Sólargeislabrauð með saffrani 11. desember 2007 00:01 Uppskrift að lúsíubrauði 125 g smjör 5 dl af mjólk 2 teskeiðar (50 g) af geri ½ teskeið af salti 1 dl af sykri (má nota annað sætt) 1 g af saffran 2 egg 16 dl af hveiti (má nota spelt) rúsínur til að skreyta egg til að pensla Mjólkin er hituð í potti og smjörið látið bráðna í mjólkinni. Blandan á að vera um 37 gráðu heit. Gerið fer út í blönduna ásamt saffraninu. Sætunni (má vera döðlur, ávaxtamauk, agave-síróp eða banani) er síðan bætt út í blönduna. Eggin eru þeytt sér og bætt út í og þar á eftir hveiti. Deigið er síðan hrært og jafnvel meira hveiti bætt við ef það er of blautt. Stráið hveiti á deigið og leggið yfir hreint viskastykki á meðan það lyftir sér í 30 mínútur og verður tvöfalt. Síðan er deigið hnoðað. Það á að vera ljóst, teygjanlegt og frekar laust í sér. Þá eru brauðin mótuð og sett á smurða ofnplötu. Síðan eiga brauðin að lyfta sér áfram í aðrar 30 mínútur. Þá eru þau pensluð með eggi og skreytt með rúsínum. Brauðið má móta í alls konar form og snúninga. Stundum eru búnir til kransar og fléttur. Brauðið verður fljótt þurrt og því ágætt að frysta það og þíða í ofni þegar á að borða það heitt. Brauð Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Uppskrift að lúsíubrauði 125 g smjör 5 dl af mjólk 2 teskeiðar (50 g) af geri ½ teskeið af salti 1 dl af sykri (má nota annað sætt) 1 g af saffran 2 egg 16 dl af hveiti (má nota spelt) rúsínur til að skreyta egg til að pensla Mjólkin er hituð í potti og smjörið látið bráðna í mjólkinni. Blandan á að vera um 37 gráðu heit. Gerið fer út í blönduna ásamt saffraninu. Sætunni (má vera döðlur, ávaxtamauk, agave-síróp eða banani) er síðan bætt út í blönduna. Eggin eru þeytt sér og bætt út í og þar á eftir hveiti. Deigið er síðan hrært og jafnvel meira hveiti bætt við ef það er of blautt. Stráið hveiti á deigið og leggið yfir hreint viskastykki á meðan það lyftir sér í 30 mínútur og verður tvöfalt. Síðan er deigið hnoðað. Það á að vera ljóst, teygjanlegt og frekar laust í sér. Þá eru brauðin mótuð og sett á smurða ofnplötu. Síðan eiga brauðin að lyfta sér áfram í aðrar 30 mínútur. Þá eru þau pensluð með eggi og skreytt með rúsínum. Brauðið má móta í alls konar form og snúninga. Stundum eru búnir til kransar og fléttur. Brauðið verður fljótt þurrt og því ágætt að frysta það og þíða í ofni þegar á að borða það heitt.
Brauð Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira