Humarinn okkar hefur verið aðalsmerki í 40 ár 25. maí 2007 00:01 Gísli Már með rétta bragðið á tungunni. Mynd/Óðinn Hótel Höfn verður opnað í dag eftir gagngerar endurbætur. Að sjálfsögðu er humar ofarlega á matseðlinum hjá Gísla Má Vilhjálmssyni yfirkokki og einum af eigendum hótelsins. „Við á Hótel Höfn höfum haft humar sem aðalsmerki í 40 ár. Til dæmis fá allir erlendir ferðamenn sem hingað koma í hópum, fiskitríó sem inniheldur m.a. humar og hefur líkað mjög vel,“ segir Gísli Már þegar slegið er á þráðinn austur. Hann segir aðalatriðið við eldamennsku humars vera að passa eldunartímann. Það taki nefnilega ekki nema 1-2 mínútur að elda hann ófrosinn. Svo er hann rukkaður um uppskrift. „Einn af okkar aðalréttum á matseðli er svokallaður Sumarhumar sem er gufusteiktur humar með miklu af grænmeti og ekki má gleyma smjöri, hvítvíni og örlitlu salti. Smjörið er hitað vel og humarinn steiktur í eina mínútu síðan er hvítvíni hellt yfir og loki skellt yfir í eina mínútu. Safinn af pönnunni er svo borinn með ásamt nýbökuðu brauði.“ Hótel Höfn er að opna formlega í dag veitingasali sína eftir gagngerar endurbætur. Þeir eru aðalsalur á annarri hæð sem tekur um 130 manns og Ósinn á jarðhæð sem tekur um 50 manns. Reyndar er allt hótelið endurgert og einnig var það að bæta við 32 herbergjum í 3 stjörnu standard. „Við vorum nánast að verða tilbúin með hótelið endurgert í vetur þegar eldur kom upp í því. Eftir það urðum við auðvitað að laga það sem skemmdist og tókum svo skrefið alla leið.“ segir Gísli Már. Matur Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hótel Höfn verður opnað í dag eftir gagngerar endurbætur. Að sjálfsögðu er humar ofarlega á matseðlinum hjá Gísla Má Vilhjálmssyni yfirkokki og einum af eigendum hótelsins. „Við á Hótel Höfn höfum haft humar sem aðalsmerki í 40 ár. Til dæmis fá allir erlendir ferðamenn sem hingað koma í hópum, fiskitríó sem inniheldur m.a. humar og hefur líkað mjög vel,“ segir Gísli Már þegar slegið er á þráðinn austur. Hann segir aðalatriðið við eldamennsku humars vera að passa eldunartímann. Það taki nefnilega ekki nema 1-2 mínútur að elda hann ófrosinn. Svo er hann rukkaður um uppskrift. „Einn af okkar aðalréttum á matseðli er svokallaður Sumarhumar sem er gufusteiktur humar með miklu af grænmeti og ekki má gleyma smjöri, hvítvíni og örlitlu salti. Smjörið er hitað vel og humarinn steiktur í eina mínútu síðan er hvítvíni hellt yfir og loki skellt yfir í eina mínútu. Safinn af pönnunni er svo borinn með ásamt nýbökuðu brauði.“ Hótel Höfn er að opna formlega í dag veitingasali sína eftir gagngerar endurbætur. Þeir eru aðalsalur á annarri hæð sem tekur um 130 manns og Ósinn á jarðhæð sem tekur um 50 manns. Reyndar er allt hótelið endurgert og einnig var það að bæta við 32 herbergjum í 3 stjörnu standard. „Við vorum nánast að verða tilbúin með hótelið endurgert í vetur þegar eldur kom upp í því. Eftir það urðum við auðvitað að laga það sem skemmdist og tókum svo skrefið alla leið.“ segir Gísli Már.
Matur Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira