Heimild um okkur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. október 2007 00:01 Um daginn las ég minningar Eufemiu Waage „Lifað og leikið" sem Hersteinn Pálsson skráði. Eufemia var hluti af einni helstu leiklistarfjölskyldu Íslendinga og bókin er ómetanleg heimild um fyrstu ár leiklistar í landinu, bæjarbrag í gömlu Reykjavík og líf fólks af betra standi. „... og framferðið eftir því“Hún er líka heimild um hugsunarhátt. Á blaðsíðu 25 stendur um kaupmann í Þingholtsstræti „... maður þessi hét John Armitage og var reglulegur gamaldags Gyðingur. Var hann með hárið vafið í krullu, síðskeggjaður, með Gyðingakollu á höfði og í Gyðingakufli. Hefi ég aldrei, fyrr né síðar, séð Gyðing með krullu. Ég skal ábyrgjast, að hann hefur komið beint úr Ghetto (Gyðingahverfi stórborganna) og var allt framferðið eftir því. Þau áttu ein fjögur börn og voru þau verst uppalda hyski, sem ég hefi nokkru sinni komizt í kynni við. Fór þar saman ljótt orðbragð og dónaskapur í allri annarri framkomu. Sóðaskapurinn keyrði alveg úr hófi hjá fólki þessu. Eitthvað heyrði ég því fleygt, að því hefði verið vísað úr landi héðan, en engar sönnur veit ég á því."Nú á dögum myndu flestir kinoka sér við því að tengja eitthvert „framferði" fólks svo beint við uppruna þess. Við sjáum á þessari klausu að hvað sem líður fágun Eufemiu og góðu uppeldi þá er hún sýnilega haldin Gyðingahatri því hún þekkir ekki heiminn - hún hefur aldrei séð „Gyðing með krullu". Hún er heimaalið barn. Einar heitinn Heimisson sagnfræðingur neyddi um síðir Íslendinga til að horfast í augu við smánarlega framkomu yfirvalda og margra iðnaðarmanna við nokkra Gyðinga sem hingað flúðu undan ofsóknum nasista. Hann leiddi skilmerkilega í ljós að þessi hugsunarháttur átti sér djúpar rætur í þjóðlífinu.Nú á dögum beinist þetta hugarfar einkum að múslimum sem eru þá allir dæmdir eftir nokkrum glæpamönnum sem réttlæta óhæfuverk sín með versum úr Kóraninum. Ekki myndi þó hvarfla að nokkrum manni að áfellast þann góða mann og katólikka Gunnar Eyjólfsson fyrir hryðjuverk katólikka í IRA í Englandi sem eins og Doris Lessing benti réttilega á um daginn voru mun skelfilegri en árásirnar 11. september. Og nú þykir allt í einu gömul og mölkúluleg barnabók þar sem gys er gert að „negrum" einhver konungsgersemi. Samt er Tíu litlir negrastrákar ekki annað en birtingarmynd á sama hugarástandi og sjá mátti hjá Eufemiu Waage: bókin vitnar sterklega um það mat höfunda að hörundsdökkir drengir séu vitleysingar. Í sjálfu sér er það ekki orðið „negri" sem er óþægilegt við bókina - við sem komin erum á miðjan aldur ólumst upp við þetta latneska orð sem þýðir svartur eða dökkur og sjálfur Martin Luther King notaði „negro" í sínum stórræðum.Nei - eitthvað annað. Ég vona að ég sé ekki að hreykja mér en þegar ég var lítill fannst mér þetta alls ekki skemmtileg bók - ég kenndi í brjósti um negrastrákana og skildi ekki hvað var svona skemmtilegt við hörmuleg afdrif þeirra. Og ég skil það ekki enn: í bókinni eru ekki bara bjánalegar staðalmyndir heldur líka einhver gegnumgangandi meinfýsni í garð drengja sem brúnir eru á hörund.Fólk sem brúnt er á hörundÁhangendur bókarinnar hafa upphafið kunnuglegan söng um „pólítískan rétttrúnað" - „pólitíska rétthugsun" - eða gott ef ekki „pólitíska réttsýni" eins og mig minnir að eitthvert gáfnaljósið hafi nefnt það um árið: hvers kyns gagnrýni á óboðlegar hugmyndir og framkomu við annað fólk er afgreidd með þessari rangþýðingu á ameríska hugtakinu „political correctness" sem þýðir eiginlega „pólitísk stífni" eða eintrjáningsháttur.Ég hef aldrei skilið þá visku að telja „rétt" vera rangt; og hvers vegna fólki finnst svo brýnt að meiða aðra með orðum. Svona talar fólk sem veit innst inni að það heldur fram röngum málstað.Svo er alltaf spurt hvers vegna „ekki megi styggja minnihlutahópa". Þá gleymist að allt okkar orðbragð er heimild um okkur sjálf en ekki skotspóninn. Og fólk sem brúnt er á hörund er ekki „hópur". Fólk sem brúnt er á hörund er skemmtilegt, gáfað, klaufskt, indælt, ríkt, öfundsjúkt, kulvíst, heitfengt, heimskt, hófsamt, bæklað, andríkt, feimið, meinfýsið, fallegt, hógvært, innskeift, handlagið, fátækt, kjarkað, ósynt, fluglæst, lagvisst, duglegt, glaðvært, latt, glatt, fyndið, hagmælt, hávært, ljúft, hljóðlátt, trúað, glatað, kverkmælt, sanngjarnt, göldrótt, önugt, kærleiksfullt, kynlaust, lítið, stórt, ljóst, dökkt, útlenskt, íslenskt, hér og þar, þau og - við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Um daginn las ég minningar Eufemiu Waage „Lifað og leikið" sem Hersteinn Pálsson skráði. Eufemia var hluti af einni helstu leiklistarfjölskyldu Íslendinga og bókin er ómetanleg heimild um fyrstu ár leiklistar í landinu, bæjarbrag í gömlu Reykjavík og líf fólks af betra standi. „... og framferðið eftir því“Hún er líka heimild um hugsunarhátt. Á blaðsíðu 25 stendur um kaupmann í Þingholtsstræti „... maður þessi hét John Armitage og var reglulegur gamaldags Gyðingur. Var hann með hárið vafið í krullu, síðskeggjaður, með Gyðingakollu á höfði og í Gyðingakufli. Hefi ég aldrei, fyrr né síðar, séð Gyðing með krullu. Ég skal ábyrgjast, að hann hefur komið beint úr Ghetto (Gyðingahverfi stórborganna) og var allt framferðið eftir því. Þau áttu ein fjögur börn og voru þau verst uppalda hyski, sem ég hefi nokkru sinni komizt í kynni við. Fór þar saman ljótt orðbragð og dónaskapur í allri annarri framkomu. Sóðaskapurinn keyrði alveg úr hófi hjá fólki þessu. Eitthvað heyrði ég því fleygt, að því hefði verið vísað úr landi héðan, en engar sönnur veit ég á því."Nú á dögum myndu flestir kinoka sér við því að tengja eitthvert „framferði" fólks svo beint við uppruna þess. Við sjáum á þessari klausu að hvað sem líður fágun Eufemiu og góðu uppeldi þá er hún sýnilega haldin Gyðingahatri því hún þekkir ekki heiminn - hún hefur aldrei séð „Gyðing með krullu". Hún er heimaalið barn. Einar heitinn Heimisson sagnfræðingur neyddi um síðir Íslendinga til að horfast í augu við smánarlega framkomu yfirvalda og margra iðnaðarmanna við nokkra Gyðinga sem hingað flúðu undan ofsóknum nasista. Hann leiddi skilmerkilega í ljós að þessi hugsunarháttur átti sér djúpar rætur í þjóðlífinu.Nú á dögum beinist þetta hugarfar einkum að múslimum sem eru þá allir dæmdir eftir nokkrum glæpamönnum sem réttlæta óhæfuverk sín með versum úr Kóraninum. Ekki myndi þó hvarfla að nokkrum manni að áfellast þann góða mann og katólikka Gunnar Eyjólfsson fyrir hryðjuverk katólikka í IRA í Englandi sem eins og Doris Lessing benti réttilega á um daginn voru mun skelfilegri en árásirnar 11. september. Og nú þykir allt í einu gömul og mölkúluleg barnabók þar sem gys er gert að „negrum" einhver konungsgersemi. Samt er Tíu litlir negrastrákar ekki annað en birtingarmynd á sama hugarástandi og sjá mátti hjá Eufemiu Waage: bókin vitnar sterklega um það mat höfunda að hörundsdökkir drengir séu vitleysingar. Í sjálfu sér er það ekki orðið „negri" sem er óþægilegt við bókina - við sem komin erum á miðjan aldur ólumst upp við þetta latneska orð sem þýðir svartur eða dökkur og sjálfur Martin Luther King notaði „negro" í sínum stórræðum.Nei - eitthvað annað. Ég vona að ég sé ekki að hreykja mér en þegar ég var lítill fannst mér þetta alls ekki skemmtileg bók - ég kenndi í brjósti um negrastrákana og skildi ekki hvað var svona skemmtilegt við hörmuleg afdrif þeirra. Og ég skil það ekki enn: í bókinni eru ekki bara bjánalegar staðalmyndir heldur líka einhver gegnumgangandi meinfýsni í garð drengja sem brúnir eru á hörund.Fólk sem brúnt er á hörundÁhangendur bókarinnar hafa upphafið kunnuglegan söng um „pólítískan rétttrúnað" - „pólitíska rétthugsun" - eða gott ef ekki „pólitíska réttsýni" eins og mig minnir að eitthvert gáfnaljósið hafi nefnt það um árið: hvers kyns gagnrýni á óboðlegar hugmyndir og framkomu við annað fólk er afgreidd með þessari rangþýðingu á ameríska hugtakinu „political correctness" sem þýðir eiginlega „pólitísk stífni" eða eintrjáningsháttur.Ég hef aldrei skilið þá visku að telja „rétt" vera rangt; og hvers vegna fólki finnst svo brýnt að meiða aðra með orðum. Svona talar fólk sem veit innst inni að það heldur fram röngum málstað.Svo er alltaf spurt hvers vegna „ekki megi styggja minnihlutahópa". Þá gleymist að allt okkar orðbragð er heimild um okkur sjálf en ekki skotspóninn. Og fólk sem brúnt er á hörund er ekki „hópur". Fólk sem brúnt er á hörund er skemmtilegt, gáfað, klaufskt, indælt, ríkt, öfundsjúkt, kulvíst, heitfengt, heimskt, hófsamt, bæklað, andríkt, feimið, meinfýsið, fallegt, hógvært, innskeift, handlagið, fátækt, kjarkað, ósynt, fluglæst, lagvisst, duglegt, glaðvært, latt, glatt, fyndið, hagmælt, hávært, ljúft, hljóðlátt, trúað, glatað, kverkmælt, sanngjarnt, göldrótt, önugt, kærleiksfullt, kynlaust, lítið, stórt, ljóst, dökkt, útlenskt, íslenskt, hér og þar, þau og - við.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun