Varhugavert rúsínuát smábarna 23. ágúst 2007 04:00 Freistandi og marglitar rúsínur í skál Smábörn eru sólgin í rúsínur og þykir gaman að tína þær upp í sig. Nú hefur komið á daginn að börn yngri en þriggja ára beri að varast rúsínur í miklum mæli. Það var danska heilbrigðisráðuneytið sem varaði við of miklu rúsínuáti smábarna vegna hás innihalds sveppaeitursins Ochratoxin A sem talið er orsaka krabbamein. „Það má vel taka undir varnaðarorð Dana og alls ekki gefa smábörnum of mikið af rúsínum,“ segir Elín Guðmundsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Umhverfisstofnunar. „Sveppaeitrið Ochratoxin A kemur úr sveppum sem vaxa á vínberjum og situr eftir þegar vínber eru orðin að rúsínum. Ochratoxin A minnkar ónæmisviðbrögð, getur haft varanleg skaðleg áhrif á heilsu og er mjög líklega krabbameinsvaldandi,“ segir Elín, en þessi tegund sveppaeiturs finnst einnig í korni, ekki síst á norðurslóðum. „Af þessum sökum eru Norðurlandaþjóðir mjög vakandi og á verði. Stundum finnst ekkert eitur, en stundum mikið, og fer það eftir tíðafari. Umhverfisstofnun er að skipuleggja mælingar hérlendis á þeim rúsínum og kornvörum sem Íslendingum standa til boða, en þangað til niðurstöður liggja fyrir vitum við ekki fyrir víst hvernig markaðurinn er hér,“ segir Elín. Rúsínur hafa lengst af þótt hollustukostur fyrir lítil börn að narta í, en þær auka meðal annars járnmagn í litlum kroppum. „Nú er ekki ráðlagt að börn undir þriggja ára aldri borði meira en 50 grömm af rúsínum á viku. Þá skiptir engu máli hvort rúsínur séu lífrænt ræktaðar eða ekki. Hvort allur skammturinn er borðaður í einu lagi eða minni skömmtum á lengri tíma er ekki heldur það sem skiptir mestu máli. Það er heildarmagnið yfir lengri tíma sem ber að takmarka,“ segir Elva Gísladóttir, verkefnastjóri næringar hjá Lýðheilsustofnun, en stofnunin hyggur á útgáfu bæklings með ráðleggingum um mataræði fyrir börn á forskólaaldri, þar sem fleiri varhugaverðar fæðutegundir eru upptaldar fyrir yngstu börn lýðveldisins. Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Smábörn eru sólgin í rúsínur og þykir gaman að tína þær upp í sig. Nú hefur komið á daginn að börn yngri en þriggja ára beri að varast rúsínur í miklum mæli. Það var danska heilbrigðisráðuneytið sem varaði við of miklu rúsínuáti smábarna vegna hás innihalds sveppaeitursins Ochratoxin A sem talið er orsaka krabbamein. „Það má vel taka undir varnaðarorð Dana og alls ekki gefa smábörnum of mikið af rúsínum,“ segir Elín Guðmundsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Umhverfisstofnunar. „Sveppaeitrið Ochratoxin A kemur úr sveppum sem vaxa á vínberjum og situr eftir þegar vínber eru orðin að rúsínum. Ochratoxin A minnkar ónæmisviðbrögð, getur haft varanleg skaðleg áhrif á heilsu og er mjög líklega krabbameinsvaldandi,“ segir Elín, en þessi tegund sveppaeiturs finnst einnig í korni, ekki síst á norðurslóðum. „Af þessum sökum eru Norðurlandaþjóðir mjög vakandi og á verði. Stundum finnst ekkert eitur, en stundum mikið, og fer það eftir tíðafari. Umhverfisstofnun er að skipuleggja mælingar hérlendis á þeim rúsínum og kornvörum sem Íslendingum standa til boða, en þangað til niðurstöður liggja fyrir vitum við ekki fyrir víst hvernig markaðurinn er hér,“ segir Elín. Rúsínur hafa lengst af þótt hollustukostur fyrir lítil börn að narta í, en þær auka meðal annars járnmagn í litlum kroppum. „Nú er ekki ráðlagt að börn undir þriggja ára aldri borði meira en 50 grömm af rúsínum á viku. Þá skiptir engu máli hvort rúsínur séu lífrænt ræktaðar eða ekki. Hvort allur skammturinn er borðaður í einu lagi eða minni skömmtum á lengri tíma er ekki heldur það sem skiptir mestu máli. Það er heildarmagnið yfir lengri tíma sem ber að takmarka,“ segir Elva Gísladóttir, verkefnastjóri næringar hjá Lýðheilsustofnun, en stofnunin hyggur á útgáfu bæklings með ráðleggingum um mataræði fyrir börn á forskólaaldri, þar sem fleiri varhugaverðar fæðutegundir eru upptaldar fyrir yngstu börn lýðveldisins.
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira