Er ekki með svo stórt nef 13. júní 2007 02:00 Víðir Guðmundsson hefur verið að gera það gott hjá Borgarleikhúsinu síðan hann útskrifaðist úr Leiklistarskólanum fyrir ári síðan.MYND/Víkurfréttir Ungur og tiltölulega óþekktur leikari, Víðir Guðmundsson, hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk Gosa í samnefndum barnasöngleik sem sýndur verður á fjölum Borgarleikhússins í haust. „Við vorum með eitt barnaleikrit á síðasta árinu mínu í Leiklistarskólanum en annars hef ég ekki tekið þátt í barnasýningum. Þetta verður því nokkuð ný reynsla fyrir mig en það gerir þetta bara enn meira spennandi og krefjandi,“ segir hinn 29 ára gamli Víðir, sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum fyrir ári síðan. Síðan þá hefur hann verið á samningi hjá Borgarleikhúsinu og meðal annars leikið titilhlutverkið í Amadeus auk þess sem hann fer með stórt hlutverk í uppfærslunni á Gretti. Víðir kveðst þekkja söguna um Gosa mjög vel eftir að hafa verið á sérstöku námskeiði um spýtukallinn knáa í skólanum. „Þessi saga er alveg frábær og miklu stærri og dýpri en fólk þekkir. Boðskapurinn er mikill og ég hugsa að allir eigi eitthvað sameiginlegt með Gosa,“ segir Víðir og viðurkennir fúslega að hann hafi sagt hvíta lygi á ævi sinni – meira að segja oftar en einu sinni. „En samt er ég ekki með svo stórt nef,“ bætir hann við. Eðlilega er um stórt tækifæri að ræða fyrir Víði en á meðal þeirra sem orðaðir höfðu verið við hlutverkið voru leikarar á borð við Björgvin Franz Gíslason, Guðjón Davíð Karlsson og fleiri. „Þetta er stórt verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Börn eru alltaf erfiðustu áhorfendurnir og ef þeim finnst leiðinlegt vilja þau bara fara heim. Ég vona allavega að ég nái að halda þeim í stólunum,“ segir Víðir.- vig Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Ungur og tiltölulega óþekktur leikari, Víðir Guðmundsson, hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk Gosa í samnefndum barnasöngleik sem sýndur verður á fjölum Borgarleikhússins í haust. „Við vorum með eitt barnaleikrit á síðasta árinu mínu í Leiklistarskólanum en annars hef ég ekki tekið þátt í barnasýningum. Þetta verður því nokkuð ný reynsla fyrir mig en það gerir þetta bara enn meira spennandi og krefjandi,“ segir hinn 29 ára gamli Víðir, sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum fyrir ári síðan. Síðan þá hefur hann verið á samningi hjá Borgarleikhúsinu og meðal annars leikið titilhlutverkið í Amadeus auk þess sem hann fer með stórt hlutverk í uppfærslunni á Gretti. Víðir kveðst þekkja söguna um Gosa mjög vel eftir að hafa verið á sérstöku námskeiði um spýtukallinn knáa í skólanum. „Þessi saga er alveg frábær og miklu stærri og dýpri en fólk þekkir. Boðskapurinn er mikill og ég hugsa að allir eigi eitthvað sameiginlegt með Gosa,“ segir Víðir og viðurkennir fúslega að hann hafi sagt hvíta lygi á ævi sinni – meira að segja oftar en einu sinni. „En samt er ég ekki með svo stórt nef,“ bætir hann við. Eðlilega er um stórt tækifæri að ræða fyrir Víði en á meðal þeirra sem orðaðir höfðu verið við hlutverkið voru leikarar á borð við Björgvin Franz Gíslason, Guðjón Davíð Karlsson og fleiri. „Þetta er stórt verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Börn eru alltaf erfiðustu áhorfendurnir og ef þeim finnst leiðinlegt vilja þau bara fara heim. Ég vona allavega að ég nái að halda þeim í stólunum,“ segir Víðir.- vig
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein