Veðramót - Fjórar stjörnur 9. september 2007 00:01 Veðramót Draugar fortíðarinnar banka upp á hjá Selmu, hæstarrréttardómara, í Reykjavík samtímans og við tekur ferðalag þrjátíu ár aftur í tímann. Áfangastaðurinn er Veðramót heimili fyrir vandræðaunglinga. Í anda hippatímans halda þrjú ungmenni á vit ævintýra og hugsjóna. Kærustuparið Selma og Blöffi ásamt Hálfdáni vini þeirra. Markmiðið er að bylta gömlum gildum og reka heimilið í anda jafnræðis og bræðralags. Börnin á Veðramótum eru fórnarlömb kynferðisofbeldis og vanrækslu en þær upplýsingar liggja ekki á lausu og enginn veit neitt. Með góðum vilja og umhyggju ná þremenningarnir góðum tengslum við krakkana og lífið virðist brosa við. Þangað til Dísa birtist. Einmanna og ráðvillt, fórnarlamb vanrækslu og kynferðis ofbeldis. Það eina sem hún kann er sársauki og þegar hún verður skotin í Blöffa breytast örlög allra til frambúðar. Leikarar Veðramóta fara á kostum og það gustar af Hilmi Snæ Guðnasyni sem Blöffa sem á trúverðugt samspil við góðan leik Tinnu Hrafnsdóttur og Atla Rafns Sigurðarsonar. Helgi Björnsson á líka sterkan í leik í litlu hlutverki sem faðir Selmu. Ungu leikararnir takast á við hlutverk sín af miklum þroska og Guðný Halldórsdóttir hefur bersýnilega unnið lengi með þeim og það tekst að draga fram örlög Veðramótabarnanna. Þar ber helst að nefna Heru Hilmarsdóttur í hlutverki Dísu sem er ótrúlega áhrifarík og sönn. og Jörund Ragnarsson sem fer stórkostlega með hlutverk hins misþroska Samma. Heildarútlit myndarinnar lyftir sögunni og er greinilega unnið að miklum metnaði. Tónlistin er í góðum höndum Ragnhildar Gísladóttur og angurvært lag dóttur hennar Bryndísar Jakobsdóttur, Söknuður, situr í lengi eftir að myndinni lýkur. Sagan er harkaleg og hrá en samt sögð með hlýju og húmor, enda heldur hún áhorfendum í gíslingu frá upphafi til enda. Hún er þjóðfélagsádeila af bestu gerð og vekur til umhugsunar. Ekki bara um örlög barna fyrir þrjátíu árum síðan, heldur líka um örlög barna í dag. Veðramót hreyfir við áhorfendum og ólíkt mörgum öðrum bíómyndum, gerir hún ekki bara tilraun til að segja eitthvað. Henni tekst það. Rut Hermannsdóttir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Draugar fortíðarinnar banka upp á hjá Selmu, hæstarrréttardómara, í Reykjavík samtímans og við tekur ferðalag þrjátíu ár aftur í tímann. Áfangastaðurinn er Veðramót heimili fyrir vandræðaunglinga. Í anda hippatímans halda þrjú ungmenni á vit ævintýra og hugsjóna. Kærustuparið Selma og Blöffi ásamt Hálfdáni vini þeirra. Markmiðið er að bylta gömlum gildum og reka heimilið í anda jafnræðis og bræðralags. Börnin á Veðramótum eru fórnarlömb kynferðisofbeldis og vanrækslu en þær upplýsingar liggja ekki á lausu og enginn veit neitt. Með góðum vilja og umhyggju ná þremenningarnir góðum tengslum við krakkana og lífið virðist brosa við. Þangað til Dísa birtist. Einmanna og ráðvillt, fórnarlamb vanrækslu og kynferðis ofbeldis. Það eina sem hún kann er sársauki og þegar hún verður skotin í Blöffa breytast örlög allra til frambúðar. Leikarar Veðramóta fara á kostum og það gustar af Hilmi Snæ Guðnasyni sem Blöffa sem á trúverðugt samspil við góðan leik Tinnu Hrafnsdóttur og Atla Rafns Sigurðarsonar. Helgi Björnsson á líka sterkan í leik í litlu hlutverki sem faðir Selmu. Ungu leikararnir takast á við hlutverk sín af miklum þroska og Guðný Halldórsdóttir hefur bersýnilega unnið lengi með þeim og það tekst að draga fram örlög Veðramótabarnanna. Þar ber helst að nefna Heru Hilmarsdóttur í hlutverki Dísu sem er ótrúlega áhrifarík og sönn. og Jörund Ragnarsson sem fer stórkostlega með hlutverk hins misþroska Samma. Heildarútlit myndarinnar lyftir sögunni og er greinilega unnið að miklum metnaði. Tónlistin er í góðum höndum Ragnhildar Gísladóttur og angurvært lag dóttur hennar Bryndísar Jakobsdóttur, Söknuður, situr í lengi eftir að myndinni lýkur. Sagan er harkaleg og hrá en samt sögð með hlýju og húmor, enda heldur hún áhorfendum í gíslingu frá upphafi til enda. Hún er þjóðfélagsádeila af bestu gerð og vekur til umhugsunar. Ekki bara um örlög barna fyrir þrjátíu árum síðan, heldur líka um örlög barna í dag. Veðramót hreyfir við áhorfendum og ólíkt mörgum öðrum bíómyndum, gerir hún ekki bara tilraun til að segja eitthvað. Henni tekst það. Rut Hermannsdóttir
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira