Sjálfsvígsbrúin Golden Gate 15. ágúst 2007 04:00 Eric Steel er leikstjóri heimildarmyndarinnar The Bridge sem fjallar um sjálfsvíg. Golden Gate brúin við San Fransisco er sá staður í Bandaríkjunum sem flestir fyrirfara sér. Í annarri hverri viku að meðaltali stekkur einhver fram af. Heimildarmyndin The Bridge, sem verður sýnd á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast í dag, fjallar um sjálfsvígin á brúnni. Eric Steel leikstjóri og tökufólk hans fylgdust með brúnni frá sólarupprás til sólseturs í eitt ár og festu á filmu 23 sjálfsvíg. „Kvíðinn sem þetta skapaði var gífurlegur. Oft alveg yfirþyrmandi. Yfirleitt gerðist ekki neitt en við vorum alltaf meðvituð um að það væri óhjákvæmilegt að við myndum sjá einhver sjálfsvíg. Þau skipti sem það gerðist voru hræðileg," segir Eric Steel, leikstjóri heimildarmyndarinnar the Bridge sem fjallar um sjáfsvíg á Golden Gate brúnni. Vinsældir brúarinnar sem síðasta áningarstað í lífinu skapast af því að dauðinn er nær öruggur ef þú stekkur fram af 67 metra hárri brúnni. Þeir sem látast ekki samstundis við fallið sogast yfirleitt ofan í sjóinn og drukkna.Björguðu mannslífumHeimildarmyndin The Bridge fjallar um sjálfsvíg á Golden Gate brúnni í Bandaríkjunum.„Alltaf þegar við sáum að einhver var mögulega að fara að hoppa létum við starfsfólk brúarinnar vita og okkur tókst þannig að bjarga nokkrum mannslífum, en það er sama, þetta er eitthvað sem maður venst aldrei. Fyrsti maðurinn sem við sáum stökkva var að labba eftir brúnni og tala við einhvern í farsíma, að því er virtist í góðu skapi. Svo sleit hann samtalinu, lét símann í vasann, klifraði yfir handriðið og stökk fram af." Vill opna umræðunaEin af ástæðunum fyrir því hve lítið er fjallað um sjálfsvíg er sú þversögn að umræða um þau virðist oft fjölga þeim frekar en fækka. „Ég tel að þessi eftirhermusjálfsmorð séu ekki nógu stór hluti sjálfsvíga almennt til að réttlæta algera þöggun umræðunnar. Ekki að ég líti svo á að visst mörg dauðsföll séu ásættanleg. Ég er bara að segja að þögnin hjálpar heldur ekki neinum. Þessi mynd er mín leið til að opna umræðuna, búa til útgangspunkt fyrir samræður."Síðan myndin var frumsýnd hefur skapast mikil umræða um sjálfsvíg í Bandaríkjunum. Meðal annars er nú í fyrsta skipti talað um það í alvöru að setja einhvers konar tálma á brúna til að gera fólki ókleift að henda sér fram af.Aðstandendur og aðdragandiÍ myndinni er ekki bara fylgst með brúnni og sjálfsvígunum. Uppistaða myndarinnar eru samtöl við aðstandendur og vitni af brúnni, meðal annars eina fjölskyldu með lítið barn. Aðdragandinn er skoðaður og áhrifin á alla í kringum þann sem deyr. Það sem er svo sérstakt við Golden Gate brúnna er að sjálfsvígin þar, öfugt við sjálfsvíg almennt, eiga sér stað um hábjartan dag fyrir framan hvern þann sem svo vill til að er staddur á brúnni. „Þetta er raunverulegt vandamál. Helmingi fleiri falla fyrir eigin hendi á ári hverju í Bandaríkjunum en eru myrtir. Mér finnst vera kominn tími til að finna leið til að tala um þetta og bjarga þannig mannslífum." Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Golden Gate brúin við San Fransisco er sá staður í Bandaríkjunum sem flestir fyrirfara sér. Í annarri hverri viku að meðaltali stekkur einhver fram af. Heimildarmyndin The Bridge, sem verður sýnd á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast í dag, fjallar um sjálfsvígin á brúnni. Eric Steel leikstjóri og tökufólk hans fylgdust með brúnni frá sólarupprás til sólseturs í eitt ár og festu á filmu 23 sjálfsvíg. „Kvíðinn sem þetta skapaði var gífurlegur. Oft alveg yfirþyrmandi. Yfirleitt gerðist ekki neitt en við vorum alltaf meðvituð um að það væri óhjákvæmilegt að við myndum sjá einhver sjálfsvíg. Þau skipti sem það gerðist voru hræðileg," segir Eric Steel, leikstjóri heimildarmyndarinnar the Bridge sem fjallar um sjáfsvíg á Golden Gate brúnni. Vinsældir brúarinnar sem síðasta áningarstað í lífinu skapast af því að dauðinn er nær öruggur ef þú stekkur fram af 67 metra hárri brúnni. Þeir sem látast ekki samstundis við fallið sogast yfirleitt ofan í sjóinn og drukkna.Björguðu mannslífumHeimildarmyndin The Bridge fjallar um sjálfsvíg á Golden Gate brúnni í Bandaríkjunum.„Alltaf þegar við sáum að einhver var mögulega að fara að hoppa létum við starfsfólk brúarinnar vita og okkur tókst þannig að bjarga nokkrum mannslífum, en það er sama, þetta er eitthvað sem maður venst aldrei. Fyrsti maðurinn sem við sáum stökkva var að labba eftir brúnni og tala við einhvern í farsíma, að því er virtist í góðu skapi. Svo sleit hann samtalinu, lét símann í vasann, klifraði yfir handriðið og stökk fram af." Vill opna umræðunaEin af ástæðunum fyrir því hve lítið er fjallað um sjálfsvíg er sú þversögn að umræða um þau virðist oft fjölga þeim frekar en fækka. „Ég tel að þessi eftirhermusjálfsmorð séu ekki nógu stór hluti sjálfsvíga almennt til að réttlæta algera þöggun umræðunnar. Ekki að ég líti svo á að visst mörg dauðsföll séu ásættanleg. Ég er bara að segja að þögnin hjálpar heldur ekki neinum. Þessi mynd er mín leið til að opna umræðuna, búa til útgangspunkt fyrir samræður."Síðan myndin var frumsýnd hefur skapast mikil umræða um sjálfsvíg í Bandaríkjunum. Meðal annars er nú í fyrsta skipti talað um það í alvöru að setja einhvers konar tálma á brúna til að gera fólki ókleift að henda sér fram af.Aðstandendur og aðdragandiÍ myndinni er ekki bara fylgst með brúnni og sjálfsvígunum. Uppistaða myndarinnar eru samtöl við aðstandendur og vitni af brúnni, meðal annars eina fjölskyldu með lítið barn. Aðdragandinn er skoðaður og áhrifin á alla í kringum þann sem deyr. Það sem er svo sérstakt við Golden Gate brúnna er að sjálfsvígin þar, öfugt við sjálfsvíg almennt, eiga sér stað um hábjartan dag fyrir framan hvern þann sem svo vill til að er staddur á brúnni. „Þetta er raunverulegt vandamál. Helmingi fleiri falla fyrir eigin hendi á ári hverju í Bandaríkjunum en eru myrtir. Mér finnst vera kominn tími til að finna leið til að tala um þetta og bjarga þannig mannslífum."
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira