Vilja banna Sutherland 15. desember 2007 00:01 Kiefer Sutherland Kanadískur þrýstihópur pressar á Ford að segja upp samningum við ökuníðinginn Kiefer Sutherland. Þrýstihópurinn Mothers Against Drunk Driving (MADD) hefur farið fram á að bandaríska stórleikaranum Kiefer Sutherland verði ekki leyft að auglýsa Ford-bifreiðar eftir að hafa fengið fangelsisdóm vegna ölvunaraksturs. Kiefer situr nú af sér 48 daga dóm í fangelsi í Kaliforníu, eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu í Los Angeles, en hann fékk refsidóm eftir að hafa verið stöðvaður ölvaður undir stýri í september. Nú vill MADD stöðva sjónvarpsauglýsingar þar sem Sutherland ljær Ford-bílaverksmiðjunum rödd sína; til þess að hann læri af mistökum sínum.„Ford hefur nú frábært tækifæri til að senda herra Sutherland heiðarleg og kröftug skilaboð,“ segir Andrew Murie, framkvæmdastjóri MADD í Kanada. „Það er ekki hægt að afsaka það þegar menn koma sér í svona aðstæður og síst af öllu þegar þeir hafa vel efni á leigubíl eða að vera með einkabílstjóra.“ Í fréttatilkynningu frá Ford segir: „Á meðan Ford er með samning við Kiefer Sutherland, verður sá samningur virtur. Sutherland situr nú inni fyrir glæp sinn og við gleðjumst yfir því að hann sæki þar fræðslu og meðferð við sínum áfengisvanda.“ - þlg Bílar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent
Kanadískur þrýstihópur pressar á Ford að segja upp samningum við ökuníðinginn Kiefer Sutherland. Þrýstihópurinn Mothers Against Drunk Driving (MADD) hefur farið fram á að bandaríska stórleikaranum Kiefer Sutherland verði ekki leyft að auglýsa Ford-bifreiðar eftir að hafa fengið fangelsisdóm vegna ölvunaraksturs. Kiefer situr nú af sér 48 daga dóm í fangelsi í Kaliforníu, eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu í Los Angeles, en hann fékk refsidóm eftir að hafa verið stöðvaður ölvaður undir stýri í september. Nú vill MADD stöðva sjónvarpsauglýsingar þar sem Sutherland ljær Ford-bílaverksmiðjunum rödd sína; til þess að hann læri af mistökum sínum.„Ford hefur nú frábært tækifæri til að senda herra Sutherland heiðarleg og kröftug skilaboð,“ segir Andrew Murie, framkvæmdastjóri MADD í Kanada. „Það er ekki hægt að afsaka það þegar menn koma sér í svona aðstæður og síst af öllu þegar þeir hafa vel efni á leigubíl eða að vera með einkabílstjóra.“ Í fréttatilkynningu frá Ford segir: „Á meðan Ford er með samning við Kiefer Sutherland, verður sá samningur virtur. Sutherland situr nú inni fyrir glæp sinn og við gleðjumst yfir því að hann sæki þar fræðslu og meðferð við sínum áfengisvanda.“ - þlg
Bílar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent