Gaur 8. september 2007 00:01 Maður mér nákominn, sem er búsettur erlendis, hefur verið að dunda við það undanfarin ár að endurnýja kynni sín af íslensku, en tungumálið talaði hann sem krakki. Þetta hefur gengið með afbrigðum vel, svo að nú talar hann hið ástkæra ylhýra með miklum glæsibrag. SEM íslenskumaður fagna ég auðvitað alltaf hverju tækifæri sem gefst til þess að ræða dýpri leyndardóma hinna húmanísku fræða. Að lokinni lambasteik upp í íslenskri sveit á dögunum spannst eilítil umræða við hinn íslenskumælandi Bandaríkjamann um eðli og gerð íslenskunnar af hans sjónarhóli og mínum. MERKILEgt hvað íslenska er skáldlegt tungumál, sagði hann. Það er endalaust hægt að búa til ný orð. Þetta er svona tungumál fyrir skáld. Já, það er alveg rétt, sagði ég. Og það sem er skemmtilegt við þetta er það, að allir Íslendingar taka þátt í þessu. Ný orð verða til, og þau eru síðan notuð af öllum. Tökum orð einsog „sími". Það hefði verið einfaldasta mál að kalla fyrirbærið „telefón", en Íslendingar gerðu það ekki. JÁ, einmitt, sagði hann. Interesting. Og meira að segja unglingarnir, hélt ég áfram stoltur, þeir segja ekki „dude" eins og í Ameríku heldur segja þeir „gaur". Það er gamalt og gott íslenskt orð. Og þeir fara heldur ekki á „skateboard" heldur fara þeir á "bretti". JÁHÁ, sagði hann. Yngsta kynslóðin ber meira að segja umhyggju fyrir tungumálinu. En segðu mér annað. Ég tók eftir því að osturinn sem ég var að borða er með rotvarnarefnum. Hvernig stendur á því? Í Bandaríkjunum er komið svo mikið „awareness" fyrir öllu svona. Hvers vegna er íslenskur ostur með rotvarnarefnum? Hvað er íslenska orðið yfir „awareness"? TJA, sagði ég. Nú veit ég ekki. Eftir að hafa fallist á það að íslenskan væri jú tungumál fyrir skáld datt mér helst í hug að segja að íslenskan væri þar með ekki tungumál sem næði vel utan um félagsleg framþróunarhugtök. „Vitundarvakning" og „aukin meðvitund" væri jú notað, tuldraði ég, en hann horfði bara á mig og hristi höfuðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Maður mér nákominn, sem er búsettur erlendis, hefur verið að dunda við það undanfarin ár að endurnýja kynni sín af íslensku, en tungumálið talaði hann sem krakki. Þetta hefur gengið með afbrigðum vel, svo að nú talar hann hið ástkæra ylhýra með miklum glæsibrag. SEM íslenskumaður fagna ég auðvitað alltaf hverju tækifæri sem gefst til þess að ræða dýpri leyndardóma hinna húmanísku fræða. Að lokinni lambasteik upp í íslenskri sveit á dögunum spannst eilítil umræða við hinn íslenskumælandi Bandaríkjamann um eðli og gerð íslenskunnar af hans sjónarhóli og mínum. MERKILEgt hvað íslenska er skáldlegt tungumál, sagði hann. Það er endalaust hægt að búa til ný orð. Þetta er svona tungumál fyrir skáld. Já, það er alveg rétt, sagði ég. Og það sem er skemmtilegt við þetta er það, að allir Íslendingar taka þátt í þessu. Ný orð verða til, og þau eru síðan notuð af öllum. Tökum orð einsog „sími". Það hefði verið einfaldasta mál að kalla fyrirbærið „telefón", en Íslendingar gerðu það ekki. JÁ, einmitt, sagði hann. Interesting. Og meira að segja unglingarnir, hélt ég áfram stoltur, þeir segja ekki „dude" eins og í Ameríku heldur segja þeir „gaur". Það er gamalt og gott íslenskt orð. Og þeir fara heldur ekki á „skateboard" heldur fara þeir á "bretti". JÁHÁ, sagði hann. Yngsta kynslóðin ber meira að segja umhyggju fyrir tungumálinu. En segðu mér annað. Ég tók eftir því að osturinn sem ég var að borða er með rotvarnarefnum. Hvernig stendur á því? Í Bandaríkjunum er komið svo mikið „awareness" fyrir öllu svona. Hvers vegna er íslenskur ostur með rotvarnarefnum? Hvað er íslenska orðið yfir „awareness"? TJA, sagði ég. Nú veit ég ekki. Eftir að hafa fallist á það að íslenskan væri jú tungumál fyrir skáld datt mér helst í hug að segja að íslenskan væri þar með ekki tungumál sem næði vel utan um félagsleg framþróunarhugtök. „Vitundarvakning" og „aukin meðvitund" væri jú notað, tuldraði ég, en hann horfði bara á mig og hristi höfuðið.