Átakalaust líf Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar 20. nóvember 2007 00:01 Seint verður sagt um mig að ég forðist átök. Ég er í raun afar ginnkeypt fyrir þeim. Auk þess er ég svo löt að það þarf átak til að koma mér út úr rúminu á morgnana. Ég hjóla til dæmis aðeins í vinnuna þegar það átak er í gangi. Átökin þurfa hvorki að standa í heilan mánuð né viku til að ég taki virkan þátt í þeim, einn dagur nægir. Í morgunsárið á degi íslenskrar tungu hlustaði ég á Lárus Pálsson lesa ljóð eftir Jónas Hallgrímsson en unglingurinn á heimilinu setti geisladisk með ljóðalestri hans í tækið. Þau feðginin lásu síðan upphátt nokkur ljóð eftir Jónas og um kvöldið sótti ég Jónasarmessu eins og kollegi minn í stétt pistlahöfunda kallaði dagskrána í Þjóðleikhúsinu. Það fannst mér góð stund, kórarnir hver öðrum betri, unun að hlusta á góðan upplestur og heiður að fá að þakka herra Sigurbirni Einarssyni biskupi fyrir framlag hans til íslenskrar tungu og menningar.ÁtökÞað er eingöngu sjálfsaginn sem fær mig til að mæta í leikfimitíma klukkan 7.15 tvisvar. Ég veit að þetta gerir mér gott, annars myndi ég sleppa því, liggja í rúminu og gera það sem mér finnst skemmtilegast, drekka kaffi og lesa skáldsögur. Ég geri allt of lítið af því, eins og ég er þó góð í því, hraðlæs með endemum og var mikill lestrarhestur á yngri árum. Ég gerði því smá átak í því á sunnudag. Ég settist inn í stofu upp úr hádegi og náði að lesa tvær góðar skáldsögur áður en ég lagðist til svefns um kvöldið. Ég gat ekki hugsað mér að mæta ólesin í enn einn kvennakrimmaklúbbinn og gat ekki horft á bókastaflann hlaðast upp, ólesinn.Við mæðgur sátum hvor í sínum stólnum, sú átta ára las Eplasnepla og ég Love in the Present, lífsspeki Tense, yndisleg bók. Það tók mig reyndar nokkurn tíma að draga þá stuttu úr tölvuleiknum Sims, hún gat ekki hætt í leiknum því vinur hennar hafði óvart eytt klósettinu og fólkið sem þau höfðu skapað í sameiningu varð að komast á klósettið. „Mamma, ég verð að vinna mér inn peninga til að kaupa nýtt klósett fyrir þau, maðurinn var að pissa á sig og þú skilur að það gengur ekki." Ég minnti hana á að þetta væri bara tölvuleikur og hún gæti hætt hvenær sem væri. Loks slökkti hún á leiknum og hóf lesturinn og hafði orð á því hvað það væri huggulegt hjá okkur. Hún blandaði sér sérstakan drykk til að hafa það enn betra (trópi, sólberjasafi og sódavatn). Sjálf fékk ég mér poppkorn og er þá hæstu hæðum náð í dekrinu hjá mér. Þegar ég grét úr mér augun yfir bókinni huggaði hún mig og minnti mig á að þetta væri bara skáldsaga.Segðu bara neiÁ miðvikudag verður sérstakur dagur tileinkaður forvörnum. Ég heyrði Róbert Wessman ræða aðkomu fyrirtækisins að því í morgunútvarpinu. Mér heyrðist að forsetinn hefði vakið áhuga hans á efninu í Indlandsferð og hann í kjölfarið ákveðið að styrkja það. Útgangspunkturinn er að efla sjálfsmynd unglinga og viljastyrk til að segja nei við vímuefnum, líkt og forsetafrúin bandaríska boðaði um árið og allir hlógu að. „Just Say No" hét það átak og þótti álíka vonlaust og vímuefnalaust Ísland árið 2000. Forsetinn okkar hvetur okkur til að taka þátt, því hvert ár skipti máli.Rannsóknir sýna að það er þrennt sem dugar best í baráttunni við vímuefni. Að foreldrar og börn verji tíma saman. Að unglingar taki þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og að þeir sniðgangi áfengi sem lengst. Ég tók aldrei þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi, flutti að heiman fjórtán ára og varði því litlum tíma með foreldrum mínum en byrjaði ekki að drekka fyrr en sumarið sem ég varð 22 ára. Þá voru flestir vina minna löngu byrjaðir að drekka og ég búin að fara í nokkur partí þar sem vímuefni voru höfð um hönd, en ég lét þau alltaf framhjá mér fara. Ég var - og er - mjög meðvituð um að alkóhólismi er algengur í ættinni og því vil ég ekki taka neina áhættu með þetta eina líf sem ég veit fyrir víst að ég hef.Við ræðum áfengi og vímuefni við dæturnar og höfum alltaf lagt áherslu á að þær eigi að vera búnar að ákveða hvað þær ætla að gera áður en þeim er boðinn fyrsti sopinn, taflan eða hvaða form sem eru á þessu í dag. Þær eiga ekki að gera upp hug sinn þegar þær standa frammi fyrir freistingunni, þær eiga að vera búnar að því áður, þá er mun auðveldara að segja nei.Þegar sú eldri var fjögurra ára og var fyrst spurð hvað hún ætlaði að gera þegar henni yrðu boðin eiturlyf sagðist hún ætla að segja „nei, takk, ég má ekki vera að því". Enn í dag er það útgangspunkturinn, þær mega ekki vera að því að eyða bestu árum ævi sinnar í vitleysu, eyðileggja sambandið við vini og ættingja og svíkja sjálfa sig. Það er svo margt annað og skemmtilegra hægt að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Vigfúsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Seint verður sagt um mig að ég forðist átök. Ég er í raun afar ginnkeypt fyrir þeim. Auk þess er ég svo löt að það þarf átak til að koma mér út úr rúminu á morgnana. Ég hjóla til dæmis aðeins í vinnuna þegar það átak er í gangi. Átökin þurfa hvorki að standa í heilan mánuð né viku til að ég taki virkan þátt í þeim, einn dagur nægir. Í morgunsárið á degi íslenskrar tungu hlustaði ég á Lárus Pálsson lesa ljóð eftir Jónas Hallgrímsson en unglingurinn á heimilinu setti geisladisk með ljóðalestri hans í tækið. Þau feðginin lásu síðan upphátt nokkur ljóð eftir Jónas og um kvöldið sótti ég Jónasarmessu eins og kollegi minn í stétt pistlahöfunda kallaði dagskrána í Þjóðleikhúsinu. Það fannst mér góð stund, kórarnir hver öðrum betri, unun að hlusta á góðan upplestur og heiður að fá að þakka herra Sigurbirni Einarssyni biskupi fyrir framlag hans til íslenskrar tungu og menningar.ÁtökÞað er eingöngu sjálfsaginn sem fær mig til að mæta í leikfimitíma klukkan 7.15 tvisvar. Ég veit að þetta gerir mér gott, annars myndi ég sleppa því, liggja í rúminu og gera það sem mér finnst skemmtilegast, drekka kaffi og lesa skáldsögur. Ég geri allt of lítið af því, eins og ég er þó góð í því, hraðlæs með endemum og var mikill lestrarhestur á yngri árum. Ég gerði því smá átak í því á sunnudag. Ég settist inn í stofu upp úr hádegi og náði að lesa tvær góðar skáldsögur áður en ég lagðist til svefns um kvöldið. Ég gat ekki hugsað mér að mæta ólesin í enn einn kvennakrimmaklúbbinn og gat ekki horft á bókastaflann hlaðast upp, ólesinn.Við mæðgur sátum hvor í sínum stólnum, sú átta ára las Eplasnepla og ég Love in the Present, lífsspeki Tense, yndisleg bók. Það tók mig reyndar nokkurn tíma að draga þá stuttu úr tölvuleiknum Sims, hún gat ekki hætt í leiknum því vinur hennar hafði óvart eytt klósettinu og fólkið sem þau höfðu skapað í sameiningu varð að komast á klósettið. „Mamma, ég verð að vinna mér inn peninga til að kaupa nýtt klósett fyrir þau, maðurinn var að pissa á sig og þú skilur að það gengur ekki." Ég minnti hana á að þetta væri bara tölvuleikur og hún gæti hætt hvenær sem væri. Loks slökkti hún á leiknum og hóf lesturinn og hafði orð á því hvað það væri huggulegt hjá okkur. Hún blandaði sér sérstakan drykk til að hafa það enn betra (trópi, sólberjasafi og sódavatn). Sjálf fékk ég mér poppkorn og er þá hæstu hæðum náð í dekrinu hjá mér. Þegar ég grét úr mér augun yfir bókinni huggaði hún mig og minnti mig á að þetta væri bara skáldsaga.Segðu bara neiÁ miðvikudag verður sérstakur dagur tileinkaður forvörnum. Ég heyrði Róbert Wessman ræða aðkomu fyrirtækisins að því í morgunútvarpinu. Mér heyrðist að forsetinn hefði vakið áhuga hans á efninu í Indlandsferð og hann í kjölfarið ákveðið að styrkja það. Útgangspunkturinn er að efla sjálfsmynd unglinga og viljastyrk til að segja nei við vímuefnum, líkt og forsetafrúin bandaríska boðaði um árið og allir hlógu að. „Just Say No" hét það átak og þótti álíka vonlaust og vímuefnalaust Ísland árið 2000. Forsetinn okkar hvetur okkur til að taka þátt, því hvert ár skipti máli.Rannsóknir sýna að það er þrennt sem dugar best í baráttunni við vímuefni. Að foreldrar og börn verji tíma saman. Að unglingar taki þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og að þeir sniðgangi áfengi sem lengst. Ég tók aldrei þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi, flutti að heiman fjórtán ára og varði því litlum tíma með foreldrum mínum en byrjaði ekki að drekka fyrr en sumarið sem ég varð 22 ára. Þá voru flestir vina minna löngu byrjaðir að drekka og ég búin að fara í nokkur partí þar sem vímuefni voru höfð um hönd, en ég lét þau alltaf framhjá mér fara. Ég var - og er - mjög meðvituð um að alkóhólismi er algengur í ættinni og því vil ég ekki taka neina áhættu með þetta eina líf sem ég veit fyrir víst að ég hef.Við ræðum áfengi og vímuefni við dæturnar og höfum alltaf lagt áherslu á að þær eigi að vera búnar að ákveða hvað þær ætla að gera áður en þeim er boðinn fyrsti sopinn, taflan eða hvaða form sem eru á þessu í dag. Þær eiga ekki að gera upp hug sinn þegar þær standa frammi fyrir freistingunni, þær eiga að vera búnar að því áður, þá er mun auðveldara að segja nei.Þegar sú eldri var fjögurra ára og var fyrst spurð hvað hún ætlaði að gera þegar henni yrðu boðin eiturlyf sagðist hún ætla að segja „nei, takk, ég má ekki vera að því". Enn í dag er það útgangspunkturinn, þær mega ekki vera að því að eyða bestu árum ævi sinnar í vitleysu, eyðileggja sambandið við vini og ættingja og svíkja sjálfa sig. Það er svo margt annað og skemmtilegra hægt að gera.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun