíka slæmir ríktu áður en Bandaríkin urðu stórveldi og gátu því ekki unnið svo mikinn skaða. Enn á að bæta gráu ofan á svart með því að senda 20 þúsund dáta í viðbót til Íraks og hafa í hótunum við Íran og Sýrland. Það eru fleiri sem hafa glatað mannorðinu. Taka menn eftir því að enginn minnist lengur á Dr. Condolezzu Rice sem kandídat í embætti Bandaríkjaforseta. Ekki bötnuðu horfurnar hjá henni þegar hún var grilluð fyrir utanríkismálanefnd bandaríska senatsins í gær. --- --- --- Merkilegt er að ekki skuli hafa selst svo mikið sem eitt gramm af hvölunum sem veiddust í haust. Stóð kannski aldrei til að setja þetta á markað? Annars er ég með ágæta hugmynd: Einfaldlega að bjóða upp á hvalkjötið í flugi til og frá landinu. Flugvélamaturinn er hvort sem er ónýtur. Þetta yrði ódýrt fyrir flugfélögin - en hefði líklega þá afleiðingu að allir ferðamenn myndu láta sig hverfa. --- --- --- Hér er lýsing á fáránlegasta heimsendi allra tíma. En maður er hræddur um að þeir sem setja þetta fram taki það alvarlega - nema þá vanti meiri peninga til að halda áfram að rannsaka fyrirbærið. Telji sig, svo að segja, vera að komast á spenann. En þetta afbrigði af dómsdegi er semsagt svona: Túristar frá Vesturlöndum fara með lyfið tamiflu til Asíu vegna þess að þeir eru hræddir við fuglaflensu. Flensan brýst út, þeir pissa og kúka lyfinu í klósettin og það berst út í náttúruna í tonnatali. Tamiflu drepur bæði veirur og bakteríur - sumar þeirra eru nauðsynlegar fyrir fugla og önnur dýr, verja þau meðal annars gegn sóttkveikjum. Þá eru komnar upp aðstæður til að aftur brjótist út pest, enn banvænni en sú fyrri, bæði fyrir dýr og menn. Og þá dugir ekki að taka tamiflu. Á maður að hafa áhyggjur af þessu eða á maður að láta nægja að hafa áhyggjur af fluglaflensunni? Eða á maður að sleppa því að hafa áhyggjur? --- --- --- Um daginn voru fréttir af manni sem fann torkennilega könguló heima hjá sér. Ég var eiginlega búinn að gleyma því, en ég fann líka furðulega könguló nú eftir áramótin. Var ekkert að hugsa út í þetta, tók hana bara með rifrildi af eldhúsrúllunni og henti í ruslið. Passaði samt að verða ekki beinlínis valdur að dauða hennar. Vona að hún sé ekki að fjölga sér þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Hvaða kenndir vekja myndir af Bush grátandi? Samúð? Varla? Ekki þegar maður hugsar um afleiðingarnar af gerðum hans, ónýtt land þar sem áður ríkti einræði en þó einhvers konar stöðugleiki, fjölda látinna þar, heilan heimshluta sem er í uppnámi, skammsýnina, heimskuna, hrokann. Það er eiginlega enginn sem talar af virðingu lengur um þennan mann - og þess vegna er kannski ekki nema von að hann gráti. Kannski er hann aumkunarverður, nei annars, svo valdamikill maður er það ekki. Í raun skynjar maður ekki annað en reiði í hans garð; að vera kosinn í slíkt embætti og fara svo hrikalega illa með það. Bush er ef til vill misheppnaðasti Bandaríkjaforseti fyrr og síðar - þeir sem voru viðlíka slæmir ríktu áður en Bandaríkin urðu stórveldi og gátu því ekki unnið svo mikinn skaða. Enn á að bæta gráu ofan á svart með því að senda 20 þúsund dáta í viðbót til Íraks og hafa í hótunum við Íran og Sýrland. Það eru fleiri sem hafa glatað mannorðinu. Taka menn eftir því að enginn minnist lengur á Dr. Condolezzu Rice sem kandídat í embætti Bandaríkjaforseta. Ekki bötnuðu horfurnar hjá henni þegar hún var grilluð fyrir utanríkismálanefnd bandaríska senatsins í gær. --- --- --- Merkilegt er að ekki skuli hafa selst svo mikið sem eitt gramm af hvölunum sem veiddust í haust. Stóð kannski aldrei til að setja þetta á markað? Annars er ég með ágæta hugmynd: Einfaldlega að bjóða upp á hvalkjötið í flugi til og frá landinu. Flugvélamaturinn er hvort sem er ónýtur. Þetta yrði ódýrt fyrir flugfélögin - en hefði líklega þá afleiðingu að allir ferðamenn myndu láta sig hverfa. --- --- --- Hér er lýsing á fáránlegasta heimsendi allra tíma. En maður er hræddur um að þeir sem setja þetta fram taki það alvarlega - nema þá vanti meiri peninga til að halda áfram að rannsaka fyrirbærið. Telji sig, svo að segja, vera að komast á spenann. En þetta afbrigði af dómsdegi er semsagt svona: Túristar frá Vesturlöndum fara með lyfið tamiflu til Asíu vegna þess að þeir eru hræddir við fuglaflensu. Flensan brýst út, þeir pissa og kúka lyfinu í klósettin og það berst út í náttúruna í tonnatali. Tamiflu drepur bæði veirur og bakteríur - sumar þeirra eru nauðsynlegar fyrir fugla og önnur dýr, verja þau meðal annars gegn sóttkveikjum. Þá eru komnar upp aðstæður til að aftur brjótist út pest, enn banvænni en sú fyrri, bæði fyrir dýr og menn. Og þá dugir ekki að taka tamiflu. Á maður að hafa áhyggjur af þessu eða á maður að láta nægja að hafa áhyggjur af fluglaflensunni? Eða á maður að sleppa því að hafa áhyggjur? --- --- --- Um daginn voru fréttir af manni sem fann torkennilega könguló heima hjá sér. Ég var eiginlega búinn að gleyma því, en ég fann líka furðulega könguló nú eftir áramótin. Var ekkert að hugsa út í þetta, tók hana bara með rifrildi af eldhúsrúllunni og henti í ruslið. Passaði samt að verða ekki beinlínis valdur að dauða hennar. Vona að hún sé ekki að fjölga sér þar.