Löng leið niður 23. ágúst 2007 07:00 Ewan McGregor og Charlie Boorman kátir á leiðarenda. Nordicphotos/afp Ewan McGregor og Charlie Boorman eru komnir á leiðarenda eftir 24 þúsund kílómetra langa hjólaferð. Leikarinn Ewan McGregor lagði í maí af stað í mikið mótorhjólaferðalag ásamt besta vini sínum Charlie Boorman frá o’Groats í Skotlandi. Í byrjun ágúst komu þeir á áfangastað í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir að hafa lagt að baki 24 þúsund kílómetra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar leggja land undir hjól. Árið 2004 fóru þeir frækna för frá London til New York í gegnum Evrópu, Rússland og Kanada. Afraksturinn af því voru sjónvarpsþættir og metsölubók undir heitinu Long Way Round. Ferðin sem þeir luku nú gengur hins vegar undir heitinu Long Way Down. McGregor og Boorman lögðu eins og áður sagði af stað frá Skotlandi og sem leið lá um England, Frakkland, Sviss, Ítalíu, Sikiley, Túnis, Líbíu, Egyptaland, Súdan, Eþíópíu, Keníu, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansaníu, Malaví, Sambíu, Namibíu, Botsvana og enduðu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Fákar þeirra félaga eru af gerðinni BMW R1200 Gs Adventure en það eru greinilega traust hjól því þau báru þá einnig í fyrri ferð þeirra. Hjólin hafa þó verið peppuð upp með ýmsum aukahlutum en þekkja má hjólin í sundur á því að hjól McGregors er málað með sebraröndum en Boorman er á hjóli með hlébarðamynstri. Bílar Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið
Ewan McGregor og Charlie Boorman eru komnir á leiðarenda eftir 24 þúsund kílómetra langa hjólaferð. Leikarinn Ewan McGregor lagði í maí af stað í mikið mótorhjólaferðalag ásamt besta vini sínum Charlie Boorman frá o’Groats í Skotlandi. Í byrjun ágúst komu þeir á áfangastað í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir að hafa lagt að baki 24 þúsund kílómetra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar leggja land undir hjól. Árið 2004 fóru þeir frækna för frá London til New York í gegnum Evrópu, Rússland og Kanada. Afraksturinn af því voru sjónvarpsþættir og metsölubók undir heitinu Long Way Round. Ferðin sem þeir luku nú gengur hins vegar undir heitinu Long Way Down. McGregor og Boorman lögðu eins og áður sagði af stað frá Skotlandi og sem leið lá um England, Frakkland, Sviss, Ítalíu, Sikiley, Túnis, Líbíu, Egyptaland, Súdan, Eþíópíu, Keníu, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansaníu, Malaví, Sambíu, Namibíu, Botsvana og enduðu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Fákar þeirra félaga eru af gerðinni BMW R1200 Gs Adventure en það eru greinilega traust hjól því þau báru þá einnig í fyrri ferð þeirra. Hjólin hafa þó verið peppuð upp með ýmsum aukahlutum en þekkja má hjólin í sundur á því að hjól McGregors er málað með sebraröndum en Boorman er á hjóli með hlébarðamynstri.
Bílar Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið