Göngum saman í New York og Reykjavík 4. júlí 2007 05:00 Gunnhildur, fremst til vinstri, sést hér við æfingar í Laugardal ásamt hópnum Göngum saman. Nánar á www.gongumsaman.is MYND/Rósa Hópur íslenskra kvenna gengur 63 km í New York til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini. „Við erum hópur kvenna sem kallast Göngum saman og ætlum að fara í Avon-gönguna í New York í október til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini,“ segir Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent við Kennaraháskólann og forsprakki gönguhópsins. „Þetta er eitt og hálft maraþon eða 63 kílómetrar sem gengnir eru á tveimur dögum.“ Að sögn Gunnhildar, sem greindist sjálf með brjóstakrabbamein auk tveggja annarra kvenna í hópnum, kviknaði hugmyndin að göngunni út frá þátttöku sex íslenskra kvenna í Avon-göngunni í fyrra. Það hafi valdið því að þær ákváðu að fara til New York, bæði til að vekja athygli á málstaðnum og styrkja framtakið með fjárframlögum. Hver þátttakandi þarf nefnilega að greiða 1.800 dala þátttökugjald, sem fer í rannsóknir á brjóstakrabbameini í Bandaríkjunum. Konurnar hafa því staðið í ströngu undanfarið við að safna fyrir gjaldinu og annarri eins upphæð, sem þær ætla að gefa í grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi. „Við erum á fullu að safna fyrir þátttökugjaldinu með hjálp fyrirtækja og einstaklinga,“ segir Gunnhildur. „Svo ætlum við af stað með söfnun fyrir íslensku rannsóknirnar og ætlum meðal annars að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis, þar sem hægt verður að styrkja ákveðin málefni.“ Fyrir utan vinnuna sem farið hefur í söfnunina, hefur hópurinn varið miklum undirbúningstíma í strangri þjálfun í Laugardal. Gunnhildur segir ekki veita af enda bíði þeirra það þrekvirki að ganga kílómetrana 63 á malbiki í kringum Manhattan. Vonandi verði það til að vekja athygli og samkennd. Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hópur íslenskra kvenna gengur 63 km í New York til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini. „Við erum hópur kvenna sem kallast Göngum saman og ætlum að fara í Avon-gönguna í New York í október til styrktar rannsóknum og meðferð við brjóstakrabbameini,“ segir Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent við Kennaraháskólann og forsprakki gönguhópsins. „Þetta er eitt og hálft maraþon eða 63 kílómetrar sem gengnir eru á tveimur dögum.“ Að sögn Gunnhildar, sem greindist sjálf með brjóstakrabbamein auk tveggja annarra kvenna í hópnum, kviknaði hugmyndin að göngunni út frá þátttöku sex íslenskra kvenna í Avon-göngunni í fyrra. Það hafi valdið því að þær ákváðu að fara til New York, bæði til að vekja athygli á málstaðnum og styrkja framtakið með fjárframlögum. Hver þátttakandi þarf nefnilega að greiða 1.800 dala þátttökugjald, sem fer í rannsóknir á brjóstakrabbameini í Bandaríkjunum. Konurnar hafa því staðið í ströngu undanfarið við að safna fyrir gjaldinu og annarri eins upphæð, sem þær ætla að gefa í grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini á Íslandi. „Við erum á fullu að safna fyrir þátttökugjaldinu með hjálp fyrirtækja og einstaklinga,“ segir Gunnhildur. „Svo ætlum við af stað með söfnun fyrir íslensku rannsóknirnar og ætlum meðal annars að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis, þar sem hægt verður að styrkja ákveðin málefni.“ Fyrir utan vinnuna sem farið hefur í söfnunina, hefur hópurinn varið miklum undirbúningstíma í strangri þjálfun í Laugardal. Gunnhildur segir ekki veita af enda bíði þeirra það þrekvirki að ganga kílómetrana 63 á malbiki í kringum Manhattan. Vonandi verði það til að vekja athygli og samkennd.
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira