Hjón í orði, á borði og á sviði 26. maí 2007 12:00 Edda Arnljótsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson eiga fátt sammerkt með hjónunum sem leika lausum hala í stofunni á Lokastígnum. MYND/Hörður Verk Sigtryggs Magnasonar var frumsýnt síðastliðinn fimmtudag sem liður í Listahátíð í Reykjavík. Þetta óvenjulega verk bíður upp á mjög mikla nálægð, dramatík og húmor í heimilislegu umhverfi svo ekki sé meira sagt. „Sigtryggur þekkir Eddu því hún lék í verki hans Herjólfur er hættur að elska sem var sett upp í Þjóðleikhúsinu. Hann heldur greinilega upp á hana því hann vildi að hún léki í þessu líka,“ segir Ingvar og lítur á konu sína. Í vetur var síðan afráðið að verkið yrði sýnt við þessar frumlegu aðstæður og að Ingvar léki á móti Eddu. Þriðji leikarinn í sýningunni er Jörundur Ragnarsson sem fer með hlutverk sonarins. Leiðir þeirra hjóna lágu oftar saman þegar Ingvar var einnig fastráðinn við Þjóðleikhúsið en þau hafa nokkrum sinnum deilt sviðinu. „Við útskrifuðumst bæði úr Leiklistarskólanum árið 1990,“ segir Ingvar. „Eftir að hafa verið saman í skólanum og allan sólarhringinn í fjögur ár,“ bætir Edda við. Eftir útskrift léku þau saman í Pétri Gaut í Þjóðleikhúsinu en það gerðu þau einnig í vinsælli uppfærslu hússins á verkinu árið 2006. „Við vorum fastráðin við sama húsið í níu ár en síðan hætti ég þar,“ segir Ingvar. „Við vorum alls ekkert alltaf í sömu verkunum en rákumst á hvort annað á göngunum .“ Edda segir að líklegast hafi þau leikið saman innan við tíu sinnum frá þessum tíma og nú leiki þau hjón í annað sinn.Fátt sammerktÁtökin í Yfirvofandi tengjast gömlum sárum og sorglegum glæp en einnig hversdagslegum samskiptum og kunnuglegum misskilningi. Blaðamanni leikur hug á að spyrja hvort það taki ekki á að leika svo nærgöngult verk í miklu návígi við áhorfendur?„Þetta er náttúrulega eins og hvert annað verkefni en maður er óneitanlega smá eftir sig að loknum æfingum,“ segir Ingvar. „Þetta er mjög nærgöngult verk sem tekur á áhrofendur sem sjá það í fyrsta sinn. Við höfum vitaskuld farið mjög gaumgæfilega í gegnum það allt, og sumt gerum við hreinlega á tækninni,“ segir hann. Edda tekur fram að æfingaferlið hafi verið afar skemmtileg þrátt fyrir að viðfangsefni verksins sé alvarlegt. „Þrátt fyrir allt var mjög ánægjulegt og gaman að æfa það, þetta er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í. Og hópurinn alveg einstakur, Bergur Ingólfsson leikstjóri alveg frábær og gott að vera hjá Sigtryggi.“ „Já, það var mjög þægilegt að mæta í vinnuna,“ samsinnir Ingvar og brosir út í annað.Hjónin í verkinu eiga fátt sammerkt með Eddu og Ingvar, sem betur fer líklega því ýmislegt gengur á heima hjá persónunum sem ekki er til eftirbreytni. Edda hristir hausinn hlæjandi þegar talið berst að slíkum samanburði. „Þetta eru náttúrulega allt öðruvísi hjón, heldur en við og mjög öfgafullar aðstæður“ segir hún en Ingvar bætir við að ef farið væri í miklar rannsóknir væri kannski hægt að finna einhverjar hliðstæður líkt og í öllum samböndum en hann líti skiljanlega á þetta sem algjörlega aðskilin hjónabönd.Talað í krossIngvar útskýrir að upplifun áhorfendanna sé samþjöppuð klukkustund af lífi hjóna sem hafa verið saman í tuttugu og sex ár. „Þau hafa ábyggilega átt margar góðar stundir saman þó þau eigi sameiginlega sorg, eða sekt.“ Hið kunnuglega sé ekki síst að finna í hversdagslegu þrasi þeirra sem margir kannast við. „Við Edda erum ekki alltaf sammála um alla hluti heldur, síður en svo,“ segir Ingvar og hlær.„Þessi rifrildi þeirra þegar þau tala í kross og hlusta ekki hvort á annað. Það gerist oft að við tölum í kross og hlustum ekki hvort á annað, bæði af ásettu ráði og í erli dagsins,“ bætir Edda við og brosir. Þau útskýra að karpið í hjónunum um veðrið hafi vakið mikinn hlátur á æfingum. „Það er auðvelt að tengja við slíkt en það hvílir hins vegar mikið farg á persónunum sem við erum blessunarlega laus við,“ segir Edda. „Já, ég veit ekki hvort maður gæti leikið í svona sýningu ef maður hefði upplifað eitthvað í líkingu við reynslu þessara hjóna,“ áréttar Ingvar.Sama tungumáliðÞau eru sammála um að eitt það mest spennandi við verkið Yfirvofandi sé texti Sigtryggs Magnasonar sem sé svo knappur og kröftugur, ljóðrænn og hversdagslegur í bland. „Hann rennur svo lipurlega og það liggur svo margt milli línanna. Textinn hans Sigtryggs fer með mann miklu lengra en orðin,“ segir Edda. „Við fyrsta lestur eru þetta bara orð sem maður þarf að púsla saman en þau verða dýpri og líflegri með hverju lestir og öðlast nýja merkingu með hverri æfingu. Það er einfaldlega merki um að leikritið sé gott,“ bætir Ingvar við.Edda segir að þeirra eigið samband hafi komið þeim til góðs við æfingar á verkinu. „Það gekk ýmislegt fljótar og betur fyrir sig vegna þess að við þekkjum hvort annað og höfum svipaðan skilning,“ segir hún. „Við erum mjög ólíkar manneskjur og þess vegna erum við ólíkir leikarar. En við höfum verið saman í hvað..... tuttugur ár?“ spyr Ingvar og Edda kinkar kolli. „Þá er kominn heilmikill skilningur í sambandið og sumt þarf ekki að tala um.“ Edda tekur upp þann þráð og segir það sjaldgæft að þeir sem maður hefur ofast unnið með séu auðveldastir í samstarfi. „Það er meira eins og maður tali svipað tungumál og ákveðið fólk, þó maður sé aðeins að vinna með viðkomandi í fyrsta eða annað sinn. Maður getur verið búinn að vinna milljón sinnum með einhverjum og aldrei skilið hann alveg.“Ingvar tekur undir og segir það spara mikla orku að vera á sömu bylgjulengd og samstarfsfólkið. „Þetta er eins og með Berg....,“ segir Edda. „Og Sigtrygg,“ bætir Ingvar við. „Já þess vegna hefur þetta verið svona skemmtilegt. Það þurfti ekki að segja svo margt, allur hópurinn er með sömu nálgunina á verkið, það þurfti ekki að útskýra mikið.“ Ingvar segir að samvinna þeirra hjóna sé mjög ánægjuleg og þau myndu gjarnan vilja vinna meira saman. „En við erum með stórt heimili, stundum er ópraktískt að við séum bæði að vinna mikið á sama tíma.“ Edda rifjar upp þegar þau voru bæði í Þjóðleikhúsinu og þurftu að skipuleggja sig vel en voru þó oft að frumsýna hvort í sínum mánuðinum. „Þessi sýning er annars eðlis, mun minna stress í kringum hana,“ útskýrir hún. „En það er samt leiðinlegt að við séum bæði að heiman á kvöldin þegar krakkarnir eru í prófum,“ bætir fjölskyldufaðirinn við. „Já en þó við höfum ekki verið að sýna sömu sýninguna höfum við oft verið í burtu öll kvöld, hvort í sínu lagi. Mér hefur fundist mjög gaman að mæta í vinnuna saman og koma saman heim,“ segir Edda.Minnst um vinnunaÞó Edda og Ingvar lifi og hrærist í leiklistinni taka þau bæði fram að það sé ekki það eina sem rætt er um á heimilinu. „Fólk heldur kannski að við séum að æfa okkur heima en svo er ekki,“ segir Ingvar hlæjandi. „En við hlýðum varla hvort öðru yfir.“ „Nei, við tölum varla um þetta, það er svo margt annað að tala um,“ segir Edda sposk. „Maður verður að aðskilja vinnuna og heimilið, ég yrði brjálaður ef ég væri alltaf að hugsa um vinnuna hérna heima. Ég nota tímann minn til að undirbúa mig og þá er oft betra að hugsa og vinna textann í einrúmi, ég fæ frekar krakkana okkar til að hlýða mér yfir,“ segir Ingvar en tekur þó fram að það hafi ekki verið mögulegt í þessu tilviki þar sem Yfirvofandi sé ekki verk við hæfi barna. „Ætli við tölum ekki minnst um vinnuna,“ segir Edda íbyggin. „Jú, ég veit stundum ekkert hvað er í gangi fyrr en það kemur að frumsýningu hjá Eddu. Ég veit hvað verkið heitir en varla meira,“ segir hann hlær við.„Þetta er vinnan okkar, ekki bara áhugamál.“ Á góðum staðÞað er ekki síst áhorfandinn sem er í óvenjulegu hlutverki í sýningum á Yfirvofandi. sem gestur á hádramatísku heimili þar sem aðeins rúmast um tuttugu áhorfendur í lítilli stofu. „Ég held að það sé skrítið fyrir fólk sem er vant að fara í leikhús, setjast í sætið sitt og horfa á sviðið og ljósin að koma á svona sýningu. Það kemur í bókstaflega heimsókn og fær að skyggnast inn í líf þessa fólks,“ segir Ingvar. Staðsetningin á heimavelli leikskáldsins á Lokastíg 5 er farin að skipta leikarana nokkru máli en Edda tekur fram að hún myndi alls ekki vilja leika verkið heima hjá sér. Ingvar segir að börn hjónanna á Lokastígnum séu hætt að kippa sér upp við að hann æði upp á efri hæðina til þeirra í miðri sýningu og kalli angistarfullur yfir hverfið. „Við veltum fyrir okkur á tímabili hvort einhver í nágrenninu færi að hringja á lögregluna og kvarta yfir heimilisofbeldi,“ segir hann en tekur fram að það hafi ekki gerst enn.Rætt hefur verið um að sýningin verði sett upp víðar, í allskonar húsum og aðstæðum en því fylgir töluvert umstang að æfa upp svo tæknilega sýningu á nýjum stað. „Það er samt aldrei að vita,“segir Edda, „við eigum ábyggilega eftir að sýna hana víðar en á Lokastígnum.“ „Ætli það væri ekki dálítið álag á fjölskylduna þar ef við værum að leika þetta hjá þeim í tvö, þrjú ár?“ spyr Ingvar kankvís að lokum. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Verk Sigtryggs Magnasonar var frumsýnt síðastliðinn fimmtudag sem liður í Listahátíð í Reykjavík. Þetta óvenjulega verk bíður upp á mjög mikla nálægð, dramatík og húmor í heimilislegu umhverfi svo ekki sé meira sagt. „Sigtryggur þekkir Eddu því hún lék í verki hans Herjólfur er hættur að elska sem var sett upp í Þjóðleikhúsinu. Hann heldur greinilega upp á hana því hann vildi að hún léki í þessu líka,“ segir Ingvar og lítur á konu sína. Í vetur var síðan afráðið að verkið yrði sýnt við þessar frumlegu aðstæður og að Ingvar léki á móti Eddu. Þriðji leikarinn í sýningunni er Jörundur Ragnarsson sem fer með hlutverk sonarins. Leiðir þeirra hjóna lágu oftar saman þegar Ingvar var einnig fastráðinn við Þjóðleikhúsið en þau hafa nokkrum sinnum deilt sviðinu. „Við útskrifuðumst bæði úr Leiklistarskólanum árið 1990,“ segir Ingvar. „Eftir að hafa verið saman í skólanum og allan sólarhringinn í fjögur ár,“ bætir Edda við. Eftir útskrift léku þau saman í Pétri Gaut í Þjóðleikhúsinu en það gerðu þau einnig í vinsælli uppfærslu hússins á verkinu árið 2006. „Við vorum fastráðin við sama húsið í níu ár en síðan hætti ég þar,“ segir Ingvar. „Við vorum alls ekkert alltaf í sömu verkunum en rákumst á hvort annað á göngunum .“ Edda segir að líklegast hafi þau leikið saman innan við tíu sinnum frá þessum tíma og nú leiki þau hjón í annað sinn.Fátt sammerktÁtökin í Yfirvofandi tengjast gömlum sárum og sorglegum glæp en einnig hversdagslegum samskiptum og kunnuglegum misskilningi. Blaðamanni leikur hug á að spyrja hvort það taki ekki á að leika svo nærgöngult verk í miklu návígi við áhorfendur?„Þetta er náttúrulega eins og hvert annað verkefni en maður er óneitanlega smá eftir sig að loknum æfingum,“ segir Ingvar. „Þetta er mjög nærgöngult verk sem tekur á áhrofendur sem sjá það í fyrsta sinn. Við höfum vitaskuld farið mjög gaumgæfilega í gegnum það allt, og sumt gerum við hreinlega á tækninni,“ segir hann. Edda tekur fram að æfingaferlið hafi verið afar skemmtileg þrátt fyrir að viðfangsefni verksins sé alvarlegt. „Þrátt fyrir allt var mjög ánægjulegt og gaman að æfa það, þetta er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í. Og hópurinn alveg einstakur, Bergur Ingólfsson leikstjóri alveg frábær og gott að vera hjá Sigtryggi.“ „Já, það var mjög þægilegt að mæta í vinnuna,“ samsinnir Ingvar og brosir út í annað.Hjónin í verkinu eiga fátt sammerkt með Eddu og Ingvar, sem betur fer líklega því ýmislegt gengur á heima hjá persónunum sem ekki er til eftirbreytni. Edda hristir hausinn hlæjandi þegar talið berst að slíkum samanburði. „Þetta eru náttúrulega allt öðruvísi hjón, heldur en við og mjög öfgafullar aðstæður“ segir hún en Ingvar bætir við að ef farið væri í miklar rannsóknir væri kannski hægt að finna einhverjar hliðstæður líkt og í öllum samböndum en hann líti skiljanlega á þetta sem algjörlega aðskilin hjónabönd.Talað í krossIngvar útskýrir að upplifun áhorfendanna sé samþjöppuð klukkustund af lífi hjóna sem hafa verið saman í tuttugu og sex ár. „Þau hafa ábyggilega átt margar góðar stundir saman þó þau eigi sameiginlega sorg, eða sekt.“ Hið kunnuglega sé ekki síst að finna í hversdagslegu þrasi þeirra sem margir kannast við. „Við Edda erum ekki alltaf sammála um alla hluti heldur, síður en svo,“ segir Ingvar og hlær.„Þessi rifrildi þeirra þegar þau tala í kross og hlusta ekki hvort á annað. Það gerist oft að við tölum í kross og hlustum ekki hvort á annað, bæði af ásettu ráði og í erli dagsins,“ bætir Edda við og brosir. Þau útskýra að karpið í hjónunum um veðrið hafi vakið mikinn hlátur á æfingum. „Það er auðvelt að tengja við slíkt en það hvílir hins vegar mikið farg á persónunum sem við erum blessunarlega laus við,“ segir Edda. „Já, ég veit ekki hvort maður gæti leikið í svona sýningu ef maður hefði upplifað eitthvað í líkingu við reynslu þessara hjóna,“ áréttar Ingvar.Sama tungumáliðÞau eru sammála um að eitt það mest spennandi við verkið Yfirvofandi sé texti Sigtryggs Magnasonar sem sé svo knappur og kröftugur, ljóðrænn og hversdagslegur í bland. „Hann rennur svo lipurlega og það liggur svo margt milli línanna. Textinn hans Sigtryggs fer með mann miklu lengra en orðin,“ segir Edda. „Við fyrsta lestur eru þetta bara orð sem maður þarf að púsla saman en þau verða dýpri og líflegri með hverju lestir og öðlast nýja merkingu með hverri æfingu. Það er einfaldlega merki um að leikritið sé gott,“ bætir Ingvar við.Edda segir að þeirra eigið samband hafi komið þeim til góðs við æfingar á verkinu. „Það gekk ýmislegt fljótar og betur fyrir sig vegna þess að við þekkjum hvort annað og höfum svipaðan skilning,“ segir hún. „Við erum mjög ólíkar manneskjur og þess vegna erum við ólíkir leikarar. En við höfum verið saman í hvað..... tuttugur ár?“ spyr Ingvar og Edda kinkar kolli. „Þá er kominn heilmikill skilningur í sambandið og sumt þarf ekki að tala um.“ Edda tekur upp þann þráð og segir það sjaldgæft að þeir sem maður hefur ofast unnið með séu auðveldastir í samstarfi. „Það er meira eins og maður tali svipað tungumál og ákveðið fólk, þó maður sé aðeins að vinna með viðkomandi í fyrsta eða annað sinn. Maður getur verið búinn að vinna milljón sinnum með einhverjum og aldrei skilið hann alveg.“Ingvar tekur undir og segir það spara mikla orku að vera á sömu bylgjulengd og samstarfsfólkið. „Þetta er eins og með Berg....,“ segir Edda. „Og Sigtrygg,“ bætir Ingvar við. „Já þess vegna hefur þetta verið svona skemmtilegt. Það þurfti ekki að segja svo margt, allur hópurinn er með sömu nálgunina á verkið, það þurfti ekki að útskýra mikið.“ Ingvar segir að samvinna þeirra hjóna sé mjög ánægjuleg og þau myndu gjarnan vilja vinna meira saman. „En við erum með stórt heimili, stundum er ópraktískt að við séum bæði að vinna mikið á sama tíma.“ Edda rifjar upp þegar þau voru bæði í Þjóðleikhúsinu og þurftu að skipuleggja sig vel en voru þó oft að frumsýna hvort í sínum mánuðinum. „Þessi sýning er annars eðlis, mun minna stress í kringum hana,“ útskýrir hún. „En það er samt leiðinlegt að við séum bæði að heiman á kvöldin þegar krakkarnir eru í prófum,“ bætir fjölskyldufaðirinn við. „Já en þó við höfum ekki verið að sýna sömu sýninguna höfum við oft verið í burtu öll kvöld, hvort í sínu lagi. Mér hefur fundist mjög gaman að mæta í vinnuna saman og koma saman heim,“ segir Edda.Minnst um vinnunaÞó Edda og Ingvar lifi og hrærist í leiklistinni taka þau bæði fram að það sé ekki það eina sem rætt er um á heimilinu. „Fólk heldur kannski að við séum að æfa okkur heima en svo er ekki,“ segir Ingvar hlæjandi. „En við hlýðum varla hvort öðru yfir.“ „Nei, við tölum varla um þetta, það er svo margt annað að tala um,“ segir Edda sposk. „Maður verður að aðskilja vinnuna og heimilið, ég yrði brjálaður ef ég væri alltaf að hugsa um vinnuna hérna heima. Ég nota tímann minn til að undirbúa mig og þá er oft betra að hugsa og vinna textann í einrúmi, ég fæ frekar krakkana okkar til að hlýða mér yfir,“ segir Ingvar en tekur þó fram að það hafi ekki verið mögulegt í þessu tilviki þar sem Yfirvofandi sé ekki verk við hæfi barna. „Ætli við tölum ekki minnst um vinnuna,“ segir Edda íbyggin. „Jú, ég veit stundum ekkert hvað er í gangi fyrr en það kemur að frumsýningu hjá Eddu. Ég veit hvað verkið heitir en varla meira,“ segir hann hlær við.„Þetta er vinnan okkar, ekki bara áhugamál.“ Á góðum staðÞað er ekki síst áhorfandinn sem er í óvenjulegu hlutverki í sýningum á Yfirvofandi. sem gestur á hádramatísku heimili þar sem aðeins rúmast um tuttugu áhorfendur í lítilli stofu. „Ég held að það sé skrítið fyrir fólk sem er vant að fara í leikhús, setjast í sætið sitt og horfa á sviðið og ljósin að koma á svona sýningu. Það kemur í bókstaflega heimsókn og fær að skyggnast inn í líf þessa fólks,“ segir Ingvar. Staðsetningin á heimavelli leikskáldsins á Lokastíg 5 er farin að skipta leikarana nokkru máli en Edda tekur fram að hún myndi alls ekki vilja leika verkið heima hjá sér. Ingvar segir að börn hjónanna á Lokastígnum séu hætt að kippa sér upp við að hann æði upp á efri hæðina til þeirra í miðri sýningu og kalli angistarfullur yfir hverfið. „Við veltum fyrir okkur á tímabili hvort einhver í nágrenninu færi að hringja á lögregluna og kvarta yfir heimilisofbeldi,“ segir hann en tekur fram að það hafi ekki gerst enn.Rætt hefur verið um að sýningin verði sett upp víðar, í allskonar húsum og aðstæðum en því fylgir töluvert umstang að æfa upp svo tæknilega sýningu á nýjum stað. „Það er samt aldrei að vita,“segir Edda, „við eigum ábyggilega eftir að sýna hana víðar en á Lokastígnum.“ „Ætli það væri ekki dálítið álag á fjölskylduna þar ef við værum að leika þetta hjá þeim í tvö, þrjú ár?“ spyr Ingvar kankvís að lokum.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira