Frakkar, frelsið og áfengið Þráinn Bertelsson skrifar 5. nóvember 2007 00:01 Hugmyndir manna um „frelsi" eru ákaflega mismunandi. Íslensk orðabók handa skólum og almenningi segir að frelsi sé "sjálfstæði, frjálsræði" sem bendir til þess að Íslendingar haldi að frelsi sé sjálfsagður hlutur sem hvorki þurfi að skilja né skilgreina. Orðabók Cambridge-háskóla kafar aðeins dýpra og segir að frelsi sé „réttur til að geta eða mega segja, hugsa o.s.frv. hvað sem þú vilt, án eftirlits eða takmarkana". AÐEINS Á ÍSLANDI virðast menn hafa áhuga á að draga umræðu um frelsi niður á það plan að nefna „frelsi" í sömu andrá og rætt er um hvort það samræmist þjóðarhagsmunum að veita matvörukaupmönnum heimild til að versla með áfengi. FRAKKAR vita eitt og annað um frelsi enda var frelsi okkar hinna skírt í því blóði sem úthellt var í Frönsku stjórnarbyltingunni - sem snerist að vísu ekki um að afnema ríkiseinkasölu á áfengi - en það er önnur saga. Frakkar vita manna best að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta og þar að auki vita þeir að áfengi í hófi getur verið hjartastyrkjandi í læknisfræðilegum skilningi, samanber að í vínræktarhéruðunum Búrgúnd og Bordeaux er tíðni hjartasjúkdóma minni en víða annars staðar. ÞESSI HEILSUBÓT Búrgunda og Bordeaux-manna er samt dýru verði keypt segir Pierre Knopp sem er prófessor í hagfræði við Sorbonne-háskóla, því að kostnaður þjóðfélagsins vegna áfengisneyslu nemur einu og hálfu prósenti af vergri þjóðarframleiðslu. Til samanburðar kostar sá frægi heilsuskaðvaldur tóbakið um eitt komma eitt prósent af sömu upphæð og áætlaður kostnaður vegna harðrar eiturlyfjaneyslu nemur aðeins broti úr prósenti. NÚ skyldi maður ætla að jafnvel römmustu frjálshyggjupostular hefðu dregið þá ályktun af þessum útreikningum prófessors Knopps að skynsamlegt væri fyrir þjóðarhag að draga úr áfengisneyslu. Sú var þó ekki raunin. Ályktunin sem þeir drógu var sú að það kynni að vera heillaráð að lögleyfa eiturlyf úr því að heilsufarstjón af þeirra völdum í krónum talið væri svona lítið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun
Hugmyndir manna um „frelsi" eru ákaflega mismunandi. Íslensk orðabók handa skólum og almenningi segir að frelsi sé "sjálfstæði, frjálsræði" sem bendir til þess að Íslendingar haldi að frelsi sé sjálfsagður hlutur sem hvorki þurfi að skilja né skilgreina. Orðabók Cambridge-háskóla kafar aðeins dýpra og segir að frelsi sé „réttur til að geta eða mega segja, hugsa o.s.frv. hvað sem þú vilt, án eftirlits eða takmarkana". AÐEINS Á ÍSLANDI virðast menn hafa áhuga á að draga umræðu um frelsi niður á það plan að nefna „frelsi" í sömu andrá og rætt er um hvort það samræmist þjóðarhagsmunum að veita matvörukaupmönnum heimild til að versla með áfengi. FRAKKAR vita eitt og annað um frelsi enda var frelsi okkar hinna skírt í því blóði sem úthellt var í Frönsku stjórnarbyltingunni - sem snerist að vísu ekki um að afnema ríkiseinkasölu á áfengi - en það er önnur saga. Frakkar vita manna best að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta og þar að auki vita þeir að áfengi í hófi getur verið hjartastyrkjandi í læknisfræðilegum skilningi, samanber að í vínræktarhéruðunum Búrgúnd og Bordeaux er tíðni hjartasjúkdóma minni en víða annars staðar. ÞESSI HEILSUBÓT Búrgunda og Bordeaux-manna er samt dýru verði keypt segir Pierre Knopp sem er prófessor í hagfræði við Sorbonne-háskóla, því að kostnaður þjóðfélagsins vegna áfengisneyslu nemur einu og hálfu prósenti af vergri þjóðarframleiðslu. Til samanburðar kostar sá frægi heilsuskaðvaldur tóbakið um eitt komma eitt prósent af sömu upphæð og áætlaður kostnaður vegna harðrar eiturlyfjaneyslu nemur aðeins broti úr prósenti. NÚ skyldi maður ætla að jafnvel römmustu frjálshyggjupostular hefðu dregið þá ályktun af þessum útreikningum prófessors Knopps að skynsamlegt væri fyrir þjóðarhag að draga úr áfengisneyslu. Sú var þó ekki raunin. Ályktunin sem þeir drógu var sú að það kynni að vera heillaráð að lögleyfa eiturlyf úr því að heilsufarstjón af þeirra völdum í krónum talið væri svona lítið.