Mansal á sér stað í túnfætinum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Erlendri konu hefur verið veitt dvalarleyfi á Íslandi vegna mansals. Þetta kom fram í hádegisviðtali Stöðvar tvö við Guðrúnu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu, fyrr í vikunni. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, hefur staðfest að dæmi sé þess að erlend kona hafi fengið dvalarleyfi á Íslandi vegna vísbendinga um að hún hafi verið seld mansali hingað til lands; að aðstæður konunnar hafi verið það bágbornar að ekki hafi þótt rétt að senda hana úr landi. Það er því ljóst að mansal snertir okkur hér á Íslandi beint. Mansal er ekki eitthvað sem á sér stað annars staðar í heiminum eða á öðrum tímum en þeim sem við lifum nú á. Nú stendur yfir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta er í fjórða sinn sem átakið er haldið hér á landi og segja má að því hafi vaxið fiskur um hrygg og sé meira áberandi ár frá ári enda full ástæða til. Í ár er sérstök áhersla lögð á mansal. Vitneskja um kynbundið ofbeldi hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Þetta merkir þó ekki endilega að kynbundið ofbeldi hafi aukist heldur fremur að meðvitundin og umræðan um það sé orðin meiri. Fyrir ári kynnti ríkisstjórn Íslands metnaðarfulla aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi. Í þeirri áætlun eru reyndar engar aðgerðir til að koma í veg fyrir mansal en nýjustu upplýsingar sýna að ekki dugir lengur að skella skollaeyrum við því að mansal er raunveruleiki. Líka á Íslandi. Talið er að hálf milljón kvenna sé ár hvert flutt frá fátækum löndum til hinna ríkari þar sem þær séu þvingaðar til starfa í kynlífsiðnaði. Þessi ríkari lönd eru nágrannalönd okkar og þau sem við höfum helst viljað bera okkur saman við. Því hefur lengi verið haldið fram af þeim sem til þekkja að Ísland sé þar engin undantekning; að hingað komi konur sem seldar hafa verið mansali. Og nú þýðir ekki lengur að loka augunum fyrir þessu. Það er ólíðandi að konum sé rænt, haldið nauðugum og þær niðurlægðar með margvíslegum hætti eins og gert er með konur sem seldar eru mansali. Auk þess að vera beittar kynferðislegu ofbeldi. Mansal nærir kynlífsiðnað og þar sem kynlífsiðnaður er við lýði er hætta á mansali. Það er því sérstaklega mikilvægt að setja skýran lagaramma um allt sem snýr að starfsemi sem kenna má við kynlífsiðnað. Stefna Reykjavíkurborgar er skýr. Í borginni er litið á súludansstaði sem óæskilega starfsemi. Hins vegar virðist ekki skýrt hvert hlutverk sveitarfélaga er þegar kemur að leyfisveitingum vegna slíkrar starfsemi og hvenær sveitarfélag getur hindrað hana. Slíkt hlutverk þarf að vera skýrt í nauðsynlegum lagaramma um kynlífsiðnaðinn. Í þeim lagaramma þarf jafnframt að tryggja grundvöll fyrir öflugu samstarfi sveitarfélaga við lögreglu og Útlendingastofnun þegar upp kemur grunur um mansal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Erlendri konu hefur verið veitt dvalarleyfi á Íslandi vegna mansals. Þetta kom fram í hádegisviðtali Stöðvar tvö við Guðrúnu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu, fyrr í vikunni. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, hefur staðfest að dæmi sé þess að erlend kona hafi fengið dvalarleyfi á Íslandi vegna vísbendinga um að hún hafi verið seld mansali hingað til lands; að aðstæður konunnar hafi verið það bágbornar að ekki hafi þótt rétt að senda hana úr landi. Það er því ljóst að mansal snertir okkur hér á Íslandi beint. Mansal er ekki eitthvað sem á sér stað annars staðar í heiminum eða á öðrum tímum en þeim sem við lifum nú á. Nú stendur yfir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta er í fjórða sinn sem átakið er haldið hér á landi og segja má að því hafi vaxið fiskur um hrygg og sé meira áberandi ár frá ári enda full ástæða til. Í ár er sérstök áhersla lögð á mansal. Vitneskja um kynbundið ofbeldi hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Þetta merkir þó ekki endilega að kynbundið ofbeldi hafi aukist heldur fremur að meðvitundin og umræðan um það sé orðin meiri. Fyrir ári kynnti ríkisstjórn Íslands metnaðarfulla aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi. Í þeirri áætlun eru reyndar engar aðgerðir til að koma í veg fyrir mansal en nýjustu upplýsingar sýna að ekki dugir lengur að skella skollaeyrum við því að mansal er raunveruleiki. Líka á Íslandi. Talið er að hálf milljón kvenna sé ár hvert flutt frá fátækum löndum til hinna ríkari þar sem þær séu þvingaðar til starfa í kynlífsiðnaði. Þessi ríkari lönd eru nágrannalönd okkar og þau sem við höfum helst viljað bera okkur saman við. Því hefur lengi verið haldið fram af þeim sem til þekkja að Ísland sé þar engin undantekning; að hingað komi konur sem seldar hafa verið mansali. Og nú þýðir ekki lengur að loka augunum fyrir þessu. Það er ólíðandi að konum sé rænt, haldið nauðugum og þær niðurlægðar með margvíslegum hætti eins og gert er með konur sem seldar eru mansali. Auk þess að vera beittar kynferðislegu ofbeldi. Mansal nærir kynlífsiðnað og þar sem kynlífsiðnaður er við lýði er hætta á mansali. Það er því sérstaklega mikilvægt að setja skýran lagaramma um allt sem snýr að starfsemi sem kenna má við kynlífsiðnað. Stefna Reykjavíkurborgar er skýr. Í borginni er litið á súludansstaði sem óæskilega starfsemi. Hins vegar virðist ekki skýrt hvert hlutverk sveitarfélaga er þegar kemur að leyfisveitingum vegna slíkrar starfsemi og hvenær sveitarfélag getur hindrað hana. Slíkt hlutverk þarf að vera skýrt í nauðsynlegum lagaramma um kynlífsiðnaðinn. Í þeim lagaramma þarf jafnframt að tryggja grundvöll fyrir öflugu samstarfi sveitarfélaga við lögreglu og Útlendingastofnun þegar upp kemur grunur um mansal.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun