Mínus - The Great Northern Whalekill: Fjórar stjörnur Trausti Júlíusson skrifar 21. maí 2007 04:30 The Great Northern Whalekill Mínus Langþráð bið aðdáenda hljómsveitarinnar Mínuss er á enda í dag. The Great Northern Whalekill er komin út. Rokkhljómsveitin Mínus var lengi vel ein helsta von Íslands um velgengni á alþjóðlegum rokkmarkaði. Síðasta plata sveitarinnar, meistaraverkið Halldór Laxness, sem kom út á Íslandi árið 2003 og hirti öll verðlaun sem besta platan það árið, var gefin út í Evrópu árið eftir og fékk fína dóma. Í kjölfarið spilaði sveitin töluvert, sérstaklega í Bretlandi, og maður átti von á að Krummi yrði fastagestur á forsíðum Kerrang! og Metal Hammer um ókomna tíð. Síðustu ár hefur hins vegar farið frekar lítið fyrir Mínus og um leið hefur pressan á þá drengi aukist um að koma með nýja plötu. The Great Northern Whalekill var tekin upp í The Sound Factory hljóðverinu í Los Angeles seint á síðasta ári. Upptökustjóri var Joe Baresi, sem hefur unnið með sveitum eins og Queens of the Stone Age, Melvins, Tool og Jesus Lizard, en um hljóðblöndun sá Íslendingurinn S. Husky Höskulds sem er margverðlaunaður fyrir störf sín á plötum með Noruh Jones, Fantomas og Solomon Burke svo örfáir séu nefndir. Það er ekkert auðvelt að fylgja eftir meistaraverki eins og Halldór Laxness og það er hægt að segja það strax að Hvaladrápið er ekki jafn sterk plata. Hún er ekki jafn fersk eins og Halldór Laxness virkaði þegar hún kom út og hún er ekki jafn fullkomin hvað varðar lagasmíðar. Hún er hins vegar langt frá því að vera eitthvað léleg. mínus Fjögur ár eru liðin frá því meistaraverkið Halldór Laxness kom út. Arftaki þeirrar plötu er viðunandi að mati gagnrýnanda. Yfirbragðið á The Great Northern Whalekill er í þessum kunnuglega Mínus-stíl. Mínus-hljómurinn er þarna og þetta ómótstæðilega rokk-grúv sem hljómsveitin er þekkt fyrir. En platan er líka nokkuð fjölbreytt. Þetta fer frá harðkjarnakeyrslu (Rhythm Cure) yfir í ný-proggskotið rokk í anda Tool (Throw Away Angel) yfir í hálfgert pönk (Weekend Lovers) og Rip It Up byrjar sem órafmagnaður blús og breytist svo í hraða keyrslu. Shoot the Moon er svo næstum því poppaður smellur. Snilldarlag. Platan vinnur á við frekari hlustun og fer að virka almennilega eftir nokkrar umferðir í spilaranum. Smáatriði í útsetningum og sándi setja svip á einstaka lög og það hefur tekist sérstaklega vel með hljóðblöndun á söngnum. Á heildina litið er The Great Northern Whalekill rokkplata yfir meðallagi. Viðunandi arftaki meistaraverksins Halldór Laxness og rúmlega það. Menning Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Stærsta þorrablót landsins Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Langþráð bið aðdáenda hljómsveitarinnar Mínuss er á enda í dag. The Great Northern Whalekill er komin út. Rokkhljómsveitin Mínus var lengi vel ein helsta von Íslands um velgengni á alþjóðlegum rokkmarkaði. Síðasta plata sveitarinnar, meistaraverkið Halldór Laxness, sem kom út á Íslandi árið 2003 og hirti öll verðlaun sem besta platan það árið, var gefin út í Evrópu árið eftir og fékk fína dóma. Í kjölfarið spilaði sveitin töluvert, sérstaklega í Bretlandi, og maður átti von á að Krummi yrði fastagestur á forsíðum Kerrang! og Metal Hammer um ókomna tíð. Síðustu ár hefur hins vegar farið frekar lítið fyrir Mínus og um leið hefur pressan á þá drengi aukist um að koma með nýja plötu. The Great Northern Whalekill var tekin upp í The Sound Factory hljóðverinu í Los Angeles seint á síðasta ári. Upptökustjóri var Joe Baresi, sem hefur unnið með sveitum eins og Queens of the Stone Age, Melvins, Tool og Jesus Lizard, en um hljóðblöndun sá Íslendingurinn S. Husky Höskulds sem er margverðlaunaður fyrir störf sín á plötum með Noruh Jones, Fantomas og Solomon Burke svo örfáir séu nefndir. Það er ekkert auðvelt að fylgja eftir meistaraverki eins og Halldór Laxness og það er hægt að segja það strax að Hvaladrápið er ekki jafn sterk plata. Hún er ekki jafn fersk eins og Halldór Laxness virkaði þegar hún kom út og hún er ekki jafn fullkomin hvað varðar lagasmíðar. Hún er hins vegar langt frá því að vera eitthvað léleg. mínus Fjögur ár eru liðin frá því meistaraverkið Halldór Laxness kom út. Arftaki þeirrar plötu er viðunandi að mati gagnrýnanda. Yfirbragðið á The Great Northern Whalekill er í þessum kunnuglega Mínus-stíl. Mínus-hljómurinn er þarna og þetta ómótstæðilega rokk-grúv sem hljómsveitin er þekkt fyrir. En platan er líka nokkuð fjölbreytt. Þetta fer frá harðkjarnakeyrslu (Rhythm Cure) yfir í ný-proggskotið rokk í anda Tool (Throw Away Angel) yfir í hálfgert pönk (Weekend Lovers) og Rip It Up byrjar sem órafmagnaður blús og breytist svo í hraða keyrslu. Shoot the Moon er svo næstum því poppaður smellur. Snilldarlag. Platan vinnur á við frekari hlustun og fer að virka almennilega eftir nokkrar umferðir í spilaranum. Smáatriði í útsetningum og sándi setja svip á einstaka lög og það hefur tekist sérstaklega vel með hljóðblöndun á söngnum. Á heildina litið er The Great Northern Whalekill rokkplata yfir meðallagi. Viðunandi arftaki meistaraverksins Halldór Laxness og rúmlega það.
Menning Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Stærsta þorrablót landsins Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira