Opið hús í Borgarleikhúsinu 1. september 2007 12:00 Guðjón Pedersen verður með trúðslæti á morgun á Opnu húsi Borgarleikhússins. Leikfélag Reykjavíkur er nú að hefja sitt 111. leikár. Af því tilefni verður opið hús í Borgarleikhúsinu á morgun milli 15 og 17. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Leikhússtjórinn, Guðjón Pedersen, skellir sér í trúðsgervi og rifjar upp gamla takta frá því hann starfaði í götuleikhúsinu Svart og sykurlaust sællar minningar. Það er langt síðan en hann hefur engu gleymt. Honum er ofar í minni að baka vöfflur og það ætlar hann að gera á sunnudag. Það eru ekki einu veitingarnar sem boðið verður upp á: kaffi verður á könnunni og krakkar fá djús. Svo verður tónlist í boði í tvær samfelldar klukkustundir sem Geirfuglarnir flytja og er lagavalið sótt í forna og nýja verkefnaskrá Leikfélagsins. Kynning verður á nýju leikári hjá Borgarleikhúsinu. Leikarar og annað starfsfólk Borgarleikhússins, Íslenska dansflokksins og Sönglistar, sem er skóli fyrir börn og unglinga, kynna dagskrá vetrarins og hægt verður að fylgjast með æfingu á Gosa og æfingu hjá Íslenska dansflokknum. Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikfélag Reykjavíkur er nú að hefja sitt 111. leikár. Af því tilefni verður opið hús í Borgarleikhúsinu á morgun milli 15 og 17. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Leikhússtjórinn, Guðjón Pedersen, skellir sér í trúðsgervi og rifjar upp gamla takta frá því hann starfaði í götuleikhúsinu Svart og sykurlaust sællar minningar. Það er langt síðan en hann hefur engu gleymt. Honum er ofar í minni að baka vöfflur og það ætlar hann að gera á sunnudag. Það eru ekki einu veitingarnar sem boðið verður upp á: kaffi verður á könnunni og krakkar fá djús. Svo verður tónlist í boði í tvær samfelldar klukkustundir sem Geirfuglarnir flytja og er lagavalið sótt í forna og nýja verkefnaskrá Leikfélagsins. Kynning verður á nýju leikári hjá Borgarleikhúsinu. Leikarar og annað starfsfólk Borgarleikhússins, Íslenska dansflokksins og Sönglistar, sem er skóli fyrir börn og unglinga, kynna dagskrá vetrarins og hægt verður að fylgjast með æfingu á Gosa og æfingu hjá Íslenska dansflokknum.
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein