Kennir körlum að elda 10. maí 2007 00:01 Fríða Sophia Böðvarsdóttir kennir karlmönnum að elda í Kvöldskóla Kópavogs. Þar er þessi réttur meðal annars á námsskrá. MYND/gva Fríða Sophia Böðvarsdóttir kennir matreiðslu jafnt dag sem kvöld. Hún er heimilisfræðakennari í Víkurskóla í Grafarvogi og heldur jafnframt námskeið í Kvöldskóla Kópavogs. Fríða hefur kennt nokkur mismunandi námskeið í kvöldskólanum, þar sem hún hefur verið í ein sextán ár. „Ég byrjaði með Gómsæta grænmetisrétti, svo hef ég verið með námskeið sem heitir Bökur og partíréttir og í vetur var ég með hráfæði," útskýrir Fríða. Sjálf eldar hún mikið af grænmetisfæði. „Ég var með grænmetisfyrirtæki hérna áður fyrr og var sjálf grænmetisæta," segir hún. Síðustu tvö ár hefur Fríða þar að auki séð um matreiðslunámskeið sem eru sérstaklega fyrir karlmenn. „Ég er með eitt undirstöðunámskeið og annað framhaldsnámskeið," útskýrir hún. Fríða segir námskeiðin vera vel sótt og það af karlmönnum á öllum aldri. „Yngsti nemandi minn kom með pabba sínum, hann var ellefu ára. Þetta eru karlmenn sem hafa áhuga á mat, sem eru einstæðir eða ekklar og eins strákar sem eru svona að byrja að búa," útskýrir hún. „Svo er líka algengt að konurnar gefi mönnunum sínum námskeið í jóla- eða afmælisgjöf," bætti hún við. Fríða deilir hér uppskrift að pottrétti og brauði af karlanámskeiðinu með lesendum. Hún bendir þó á að sé fólk í tímaþröng megi auðveldlega sleppa baununum, eða kaupa þær niðursoðnar. Matur Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið
Fríða Sophia Böðvarsdóttir kennir matreiðslu jafnt dag sem kvöld. Hún er heimilisfræðakennari í Víkurskóla í Grafarvogi og heldur jafnframt námskeið í Kvöldskóla Kópavogs. Fríða hefur kennt nokkur mismunandi námskeið í kvöldskólanum, þar sem hún hefur verið í ein sextán ár. „Ég byrjaði með Gómsæta grænmetisrétti, svo hef ég verið með námskeið sem heitir Bökur og partíréttir og í vetur var ég með hráfæði," útskýrir Fríða. Sjálf eldar hún mikið af grænmetisfæði. „Ég var með grænmetisfyrirtæki hérna áður fyrr og var sjálf grænmetisæta," segir hún. Síðustu tvö ár hefur Fríða þar að auki séð um matreiðslunámskeið sem eru sérstaklega fyrir karlmenn. „Ég er með eitt undirstöðunámskeið og annað framhaldsnámskeið," útskýrir hún. Fríða segir námskeiðin vera vel sótt og það af karlmönnum á öllum aldri. „Yngsti nemandi minn kom með pabba sínum, hann var ellefu ára. Þetta eru karlmenn sem hafa áhuga á mat, sem eru einstæðir eða ekklar og eins strákar sem eru svona að byrja að búa," útskýrir hún. „Svo er líka algengt að konurnar gefi mönnunum sínum námskeið í jóla- eða afmælisgjöf," bætti hún við. Fríða deilir hér uppskrift að pottrétti og brauði af karlanámskeiðinu með lesendum. Hún bendir þó á að sé fólk í tímaþröng megi auðveldlega sleppa baununum, eða kaupa þær niðursoðnar.
Matur Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið