Pamuk, skáld Borgarinnar 11. janúar 2007 19:15 Í sumar sagði ég við vinkonu mína í Istanbul að Ohran Pamuk myndi fá Nóbelsverðlaunin, það kom mér heldur ekki á óvart að það skyldi gerast svo fljótt - strax síðasta haust. Kannski er Pamuk merkilegasti rithöfundur í heimi um þessar mundir, ekki bara vegna þess að hann sé svona góður, heldur líka vegna þess að hann situr þvert á aðalátakalínu heimsins, milli austurs og vesturs. Viðfangsefni hans eru stór og skipta máli. Tyrkland togast á milli hins vestræna heims með neyslu sinni og velmegun og austursins með trúarhita sínum og dulhyggju. Hin opinbera heimspeki er veraldarhyggja sem er varinn af slíkri hörku að bannað er að fjalla um sögu landsins nema á ákveðinn hátt; það má ekki móðga Ataturk, föður þjóðarinnar, ekki segja frá fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum sem tilurð þjóðarinnar byggir að vissu leyti á. Samt er íslam alls staðar, í körlunum sem lauga sig við moskurnar, konunum með höfuðklútana, úti um sveitir þessa stóra ríkis. Evrópusambandið getur samt ekki hummað Tyrkland fram af sér - staða þess í heiminum er alltof stórt mál. Ég ætla að nefna tvær bækur eftir Pamuk. Annars vegar Snjór sem fjallar um hvernig þjóðernishyggja, róttækt íslam, aðdáun en um leið minnimáttarkennd gagnvart vestrinu, minningar um þjóðarmorð, frelsisbaraátta Kúrda, birtast í hópi fólks sem er fast í snjóbyl niðurníddri borg í austur Tyrklandi. Úr þessu og margvíslegum persónulegum harmi vefur Pamuk einkennilegan vef - nánast eins og teppi úr snjó. Svo er það bókin Istanbul, sem fjallar um Borgina eins og hún er einfaldlega kölluð á þessum slóðum, æskuminningar úr borg sem er með höfuðið vestri en sálina í austri, trega eftir glæstri fortíð sem er alls staðar sýnileg í rústum og hálfhrundum byggingum - hnignun sem er bæði döpur og undursamleg. Istanbul hefur verið höfuðborg þriggja heimsvelda sem öll eru horfin í svelg sögunnar. Það er kannski ekki skrítið að skáld þessarar borgar skuli vera heilluð af hnignuninni, óhjákvæmileika þess að glata sem virkar eiginlega sætbeiskur hjá Pamuk. Lesið hann. Þýðingar á verkum hans hljóta að vera á leiðinni. Myndin sem birtist hér með er úr bókinni Istanbul og er eftir einn fremsta ljósmyndara allra tíma sem heitir Ara Güler og hefur verið kallaður auga borgarinnar við Bosporus, sérstaklega hverfisins sem nefnist Beyoglu. Skoðið fleiri myndir eftir hann hér og hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Í sumar sagði ég við vinkonu mína í Istanbul að Ohran Pamuk myndi fá Nóbelsverðlaunin, það kom mér heldur ekki á óvart að það skyldi gerast svo fljótt - strax síðasta haust. Kannski er Pamuk merkilegasti rithöfundur í heimi um þessar mundir, ekki bara vegna þess að hann sé svona góður, heldur líka vegna þess að hann situr þvert á aðalátakalínu heimsins, milli austurs og vesturs. Viðfangsefni hans eru stór og skipta máli. Tyrkland togast á milli hins vestræna heims með neyslu sinni og velmegun og austursins með trúarhita sínum og dulhyggju. Hin opinbera heimspeki er veraldarhyggja sem er varinn af slíkri hörku að bannað er að fjalla um sögu landsins nema á ákveðinn hátt; það má ekki móðga Ataturk, föður þjóðarinnar, ekki segja frá fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum sem tilurð þjóðarinnar byggir að vissu leyti á. Samt er íslam alls staðar, í körlunum sem lauga sig við moskurnar, konunum með höfuðklútana, úti um sveitir þessa stóra ríkis. Evrópusambandið getur samt ekki hummað Tyrkland fram af sér - staða þess í heiminum er alltof stórt mál. Ég ætla að nefna tvær bækur eftir Pamuk. Annars vegar Snjór sem fjallar um hvernig þjóðernishyggja, róttækt íslam, aðdáun en um leið minnimáttarkennd gagnvart vestrinu, minningar um þjóðarmorð, frelsisbaraátta Kúrda, birtast í hópi fólks sem er fast í snjóbyl niðurníddri borg í austur Tyrklandi. Úr þessu og margvíslegum persónulegum harmi vefur Pamuk einkennilegan vef - nánast eins og teppi úr snjó. Svo er það bókin Istanbul, sem fjallar um Borgina eins og hún er einfaldlega kölluð á þessum slóðum, æskuminningar úr borg sem er með höfuðið vestri en sálina í austri, trega eftir glæstri fortíð sem er alls staðar sýnileg í rústum og hálfhrundum byggingum - hnignun sem er bæði döpur og undursamleg. Istanbul hefur verið höfuðborg þriggja heimsvelda sem öll eru horfin í svelg sögunnar. Það er kannski ekki skrítið að skáld þessarar borgar skuli vera heilluð af hnignuninni, óhjákvæmileika þess að glata sem virkar eiginlega sætbeiskur hjá Pamuk. Lesið hann. Þýðingar á verkum hans hljóta að vera á leiðinni. Myndin sem birtist hér með er úr bókinni Istanbul og er eftir einn fremsta ljósmyndara allra tíma sem heitir Ara Güler og hefur verið kallaður auga borgarinnar við Bosporus, sérstaklega hverfisins sem nefnist Beyoglu. Skoðið fleiri myndir eftir hann hér og hér.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun