Ragnar í Bocuse d‘Or 12. júlí 2007 09:15 Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslands í Bocuse D‘Or. MYND/Anton Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslendinga í matreiðslukeppninni Bocuse D’Or, að því er freisting.is greinir frá. Þetta er í annað skiptið sem hann etur kappi við rjóma matreiðslumanna heimsins, en Ragnar keppti fyrst árið 2005, þegar hann lenti í fimmta sæti. Í janúar á þessu ári keppti Friðgeir Ingi Eiríksson fyrir Íslands hönd og hafnaði í áttunda sæti. Bocuse D’Or, sem telst virtasta keppni af sínum toga í heiminum, hefur iðulega verið haldin annað hvert ár. Nú verður annar háttur hafður á, því undankeppni fyrir Evrópu fer fram í Noregi í júlí að ári liðnu. Ragnar þarf að hreppa eitt sjö efstu sætanna þar til að öðlast þátttökurétt í aðalkeppninni. Hún fer að vanda fram í Lyon í Frakklandi. Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist
Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson verður næsti fulltrúi Íslendinga í matreiðslukeppninni Bocuse D’Or, að því er freisting.is greinir frá. Þetta er í annað skiptið sem hann etur kappi við rjóma matreiðslumanna heimsins, en Ragnar keppti fyrst árið 2005, þegar hann lenti í fimmta sæti. Í janúar á þessu ári keppti Friðgeir Ingi Eiríksson fyrir Íslands hönd og hafnaði í áttunda sæti. Bocuse D’Or, sem telst virtasta keppni af sínum toga í heiminum, hefur iðulega verið haldin annað hvert ár. Nú verður annar háttur hafður á, því undankeppni fyrir Evrópu fer fram í Noregi í júlí að ári liðnu. Ragnar þarf að hreppa eitt sjö efstu sætanna þar til að öðlast þátttökurétt í aðalkeppninni. Hún fer að vanda fram í Lyon í Frakklandi.
Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist