Í tilefni af kvikmyndahátíð Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 27. september 2007 00:01 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag. Hátt í hundrað kvikmyndir verða á dagskrá næstu daga, þúsundir manna fara í bíó til að sjá efni sem annars sést ekki hér á landi. Í gær voru síðustu sýningar á Nordisk Panorama í Oulo í Finnlandi. Þar var valið úr hátt í sex hundruð nýjum myndum á dagskrána frá Norðurlöndunum og löndunum við Eystrasalt. Hátíðin er árleg og ein margra, en hefur þá sérstöðu að sýna norrænt efni. Fimm íslensk verk voru á dagskránni, eitt komst á verðlaunapall. Engin íslensk sjónvarpsstöð var þar, ekki heldur íslenskir kvikmyndahúsaeigendur. Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn er vanþróaður. Vandamál hans er ekki aðeins smæð markaðarins, heldur takmarkanir, hömlur sem inn í hann eru byggðar. Kvikmyndahús sinna mest dreifingu fyrir bandaríska aðila, eru raunar upp á þá komin og sælgætissölu til að ná endum saman. Dæmin þekkjast varla að kvikmyndahúsaeigendur hafi lagt fé í framleiðslu mynda af nokkru tagi. Skólamarkaðurinn er ekki til, og hafa stjórnvöld sýnt vítavert kæruleysi í vanrækslu á myndefni, íslensku og erlendu, fyrir skólakerfið. Myndin sem tæki til kennslu ekki notuð að gagni hér á landi. Sjónvarpsstöð geta menn sett á stofn hér á landi án nokkurra skyldna við kvikmyndaiðnaðinn. Og í fákeppninni sem ríkir hér er íslenskt myndefni á frjálsum markaði keypt af ríki og einkaaðilum fyrir smánarhlut af kostnaði framleiðslunnar. Menntamálaráðherra ber ábyrgð á þessu ástandi. Lög um ríkisútvarp og fjölmiðlalögin sem tóku til sjónvarpsrekstur snerust að minnstu leyti um kröfur til fyrirtækjanna um efnishlut íslenskra framleiðenda. Það sem mestu máli skipti fyrir kvikmyndaiðnaðinn í landinu kom ekki til umræðu. Vitaskuld á að leggja sjónvarpsstöðvum sem starfa á landsvísu þá ábyrgð á herðar að hluti dagskrár sé íslenskur, keyptur á markaði og þeim efnishlut sé ætlaður tiltekinn hlutur af aflafé. Eins á að gera svo vel í samningi við ríksfjölmiðla sem starfa í almannaþágu að þeir þurfi ekki að vera eins og gærur á götuhorni til að ná sér í auglýsingatekjur og styrkjafé. Slíkar stöðvar hafi afl til að sinna hlutverki sínu, sem þær gera ekki í dag af þeim þrótti sem sómi væri að. Þó einkennilegt sé hefur Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur einkaframtaksins, aldrei haft verulegan áhuga á að efla hag smærri fyrirtækja í kvikmyndaiðnaði, líkast til sökum þess að toppurinn í flokknum hefur löngum átt sína uppáhaldsmenn í leiknum bíómyndum. Rétt eins og flokkurinn hefur í gegnum tíðina tryggt sínum mönnum stóla sjónvarps og útvarps. Það er vonlítið að nokkrar þær breytingar verði í skipulagi myndmiðla hér á landi þannig að kvikmyndaiðnaður í landinu komist með hjálp tilstyrks almennings á hnén nema forræði þeirra mála fari úr höndum sjálfstæðismanna. Það er því sárabót að einkafyrirtæki skuli veittur styrkur til að bæta fyrir það sem vantar í flóru kvikmyndamenningar hér á landi frá ráðuneytinu, fyrst þar hafa menn ekki afl, vit og þor til að koma fótum undir innlendan kvikmyndaiðnað og skapi honum glugga í sjónvarpsstöðvum, skólum og víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag. Hátt í hundrað kvikmyndir verða á dagskrá næstu daga, þúsundir manna fara í bíó til að sjá efni sem annars sést ekki hér á landi. Í gær voru síðustu sýningar á Nordisk Panorama í Oulo í Finnlandi. Þar var valið úr hátt í sex hundruð nýjum myndum á dagskrána frá Norðurlöndunum og löndunum við Eystrasalt. Hátíðin er árleg og ein margra, en hefur þá sérstöðu að sýna norrænt efni. Fimm íslensk verk voru á dagskránni, eitt komst á verðlaunapall. Engin íslensk sjónvarpsstöð var þar, ekki heldur íslenskir kvikmyndahúsaeigendur. Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn er vanþróaður. Vandamál hans er ekki aðeins smæð markaðarins, heldur takmarkanir, hömlur sem inn í hann eru byggðar. Kvikmyndahús sinna mest dreifingu fyrir bandaríska aðila, eru raunar upp á þá komin og sælgætissölu til að ná endum saman. Dæmin þekkjast varla að kvikmyndahúsaeigendur hafi lagt fé í framleiðslu mynda af nokkru tagi. Skólamarkaðurinn er ekki til, og hafa stjórnvöld sýnt vítavert kæruleysi í vanrækslu á myndefni, íslensku og erlendu, fyrir skólakerfið. Myndin sem tæki til kennslu ekki notuð að gagni hér á landi. Sjónvarpsstöð geta menn sett á stofn hér á landi án nokkurra skyldna við kvikmyndaiðnaðinn. Og í fákeppninni sem ríkir hér er íslenskt myndefni á frjálsum markaði keypt af ríki og einkaaðilum fyrir smánarhlut af kostnaði framleiðslunnar. Menntamálaráðherra ber ábyrgð á þessu ástandi. Lög um ríkisútvarp og fjölmiðlalögin sem tóku til sjónvarpsrekstur snerust að minnstu leyti um kröfur til fyrirtækjanna um efnishlut íslenskra framleiðenda. Það sem mestu máli skipti fyrir kvikmyndaiðnaðinn í landinu kom ekki til umræðu. Vitaskuld á að leggja sjónvarpsstöðvum sem starfa á landsvísu þá ábyrgð á herðar að hluti dagskrár sé íslenskur, keyptur á markaði og þeim efnishlut sé ætlaður tiltekinn hlutur af aflafé. Eins á að gera svo vel í samningi við ríksfjölmiðla sem starfa í almannaþágu að þeir þurfi ekki að vera eins og gærur á götuhorni til að ná sér í auglýsingatekjur og styrkjafé. Slíkar stöðvar hafi afl til að sinna hlutverki sínu, sem þær gera ekki í dag af þeim þrótti sem sómi væri að. Þó einkennilegt sé hefur Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur einkaframtaksins, aldrei haft verulegan áhuga á að efla hag smærri fyrirtækja í kvikmyndaiðnaði, líkast til sökum þess að toppurinn í flokknum hefur löngum átt sína uppáhaldsmenn í leiknum bíómyndum. Rétt eins og flokkurinn hefur í gegnum tíðina tryggt sínum mönnum stóla sjónvarps og útvarps. Það er vonlítið að nokkrar þær breytingar verði í skipulagi myndmiðla hér á landi þannig að kvikmyndaiðnaður í landinu komist með hjálp tilstyrks almennings á hnén nema forræði þeirra mála fari úr höndum sjálfstæðismanna. Það er því sárabót að einkafyrirtæki skuli veittur styrkur til að bæta fyrir það sem vantar í flóru kvikmyndamenningar hér á landi frá ráðuneytinu, fyrst þar hafa menn ekki afl, vit og þor til að koma fótum undir innlendan kvikmyndaiðnað og skapi honum glugga í sjónvarpsstöðvum, skólum og víðar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun