Gullmolinn Harry Potter 12. júlí 2007 09:45 Harry Potter-vörumerkið er metið á yfir 242 milljarða íslenskra króna. Fimmta kvikmyndin um Harry Potter var frumsýnd í gærkvöldi. Þetta þýðir að einungis tvær myndir eru eftir um galdrastrákinn að þessu sinni þótt heimsbyggðin eigi eflaust eftir að sjá eina eða tvær endurgerðir eftir nokkra áratugi eða aldir enda hefur það sýnt sig að allt sem Harry Potter snertir verður að gulli. Ævintýrið um Harry Potter er eitt mesta æði sem heimurinn hefur alið af sér og kemst klárlega í hóp með Bítlunum og Elvis. Sérhvert mannsbarn þekkir til stráksins með gleraugun og jafnvel hefur Potter gerst svo frægur að bækurnar um hann hafa verið brenndar á báli af ofstækisfullum kristnum mönnum. Rétt eins og gert var við rokkarana á árum áður. Öskubuskusaga J.K. Rowling er flestum að góðu kunn. Atvinnulausa þernan sem skrifaði sögu af galdrastrák á munnþurrkur. Nú lifir Rowling hins vegar í vellystingum, svo vægt sé til orða tekið, enda veltir Potter-fyrirbærið milljörðum á hverju ári.Áhyggjuefni fyrir útgáfunaVoldemort hyggst reyna að ganga milli bols og höfuðs á galdrastráknum.Sé eingöngu tekið mið af bókunum hafa sögurnar sex um Harry Potter selst í yfir 325 milljónum eintaka. Slíkt myndi samsvara því að hver einasti Bandaríkjamaður ætti eina bók og eru þá ólöglegir innflytjendur teknir með í þann reikning. Hvað næstu bók varðar hefur Harry Potter and the Deathly Hollows þegar slegið met í forsölu því yfir hálf milljón eintaka hefur verið fyrirfram pöntuð. Bækurnar hafa nú verið þýddar á yfir 63 tungumál og ekki sér fyrir endann á vinsældum galdrastráksins. Jafnvel má halda því fram að Harry Potter muni leiða af sér betri ensku í Frakklandi en þar gerðust þau undur og stórmerki fyrir tveimur árum að enska útgáfan af Harry Potter og Phoenix-reglunni komst á toppinn, fyrst enskra bóka.Slíkur er áhrifamáttur Harry Potter að á meðan J.K Rowling nýtur lífsins lystisemda eru eigendur Bloomsbury-útgáfunnar ekki alveg eins bjartsýnir á framhaldið. Potter hefur haldið þeim á lífi og floti í ótryggum heimi bókaútgáfunnar en eftir að Rowling lýsti því yfir að hún hygðist binda enda á ævintýri Potter hríðféllu hlutabréfin í Bloomsbury og leita forsvarsmenn fyrirtækisins nú logandi ljósi að arftaka Potter-maníunnar.Milljarðar í húfiEins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa aðdáendur bókanna nú biðlað til J.K. Rowling um að hætta við að hætta. „Viltu vera svo væn að reisa Harry Potter upp frá dauðum? Það er ef hann deyr í bókinni," stendur á heimasíðu netbókaverslunarinnar Waterstone. En þótt bækurnar séu upphafið að þessu mikla æði - og þeir eru ófáir sem kjósa bara að lesa bækurnar og fúlsa við kvikmyndaútgáfunum - þá eru það fyrst og fremst kvikmyndirnar fimm sem hafa gert Rowling ríkari en sjálfa Elísabetu drottningu. Af myndunum hafa sprottið tölvuleikir á Playstation og PC og samkvæmt vefsíðunni Wikipedia hafa yfir fimm hundruð vörutegundir verið markaðssettar í tengslum við Potter-ævintýrið, þar á meðal Harry Potter-iPod. Eins og gefur að skilja hefur þetta gert Rowling að margmilljóner en áætlað er að Harry Potter-vörumerkið sé jafnvirði fjögurra milljarða Bandaríkjadala, eða 242 milljarða íslenskra króna. Harry Potter er því ekki bara einhver galdrastrákur heldur er hann jafnstór og kók eða McDonald's. Því miður fyrir þessi fyrirtæki gerist Potter í óráðnu landi þar sem engin gúffar slíku í sig og er Potter því einráður hvar sem hann ber niður. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fimmta kvikmyndin um Harry Potter var frumsýnd í gærkvöldi. Þetta þýðir að einungis tvær myndir eru eftir um galdrastrákinn að þessu sinni þótt heimsbyggðin eigi eflaust eftir að sjá eina eða tvær endurgerðir eftir nokkra áratugi eða aldir enda hefur það sýnt sig að allt sem Harry Potter snertir verður að gulli. Ævintýrið um Harry Potter er eitt mesta æði sem heimurinn hefur alið af sér og kemst klárlega í hóp með Bítlunum og Elvis. Sérhvert mannsbarn þekkir til stráksins með gleraugun og jafnvel hefur Potter gerst svo frægur að bækurnar um hann hafa verið brenndar á báli af ofstækisfullum kristnum mönnum. Rétt eins og gert var við rokkarana á árum áður. Öskubuskusaga J.K. Rowling er flestum að góðu kunn. Atvinnulausa þernan sem skrifaði sögu af galdrastrák á munnþurrkur. Nú lifir Rowling hins vegar í vellystingum, svo vægt sé til orða tekið, enda veltir Potter-fyrirbærið milljörðum á hverju ári.Áhyggjuefni fyrir útgáfunaVoldemort hyggst reyna að ganga milli bols og höfuðs á galdrastráknum.Sé eingöngu tekið mið af bókunum hafa sögurnar sex um Harry Potter selst í yfir 325 milljónum eintaka. Slíkt myndi samsvara því að hver einasti Bandaríkjamaður ætti eina bók og eru þá ólöglegir innflytjendur teknir með í þann reikning. Hvað næstu bók varðar hefur Harry Potter and the Deathly Hollows þegar slegið met í forsölu því yfir hálf milljón eintaka hefur verið fyrirfram pöntuð. Bækurnar hafa nú verið þýddar á yfir 63 tungumál og ekki sér fyrir endann á vinsældum galdrastráksins. Jafnvel má halda því fram að Harry Potter muni leiða af sér betri ensku í Frakklandi en þar gerðust þau undur og stórmerki fyrir tveimur árum að enska útgáfan af Harry Potter og Phoenix-reglunni komst á toppinn, fyrst enskra bóka.Slíkur er áhrifamáttur Harry Potter að á meðan J.K Rowling nýtur lífsins lystisemda eru eigendur Bloomsbury-útgáfunnar ekki alveg eins bjartsýnir á framhaldið. Potter hefur haldið þeim á lífi og floti í ótryggum heimi bókaútgáfunnar en eftir að Rowling lýsti því yfir að hún hygðist binda enda á ævintýri Potter hríðféllu hlutabréfin í Bloomsbury og leita forsvarsmenn fyrirtækisins nú logandi ljósi að arftaka Potter-maníunnar.Milljarðar í húfiEins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa aðdáendur bókanna nú biðlað til J.K. Rowling um að hætta við að hætta. „Viltu vera svo væn að reisa Harry Potter upp frá dauðum? Það er ef hann deyr í bókinni," stendur á heimasíðu netbókaverslunarinnar Waterstone. En þótt bækurnar séu upphafið að þessu mikla æði - og þeir eru ófáir sem kjósa bara að lesa bækurnar og fúlsa við kvikmyndaútgáfunum - þá eru það fyrst og fremst kvikmyndirnar fimm sem hafa gert Rowling ríkari en sjálfa Elísabetu drottningu. Af myndunum hafa sprottið tölvuleikir á Playstation og PC og samkvæmt vefsíðunni Wikipedia hafa yfir fimm hundruð vörutegundir verið markaðssettar í tengslum við Potter-ævintýrið, þar á meðal Harry Potter-iPod. Eins og gefur að skilja hefur þetta gert Rowling að margmilljóner en áætlað er að Harry Potter-vörumerkið sé jafnvirði fjögurra milljarða Bandaríkjadala, eða 242 milljarða íslenskra króna. Harry Potter er því ekki bara einhver galdrastrákur heldur er hann jafnstór og kók eða McDonald's. Því miður fyrir þessi fyrirtæki gerist Potter í óráðnu landi þar sem engin gúffar slíku í sig og er Potter því einráður hvar sem hann ber niður.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira