Söngkonan Christina Aguilera hefur mikinn áhuga á að spreyta sig í leiklist á komandi árum og segist hún þegar þurft að hafa hafnað nokkrum tilboðum um stór hlutverk í þáttum og kvikmyndum. Aguilera kom fram í litlu hlutverki í sjónvarpsþáttunum CSI: New York fyrir skemmstu auk þess sem hún talaði inn á teiknimyndina Shark’s Tale á sínum tíma.
Aguilera, sem komin er rúma þrjá mánuði á leið með sitt fyrsta barn, kveðst hafa mjög gaman af leiklistinni og hyggst hún breyta um lífsstíl eftir að frumburðurinn er fæddur.
„Leiklist er annað form af sköpun en tónlist og eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á að prófa. Ég vil fá að spreyta mig í kvikmyndahlutverki en þegar að því kemur vill ég að hlutverkið henti mér. Það er því mikilvægt að ég velji rétta hlutverkið,“ segir Aguilera.