Framtíð og fortíð Einar Már Jónsson skrifar 3. október 2007 00:01 Um þessar mundir eru kvikmyndahús í París að sýna Sicko eftir Michael Moore. Eins og þeir kannast við sem hafa séð þessa umtöluðu kvikmynd er hún breiðsíða gegn heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum, ef kerfi skyldi kallast; hefst hún á atriði þar sem maður með nál og tvinna er að sauma saman sár á eigin skrokki, því hann hefur ekki efni á að leita til slysavarðstofu, og er þetta athyglisvert dæmi um það hvernig menn geta losnað úr fjárhagskröggum með því að stunda hannyrðir. Framhaldið er í sama stíl, og í lokin gerir sá holdugi Michael Moore myndrænan samanburð á ástandinu í heimalandi sínu og heilbrigðismálum í Kanada, Englandi og Frakklandi, þjóðum þessara landa mjög í hag. Óblíðar viðtökurÞetta ætti að hljóma sem ljúfur söngur í eyrum manna hér fyrir sunnan Ermarsund, því nóg hefur Frökkum gramist undanfarin ár hvernig Bandaríkjamenn hafa haft horn í síðu þeirra. Samt er það ekki svo, þvert á mót hafa franskir gagnrýnendur leikið kvikmynd Michaels Moore allgrátt. Einn þeirra sagði m.a. að lýsingarnar á þessum þremur "fyrirmyndarkerfum", sem væru í Kanada, Englandi og Frakklandi væru svo ýktar og afkáralegar að það benti til undirbúningsleysis eða jafnvel óheiðarleika, Michael Moore raðaði upp mistúlkunum og rangfærslum svo mjög að alvarlegur efi færi að sækja að manni varðandi verkið í heild.Annar líkti þessum lýsingum við "röð af hugljúfum póstkortum" sem höfundur myndarinnar sendi löndum sínum, og taldi upp í háði ýmislegt sem honum fannst missagt; hann bætti því svo við að hann styngi alveg undir stól því sem miður færi í Frakklandi. Einnig var sagt að Michael Moore hefði dregið upp óánægða menn á "netinu" og hrúgað upp vitnisburði þeirra "án þess að gefa hinum ákærðu nokkru sinni orðið".Hætt er við því að sá sem horfi á kvikmyndina opnum augum sjái hana ekki þó á þennan sama hátt. Hún er uppfull af háði og ögrunum sem beint er gegn Bandaríkjamönnum, og hljóta gagnrýnendurnir frönsku að vera sérlega alvörugefnir úr því að það fór alveg framhjá þeim. Það er í þeim anda sem höfundur dregur fram meginkosti franska heilbrigðiskerfisins: þannig getur hann komið við kaunin á löndum sínum svo um munar. Í umfjöllun hans voru einstaka villur og ónákvæmni og vafalaust var stundum alhæft út frá einstökum dæmum, en í heild var samanburðurinn réttur og ætti ekki að koma neinum Evrópumanni hið minnsta á óvart. Það sem sagt er um heilbrigðismál í Bandaríkjunum ætti heldur ekki að koma á óvart, því flest af því vissu menn þegar, þótt það sé óneitanlega talsvert sláandi að heyra vitnisburð þeirra sem eiga um sárt að binda.Efasemdir um stefnunaÍ viðtali við blaðið Le Monde gerði Michael Moore ágæta grein fyrir efnistökum sínum. Hann sagði fyrst, að þar sem hann væri Bandaríkjamaður að fjalla um bandarískt vandamál fyrir landa sína væri það ekki hlutverk sitt að gagnrýna það sem miður væri í franska kerfinu. En svo bætti hann við nokkru sem er ekki í myndinni en er þó grundvallaratriði: þegar bandarísk stéttarfélög börðust fyrir sjúkratryggingum var það einungis fyrir félaga þeirra sjálfra, en þegar frönsk stéttarfélög háðu sömu baráttu á sama tíma börðust þau fyrir almennum tryggingum - fyrir alla þjóðina. Hvers vegna vilja franskir gagnrýnendur þá taka Michael Moore svona harkalega til bæna?Það er að vísu gamalgróinn siður þeirra að hefja kvikmyndahöfunda (og aðra líka) til skýjanna um stund en vísa þeim svo skyndilega út í ystu myrkur. Þetta kom fyrir báða þá risa sem hurfu af sjónarsviðinu í sumar, Ingmar Bergman og Antonioni. Þó held ég að annað og meira sé á bak við þetta skyndilega fúllyndi. Hvað sem öðru líður er bandaríska heilbrigðiskerfið ákaflega rökrétt: það fylgir þeim rökum frjálshyggjunnar að fyrir hámarksgróðanum skuli allt annað víkja, fyrir hann sé sjálfsagt að fórna mannslífum. Á þeim tíma sem Michael Moore kvikmyndar í Frakklandi og sýnir afraksturinn er stefnan þar sú að hverfa frá rökum velferðarþjóðfélagsins og halda beint inn í frjálshyggjuna. Áróðurinn fyrir því fer nú fjöllunum hærra, og þá passar ekki alveg í kramið að sýna svona í einu fortíðina og það gósenland frjálshyggjunnar sem er kannske framtíðin. Það kynni að kynda undir efasemdir um stefnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun
Um þessar mundir eru kvikmyndahús í París að sýna Sicko eftir Michael Moore. Eins og þeir kannast við sem hafa séð þessa umtöluðu kvikmynd er hún breiðsíða gegn heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum, ef kerfi skyldi kallast; hefst hún á atriði þar sem maður með nál og tvinna er að sauma saman sár á eigin skrokki, því hann hefur ekki efni á að leita til slysavarðstofu, og er þetta athyglisvert dæmi um það hvernig menn geta losnað úr fjárhagskröggum með því að stunda hannyrðir. Framhaldið er í sama stíl, og í lokin gerir sá holdugi Michael Moore myndrænan samanburð á ástandinu í heimalandi sínu og heilbrigðismálum í Kanada, Englandi og Frakklandi, þjóðum þessara landa mjög í hag. Óblíðar viðtökurÞetta ætti að hljóma sem ljúfur söngur í eyrum manna hér fyrir sunnan Ermarsund, því nóg hefur Frökkum gramist undanfarin ár hvernig Bandaríkjamenn hafa haft horn í síðu þeirra. Samt er það ekki svo, þvert á mót hafa franskir gagnrýnendur leikið kvikmynd Michaels Moore allgrátt. Einn þeirra sagði m.a. að lýsingarnar á þessum þremur "fyrirmyndarkerfum", sem væru í Kanada, Englandi og Frakklandi væru svo ýktar og afkáralegar að það benti til undirbúningsleysis eða jafnvel óheiðarleika, Michael Moore raðaði upp mistúlkunum og rangfærslum svo mjög að alvarlegur efi færi að sækja að manni varðandi verkið í heild.Annar líkti þessum lýsingum við "röð af hugljúfum póstkortum" sem höfundur myndarinnar sendi löndum sínum, og taldi upp í háði ýmislegt sem honum fannst missagt; hann bætti því svo við að hann styngi alveg undir stól því sem miður færi í Frakklandi. Einnig var sagt að Michael Moore hefði dregið upp óánægða menn á "netinu" og hrúgað upp vitnisburði þeirra "án þess að gefa hinum ákærðu nokkru sinni orðið".Hætt er við því að sá sem horfi á kvikmyndina opnum augum sjái hana ekki þó á þennan sama hátt. Hún er uppfull af háði og ögrunum sem beint er gegn Bandaríkjamönnum, og hljóta gagnrýnendurnir frönsku að vera sérlega alvörugefnir úr því að það fór alveg framhjá þeim. Það er í þeim anda sem höfundur dregur fram meginkosti franska heilbrigðiskerfisins: þannig getur hann komið við kaunin á löndum sínum svo um munar. Í umfjöllun hans voru einstaka villur og ónákvæmni og vafalaust var stundum alhæft út frá einstökum dæmum, en í heild var samanburðurinn réttur og ætti ekki að koma neinum Evrópumanni hið minnsta á óvart. Það sem sagt er um heilbrigðismál í Bandaríkjunum ætti heldur ekki að koma á óvart, því flest af því vissu menn þegar, þótt það sé óneitanlega talsvert sláandi að heyra vitnisburð þeirra sem eiga um sárt að binda.Efasemdir um stefnunaÍ viðtali við blaðið Le Monde gerði Michael Moore ágæta grein fyrir efnistökum sínum. Hann sagði fyrst, að þar sem hann væri Bandaríkjamaður að fjalla um bandarískt vandamál fyrir landa sína væri það ekki hlutverk sitt að gagnrýna það sem miður væri í franska kerfinu. En svo bætti hann við nokkru sem er ekki í myndinni en er þó grundvallaratriði: þegar bandarísk stéttarfélög börðust fyrir sjúkratryggingum var það einungis fyrir félaga þeirra sjálfra, en þegar frönsk stéttarfélög háðu sömu baráttu á sama tíma börðust þau fyrir almennum tryggingum - fyrir alla þjóðina. Hvers vegna vilja franskir gagnrýnendur þá taka Michael Moore svona harkalega til bæna?Það er að vísu gamalgróinn siður þeirra að hefja kvikmyndahöfunda (og aðra líka) til skýjanna um stund en vísa þeim svo skyndilega út í ystu myrkur. Þetta kom fyrir báða þá risa sem hurfu af sjónarsviðinu í sumar, Ingmar Bergman og Antonioni. Þó held ég að annað og meira sé á bak við þetta skyndilega fúllyndi. Hvað sem öðru líður er bandaríska heilbrigðiskerfið ákaflega rökrétt: það fylgir þeim rökum frjálshyggjunnar að fyrir hámarksgróðanum skuli allt annað víkja, fyrir hann sé sjálfsagt að fórna mannslífum. Á þeim tíma sem Michael Moore kvikmyndar í Frakklandi og sýnir afraksturinn er stefnan þar sú að hverfa frá rökum velferðarþjóðfélagsins og halda beint inn í frjálshyggjuna. Áróðurinn fyrir því fer nú fjöllunum hærra, og þá passar ekki alveg í kramið að sýna svona í einu fortíðina og það gósenland frjálshyggjunnar sem er kannske framtíðin. Það kynni að kynda undir efasemdir um stefnuna.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun