Leyndarmálið afhjúpað 23. ágúst 2007 05:00 Ísleifur hefur tryggt sér útgáfuréttinn að íslenskri útgáfu myndarinnar The Secret. MYND/Pjetur Fyrirtækið Græna ljósið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á kvikmyndinni The Secret með íslenskri talsetningu og texta. „Ég hef ekki séð aðra eins spennu og eftirspurn eftir nokkrum DVD-diski hér á landi,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Græna ljóssins ,um The Secret. „Það hefur myndast hálfgerður svartur markaður hérna og menn hafa keypt myndina í Englandi á uppsprengdu verði, 4700 krónur. Það að það sé svartamarkaðsstarf í gangi sýnir að það er gríðarleg eftirspurn eftir henni.“ Að sögn Ísleifs var myndin ekki sýnd í kvikmyndahúsum þegar hún kom út erlendis, heldur eingöngu á DVD. „The Secret er fyrst og fremst bíómynd um þetta blessaða lögmál aðdráttaraflsins. Það sem þú hugsar rætist. Það sem þú ert alltaf að hugsa um og einbeita þér að, það laðast að þér í lífinu,“ segir hann. Stefnt er að útgáfu myndarinnar í seinni hluta september eða byrjun október og standa vonir til að aðstandendur myndarinnar eða leikendur komi hingað af því tilefni. „Oprah er búin að taka The Secret algjörlega upp á sína arma og myndin hefur verið að fá stanslausa umfjöllun hjá henni. Við vonumst til að fá hingað fólkið sem hefur verið hvað sýnilegast hjá henni,“ segir Ísleifur. Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Fyrirtækið Græna ljósið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á kvikmyndinni The Secret með íslenskri talsetningu og texta. „Ég hef ekki séð aðra eins spennu og eftirspurn eftir nokkrum DVD-diski hér á landi,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Græna ljóssins ,um The Secret. „Það hefur myndast hálfgerður svartur markaður hérna og menn hafa keypt myndina í Englandi á uppsprengdu verði, 4700 krónur. Það að það sé svartamarkaðsstarf í gangi sýnir að það er gríðarleg eftirspurn eftir henni.“ Að sögn Ísleifs var myndin ekki sýnd í kvikmyndahúsum þegar hún kom út erlendis, heldur eingöngu á DVD. „The Secret er fyrst og fremst bíómynd um þetta blessaða lögmál aðdráttaraflsins. Það sem þú hugsar rætist. Það sem þú ert alltaf að hugsa um og einbeita þér að, það laðast að þér í lífinu,“ segir hann. Stefnt er að útgáfu myndarinnar í seinni hluta september eða byrjun október og standa vonir til að aðstandendur myndarinnar eða leikendur komi hingað af því tilefni. „Oprah er búin að taka The Secret algjörlega upp á sína arma og myndin hefur verið að fá stanslausa umfjöllun hjá henni. Við vonumst til að fá hingað fólkið sem hefur verið hvað sýnilegast hjá henni,“ segir Ísleifur.
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein