Endalok Sopranos 11. júní 2007 06:00 Miklar líkur voru taldar á því að Soprano myndi deyja í lokaþættinum. Lokaþáttaröðin af Soprano-fjölskyldunni var sýnd í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þættirnir verða ekki sýndir hér á landi fyrr en í byrjun október. Til að hita upp fyrir hana hefur Rúv endursýningar á síðustu þáttaröð um miðjan júlí. James Gandolfini, sem leikur mafíuforingjan Tony Soprano, saknar þess ekkert að kveðja persónuna í hinsta sinn. „Mér var sagt að þetta yrði erfitt fyrir mig en mér finnst það ekki. Það er mjög róandi fyrir mig að horfa fram á veginn og prófa nýja hluti,“ sagði Gandolfini. „Þessi persóna hefur verið með mér svo lengi þannig að það er ákveðinn léttir að sleppa af henni takinu.“ Hann segir að álagið hafi verið mikið á sér við upptökurnar á þáttunum og það hafi sýnt sig. „Að vera þreyttur hjálpaði mér á ákveðinn hátt. Ef persónan hefði átt að líta vel út og vera myndarleg og hamingjusöm hefði vinnuálagið ekki hjálpað til. En það hjálpaði mér mikið. Ég gat verið úrillur og þreyttur og litið eins illa út og ég vildi,“ sagði hann. Veðbankar voru uppteknir við að taka við veðmálum um hver myndi deyja í lokaþættinum. Var stuðullinn tveir á móti einum um að Tony Soprano-sjálfur myndi fá það hlutskipti en einn á móti þremur um að hann héldi lífi. „Fólk veðjar um allt milli himins og jarðar,“ sagði eigandi veðbankans bodog.com. „Margir vilja veðja um hver deyi af náttúrulegum orsökum og hver verði drepinn.“ Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Lokaþáttaröðin af Soprano-fjölskyldunni var sýnd í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þættirnir verða ekki sýndir hér á landi fyrr en í byrjun október. Til að hita upp fyrir hana hefur Rúv endursýningar á síðustu þáttaröð um miðjan júlí. James Gandolfini, sem leikur mafíuforingjan Tony Soprano, saknar þess ekkert að kveðja persónuna í hinsta sinn. „Mér var sagt að þetta yrði erfitt fyrir mig en mér finnst það ekki. Það er mjög róandi fyrir mig að horfa fram á veginn og prófa nýja hluti,“ sagði Gandolfini. „Þessi persóna hefur verið með mér svo lengi þannig að það er ákveðinn léttir að sleppa af henni takinu.“ Hann segir að álagið hafi verið mikið á sér við upptökurnar á þáttunum og það hafi sýnt sig. „Að vera þreyttur hjálpaði mér á ákveðinn hátt. Ef persónan hefði átt að líta vel út og vera myndarleg og hamingjusöm hefði vinnuálagið ekki hjálpað til. En það hjálpaði mér mikið. Ég gat verið úrillur og þreyttur og litið eins illa út og ég vildi,“ sagði hann. Veðbankar voru uppteknir við að taka við veðmálum um hver myndi deyja í lokaþættinum. Var stuðullinn tveir á móti einum um að Tony Soprano-sjálfur myndi fá það hlutskipti en einn á móti þremur um að hann héldi lífi. „Fólk veðjar um allt milli himins og jarðar,“ sagði eigandi veðbankans bodog.com. „Margir vilja veðja um hver deyi af náttúrulegum orsökum og hver verði drepinn.“
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira