Gerir það gott í Þýskalandi 8. maí 2007 10:00 Þorleifur Örn Arnarsson íhugar fimm tilboð sem honum hafa borist frá þýskum leikhúsum. MYND/Rósa Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós. Sýningarnar á Eilífri hamingju í Maxím Gorkí-leikhúsinu voru vel sóttar af þýsku leikhúsfólki að sögn Þorleifs, en Maxím Gorkí- leikhúsið er eitt þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við Þorleif. „Þar myndi ég setja upp verk eftir Lars Norén. Það yrði frumsýnt á norrænni hátíð í Sophiensale og færi þaðan yfir í Maxím Gorkí,“ útskýrði Þorleifur. Hann er einnig í viðræðum við Schaubühne-leikhúsið. „Gengi það eftir yrði þetta brjálæðislega spennandi. Það er svona eins og að vera valinn í brasilíska landsliðið,“ sagði Þorleifur. Í kortunum er einnig sýning í borginni Schwerin í Austur-Þýskalandi og uppsetning á Hamlet. „Svo hafa margir af stórleikurunum í Berlín tekið sig saman og stofnað sitt eigið leikhús og ég hef verið í viðræðum við þá um að koma inn með sýningu. Það er samt alveg á frumstigi,“ sagði Þorleifur og benti á að síðasta sýning á Eilífri hamingju hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu á morgun. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós. Sýningarnar á Eilífri hamingju í Maxím Gorkí-leikhúsinu voru vel sóttar af þýsku leikhúsfólki að sögn Þorleifs, en Maxím Gorkí- leikhúsið er eitt þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við Þorleif. „Þar myndi ég setja upp verk eftir Lars Norén. Það yrði frumsýnt á norrænni hátíð í Sophiensale og færi þaðan yfir í Maxím Gorkí,“ útskýrði Þorleifur. Hann er einnig í viðræðum við Schaubühne-leikhúsið. „Gengi það eftir yrði þetta brjálæðislega spennandi. Það er svona eins og að vera valinn í brasilíska landsliðið,“ sagði Þorleifur. Í kortunum er einnig sýning í borginni Schwerin í Austur-Þýskalandi og uppsetning á Hamlet. „Svo hafa margir af stórleikurunum í Berlín tekið sig saman og stofnað sitt eigið leikhús og ég hef verið í viðræðum við þá um að koma inn með sýningu. Það er samt alveg á frumstigi,“ sagði Þorleifur og benti á að síðasta sýning á Eilífri hamingju hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu á morgun.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein