Endalok Sopranos 11. júní 2007 06:00 Miklar líkur voru taldar á því að Soprano myndi deyja í lokaþættinum. Lokaþáttaröðin af Soprano-fjölskyldunni var sýnd í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þættirnir verða ekki sýndir hér á landi fyrr en í byrjun október. Til að hita upp fyrir hana hefur Rúv endursýningar á síðustu þáttaröð um miðjan júlí. James Gandolfini, sem leikur mafíuforingjan Tony Soprano, saknar þess ekkert að kveðja persónuna í hinsta sinn. „Mér var sagt að þetta yrði erfitt fyrir mig en mér finnst það ekki. Það er mjög róandi fyrir mig að horfa fram á veginn og prófa nýja hluti,“ sagði Gandolfini. „Þessi persóna hefur verið með mér svo lengi þannig að það er ákveðinn léttir að sleppa af henni takinu.“ Hann segir að álagið hafi verið mikið á sér við upptökurnar á þáttunum og það hafi sýnt sig. „Að vera þreyttur hjálpaði mér á ákveðinn hátt. Ef persónan hefði átt að líta vel út og vera myndarleg og hamingjusöm hefði vinnuálagið ekki hjálpað til. En það hjálpaði mér mikið. Ég gat verið úrillur og þreyttur og litið eins illa út og ég vildi,“ sagði hann. Veðbankar voru uppteknir við að taka við veðmálum um hver myndi deyja í lokaþættinum. Var stuðullinn tveir á móti einum um að Tony Soprano-sjálfur myndi fá það hlutskipti en einn á móti þremur um að hann héldi lífi. „Fólk veðjar um allt milli himins og jarðar,“ sagði eigandi veðbankans bodog.com. „Margir vilja veðja um hver deyi af náttúrulegum orsökum og hver verði drepinn.“ Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Lokaþáttaröðin af Soprano-fjölskyldunni var sýnd í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þættirnir verða ekki sýndir hér á landi fyrr en í byrjun október. Til að hita upp fyrir hana hefur Rúv endursýningar á síðustu þáttaröð um miðjan júlí. James Gandolfini, sem leikur mafíuforingjan Tony Soprano, saknar þess ekkert að kveðja persónuna í hinsta sinn. „Mér var sagt að þetta yrði erfitt fyrir mig en mér finnst það ekki. Það er mjög róandi fyrir mig að horfa fram á veginn og prófa nýja hluti,“ sagði Gandolfini. „Þessi persóna hefur verið með mér svo lengi þannig að það er ákveðinn léttir að sleppa af henni takinu.“ Hann segir að álagið hafi verið mikið á sér við upptökurnar á þáttunum og það hafi sýnt sig. „Að vera þreyttur hjálpaði mér á ákveðinn hátt. Ef persónan hefði átt að líta vel út og vera myndarleg og hamingjusöm hefði vinnuálagið ekki hjálpað til. En það hjálpaði mér mikið. Ég gat verið úrillur og þreyttur og litið eins illa út og ég vildi,“ sagði hann. Veðbankar voru uppteknir við að taka við veðmálum um hver myndi deyja í lokaþættinum. Var stuðullinn tveir á móti einum um að Tony Soprano-sjálfur myndi fá það hlutskipti en einn á móti þremur um að hann héldi lífi. „Fólk veðjar um allt milli himins og jarðar,“ sagði eigandi veðbankans bodog.com. „Margir vilja veðja um hver deyi af náttúrulegum orsökum og hver verði drepinn.“
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein