Stórmynd í uppnámi 10. ágúst 2007 06:45 Vinsæll spennusagnahöfundur með verk um Landið helga. Eitt stærsta verkefni í norrænum kvikmyndaiðnaði er í uppnámi. Norrænar sjónvarpsstöðvar réðust í það í fyrra að láta gera handrit eftir þríleik sænska rithöfundarins Jan Guillou um þátt norrænna manna í krossferðunum. Bækurnar um Árna Magnússon og ævintýri hans í landinu helga hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar víða, meðal annars hér á landi. Verkið er umfangsmikið og var upphafleg fjárhagsáætlun 170 miljónir sænskar eða ríflega 1.600 milljónir íslenskar. Áttu fyrir það að fást tvær kvikmyndir í fullri lengd auk sex þátta sjónvarpsseríu. Margir þekktir norrænir leikarar komu þar við sögu, þeirra þekktastir Mads Mikkelsen og Stellan Skarsgaard en tökum er lokið og var klipping að hefjast á mánudag. Þá kom babb í bátinn: sænska sjónvarpið sagði sig frá verkinu, þar á bæ væru menn ekki nægilega ánægðir með verkið. Aðrir norrænir sjónvarpsstjórar áttu ekki orð yfir samningssvikunum og töldu forsendur fyrir ákvörðun Svíanna veikar og af annarlegum toga. Í gær var greint frá því í norrænum blöðum að einkastöðin TV4 hefði áhuga á að koma inn í verkið. Heimildir Politiken segja misklíðina stafa af deilu um lengd sjónvarpsþáttanna og efnistök í þáttum í kvikmyndum séu og keimlík. Fyrirmyndin að þessari tvínotkun á hráefni var sótt í Fanny og Alexander Bergmans en endurnýting af þessu tagi þekkist víðar. Þannig mun Hrafn Gunnlaugsson nú vinna að endurklippingu á Hvíta víkingnum en þar var sami háttur hafður á. Tökur fóru fram í Marokkó, Skotlandi og Svíþjóð en leikstjóri verksins er Peter Flinth. Frumsýning á verkinu er áætluð í lok þessa árs og haustið 2008 og eftir það í sjónvarpi. Verkið hefur þegar verið selt til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands. Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Eitt stærsta verkefni í norrænum kvikmyndaiðnaði er í uppnámi. Norrænar sjónvarpsstöðvar réðust í það í fyrra að láta gera handrit eftir þríleik sænska rithöfundarins Jan Guillou um þátt norrænna manna í krossferðunum. Bækurnar um Árna Magnússon og ævintýri hans í landinu helga hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar víða, meðal annars hér á landi. Verkið er umfangsmikið og var upphafleg fjárhagsáætlun 170 miljónir sænskar eða ríflega 1.600 milljónir íslenskar. Áttu fyrir það að fást tvær kvikmyndir í fullri lengd auk sex þátta sjónvarpsseríu. Margir þekktir norrænir leikarar komu þar við sögu, þeirra þekktastir Mads Mikkelsen og Stellan Skarsgaard en tökum er lokið og var klipping að hefjast á mánudag. Þá kom babb í bátinn: sænska sjónvarpið sagði sig frá verkinu, þar á bæ væru menn ekki nægilega ánægðir með verkið. Aðrir norrænir sjónvarpsstjórar áttu ekki orð yfir samningssvikunum og töldu forsendur fyrir ákvörðun Svíanna veikar og af annarlegum toga. Í gær var greint frá því í norrænum blöðum að einkastöðin TV4 hefði áhuga á að koma inn í verkið. Heimildir Politiken segja misklíðina stafa af deilu um lengd sjónvarpsþáttanna og efnistök í þáttum í kvikmyndum séu og keimlík. Fyrirmyndin að þessari tvínotkun á hráefni var sótt í Fanny og Alexander Bergmans en endurnýting af þessu tagi þekkist víðar. Þannig mun Hrafn Gunnlaugsson nú vinna að endurklippingu á Hvíta víkingnum en þar var sami háttur hafður á. Tökur fóru fram í Marokkó, Skotlandi og Svíþjóð en leikstjóri verksins er Peter Flinth. Frumsýning á verkinu er áætluð í lok þessa árs og haustið 2008 og eftir það í sjónvarpi. Verkið hefur þegar verið selt til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Þýskalands.
Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira