Eldhús skapandi staður 19. september 2007 00:01 Anna Richardsdóttir listakona með hafmeyjarsúpu á diski. Mynd/Wolfgang Frosti Anna Richardsdóttir gjörningalistakona á Akureyri býr gjarnan til eitthvað skrautlegt í matinn. Hér býður hún í hafmeyjarsúpu. „Gestirnir mínir hafa verið við sjósundæfingar og veitir ekki af einhverju heitu og hollu,“ segir Anna Richardsdóttir þar sem hún stendur við að skenkja ilmandi súpu á diska. „Þeir ætla nefnilega að leika seli í gjörningi sem ég verð með kl. 11. 30 á morgun, laugardag, í tilefni Akureyrarvöku. Gjörningurinn fer fram á Strandgötunni við Pollinn og þar ætlar fólk að leggja haf undir sporð.“ Þegar forvitnast er nánar um gjörninginn kveðst Anna ætla að reyna að svara spurningunni um hvort hafmeyja sé í höfninni. „Það leikur grunur á að svo sé en það hefur hvorki verið sannað né afsannað ennþá og ekki er allt sem sýnist. Oft eru heimarnir sem hlutir gerast í það margir að þó að maður leitist við að kanna þá er ekki víst að svarið verði augljóst.“ Súpan sem Anna ber fram er samt mjög augljós. „Ég hef gaman af að elda og það geri ég á hverjum degi. Mér finnst þannig næring skipta miklu máli fyrir mig og fjölskyldu mína,“ segir hún og er greinilega alvara. „Ég nýt þess að vera í eldhúsinu. Þar verða líka gjörningarnir til í kolli mínum þannig að eldhúsið er mjög skapandi staður.“ Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið
Anna Richardsdóttir gjörningalistakona á Akureyri býr gjarnan til eitthvað skrautlegt í matinn. Hér býður hún í hafmeyjarsúpu. „Gestirnir mínir hafa verið við sjósundæfingar og veitir ekki af einhverju heitu og hollu,“ segir Anna Richardsdóttir þar sem hún stendur við að skenkja ilmandi súpu á diska. „Þeir ætla nefnilega að leika seli í gjörningi sem ég verð með kl. 11. 30 á morgun, laugardag, í tilefni Akureyrarvöku. Gjörningurinn fer fram á Strandgötunni við Pollinn og þar ætlar fólk að leggja haf undir sporð.“ Þegar forvitnast er nánar um gjörninginn kveðst Anna ætla að reyna að svara spurningunni um hvort hafmeyja sé í höfninni. „Það leikur grunur á að svo sé en það hefur hvorki verið sannað né afsannað ennþá og ekki er allt sem sýnist. Oft eru heimarnir sem hlutir gerast í það margir að þó að maður leitist við að kanna þá er ekki víst að svarið verði augljóst.“ Súpan sem Anna ber fram er samt mjög augljós. „Ég hef gaman af að elda og það geri ég á hverjum degi. Mér finnst þannig næring skipta miklu máli fyrir mig og fjölskyldu mína,“ segir hún og er greinilega alvara. „Ég nýt þess að vera í eldhúsinu. Þar verða líka gjörningarnir til í kolli mínum þannig að eldhúsið er mjög skapandi staður.“
Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið