Gamanmyndin Evan Almighty fór beint í efsta sæti norður ameríska aðsóknarlistans um síðustu helgi. Náði myndin þó aðeins inn rúmlega helmingi af aðsóknartekjum forvera síns, Bruce Almighty.
Í öðru sæti á aðsóknarlistanum var 1408, sem er byggð á samnefndri hryllingssögu Stephens King. Með aðalhlutverkin fara John Cusack og Samuel L. Jackson.