Alvöru aðdáendur sjá báðar 26. júlí 2007 00:00 Jakob Þór Einarsson og Helga Braga við upptökur á íslensku útgáfu Simpsons-myndarinnar. Helga Braga fer með hlutverk inúítakonu.Fréttablaðið/Anton „Það er nú alltaf svolítil tilhlökkun í manni fyrir frumsýningu en maður er orðinn svo sjóaður að maður lætur það ekki á sig fá lengur,“ segir Jakob Þór Einarsson sem leikstýrir íslensku talsetningunni á Simpsons-myndinni. Þó Jakob sé reyndur maður veit hann sem er að til eru svo harðir aðdáendur gulu fjölskyldunnar að erfitt gæti orðið að gera þeim til geðs. „Það er auðvitað fullt af sjálfskipuðum Simpsons-sérfræðingum sem geta glaðst yfir því að þetta sé ekki alveg eins og fyrirmyndin,“ segir Jakob og hlær. „En ég er allavega virkilega ánægður. Við fengum svo fína leikara,“ segir hann ennfremur. Simpsons Loksins á leið á hvíta tjaldið. Og það er hárétt hjá Jakobi, leikaralistinn er ekkert slor. Örn Árnason fer með hlutverk Hómers, Margrét Vilhjálmsdóttir talar fyrir Marge, Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir Bart og Álfrún Örnólfsdóttir fyrir Lísu. Í öðrum stórum hlutverkum eru Ellert A. Ingimundarson, Þröstur Leó Gunnarsson, Helga Braga Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Jóhann Sigurðarson sem er sögumaður. Jakob telur ekki ólíklegt að yngri kynslóðin sæki frekar í íslensku útgáfuna og sú eldri í þá ensku. Þá kunni íslenska útgáfan að henta þeim vel sem ekki eru nógu sleipir í ensku. Þó telur Jakob líklegt að margir muni sjá báðar útgáfurnar. „Já, allir alvöru aðdáendur sjá báðar. Þó ekki væri nema bara til að hneykslast á þeirri íslensku!“ Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Það er nú alltaf svolítil tilhlökkun í manni fyrir frumsýningu en maður er orðinn svo sjóaður að maður lætur það ekki á sig fá lengur,“ segir Jakob Þór Einarsson sem leikstýrir íslensku talsetningunni á Simpsons-myndinni. Þó Jakob sé reyndur maður veit hann sem er að til eru svo harðir aðdáendur gulu fjölskyldunnar að erfitt gæti orðið að gera þeim til geðs. „Það er auðvitað fullt af sjálfskipuðum Simpsons-sérfræðingum sem geta glaðst yfir því að þetta sé ekki alveg eins og fyrirmyndin,“ segir Jakob og hlær. „En ég er allavega virkilega ánægður. Við fengum svo fína leikara,“ segir hann ennfremur. Simpsons Loksins á leið á hvíta tjaldið. Og það er hárétt hjá Jakobi, leikaralistinn er ekkert slor. Örn Árnason fer með hlutverk Hómers, Margrét Vilhjálmsdóttir talar fyrir Marge, Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir Bart og Álfrún Örnólfsdóttir fyrir Lísu. Í öðrum stórum hlutverkum eru Ellert A. Ingimundarson, Þröstur Leó Gunnarsson, Helga Braga Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Jóhann Sigurðarson sem er sögumaður. Jakob telur ekki ólíklegt að yngri kynslóðin sæki frekar í íslensku útgáfuna og sú eldri í þá ensku. Þá kunni íslenska útgáfan að henta þeim vel sem ekki eru nógu sleipir í ensku. Þó telur Jakob líklegt að margir muni sjá báðar útgáfurnar. „Já, allir alvöru aðdáendur sjá báðar. Þó ekki væri nema bara til að hneykslast á þeirri íslensku!“
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira