Metgróði vestanhafs 28. ágúst 2007 08:00 Gamanmyndin Superbad er enn þá vinsælasta myndin vestanhafs. Tekjur af miðasölu í kvikmyndahúsum vestanhafs hafa í fyrsta sinn rofið fjögurra milljarða dollara markið yfir sumartímann sem samsvarar rúmlega 250 milljörðum króna. Sló þetta góða sumar út sumarið 2004 þegar tekjurnar náðu 3,95 milljörðum dollara. Talið er að tekjurnar þetta sumarið endi í 4,15 milljörðum dollara þegar sumartímabilinu lýkur hinn 3. september en það hefur einkennst af hvers kyns framhaldsmyndum og ef miðað er við þessar tölur þá má reikna með að það verði framhald á slíkri framleiðslu frá Hollywood. Búist er við að þetta sumar seljist um 606 milljónir miða, sem yrði sjötti besti árangurinn í Norður-Ameríku frá upphafi. Flestir miðar seldust árið 2002, eða rúmlega 653 milljónir. Gamanmyndin Superbad hélt efsta sæti sínu yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Í öðru sæti var The Bourne Ultimatum og í því þriðja var Rush Hour 3. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Tekjur af miðasölu í kvikmyndahúsum vestanhafs hafa í fyrsta sinn rofið fjögurra milljarða dollara markið yfir sumartímann sem samsvarar rúmlega 250 milljörðum króna. Sló þetta góða sumar út sumarið 2004 þegar tekjurnar náðu 3,95 milljörðum dollara. Talið er að tekjurnar þetta sumarið endi í 4,15 milljörðum dollara þegar sumartímabilinu lýkur hinn 3. september en það hefur einkennst af hvers kyns framhaldsmyndum og ef miðað er við þessar tölur þá má reikna með að það verði framhald á slíkri framleiðslu frá Hollywood. Búist er við að þetta sumar seljist um 606 milljónir miða, sem yrði sjötti besti árangurinn í Norður-Ameríku frá upphafi. Flestir miðar seldust árið 2002, eða rúmlega 653 milljónir. Gamanmyndin Superbad hélt efsta sæti sínu yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Í öðru sæti var The Bourne Ultimatum og í því þriðja var Rush Hour 3.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira