Tímabært framtak 7. maí 2007 00:01 Utanríkisráðuneytið gaf fyrir viku út merkilegt plagg, sem ber yfirskriftina "Mannréttindi í íslenzkri utanríkisstefnu". Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fylgdi því úr hlaði á fundi við Háskólann á Akureyri. "Mannréttindi snerta alla, alls staðar og eru óháð tíma og rúmi," segir í inngangi að hinu 34 síðna riti þar sem stefnan er tíunduð. Þá segir: "Árangur á mannréttindasviðinu veltur á samþættri nálgun á mismunandi stefnusviðum og samstarfi þar á milli. Nú er víðtækari skilningur en áður á samspili mannréttinda, sjálfbærrar þróunar, friðar og öryggis. Því er nauðsynlegt að mannréttindi fléttist inn í öll svið utanríkisstefnu, þar með talið þróunarsamvinnu, öryggismál og viðskipti. Skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda eru ekki síst í þágu lands og þjóðar og eru skýr skilaboð um vilja Íslands til að taka þátt í að búa til betri heim í þágu alls mannkyns, þar sem íbúum heims eru tryggð grundvallarmannréttindi, öryggi og friður." Full ástæða er til að taka undir þetta og fagnaðarefni að ráðizt skyldi í að móta með þessum hætti heildstæða stefnu fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum mannréttindamálum. Er utanríkisráðherra kynnti stefnuna síðastliðinn mánudag sagði hann að Ísland hefði töluvert fram að færa á þessu sviði. Í ljósi þess og aukins vægis mannréttindamála í alþjóðastarfi væri tímabært fyrir Ísland að sækjast eftir setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd. Þetta er verðugt verkefni og væntanlega til þess fallið að skerpa vitund Íslendinga fyrir alþjóðlegum mannréttindamálum. Af nógu er að taka á þeim vettvangi. Sem dæmi má nefna að í rúmlega 150 ríkjum heims eru dæmi um að pyntingum og öðrum grimmilegum aðferðum sé beitt og í um 70 þessara ríkja er slíkt ástand útbreitt eða viðvarandi. Það veitir því ekki af að Ísland beiti þeim áhrifum sem því er unnt á alþjóðavettvangi til að berjast gegn mannréttindabrotum. Í dag stendur Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir lýsa stefnu þeirra í mannréttindamálum. Þetta er líka framtak sem ber að fagna, enda gott að stefna flokkanna í þessum málum komi fram, þótt hún muni tæpast ráða úrslitum í kosningunum á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun
Utanríkisráðuneytið gaf fyrir viku út merkilegt plagg, sem ber yfirskriftina "Mannréttindi í íslenzkri utanríkisstefnu". Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fylgdi því úr hlaði á fundi við Háskólann á Akureyri. "Mannréttindi snerta alla, alls staðar og eru óháð tíma og rúmi," segir í inngangi að hinu 34 síðna riti þar sem stefnan er tíunduð. Þá segir: "Árangur á mannréttindasviðinu veltur á samþættri nálgun á mismunandi stefnusviðum og samstarfi þar á milli. Nú er víðtækari skilningur en áður á samspili mannréttinda, sjálfbærrar þróunar, friðar og öryggis. Því er nauðsynlegt að mannréttindi fléttist inn í öll svið utanríkisstefnu, þar með talið þróunarsamvinnu, öryggismál og viðskipti. Skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda eru ekki síst í þágu lands og þjóðar og eru skýr skilaboð um vilja Íslands til að taka þátt í að búa til betri heim í þágu alls mannkyns, þar sem íbúum heims eru tryggð grundvallarmannréttindi, öryggi og friður." Full ástæða er til að taka undir þetta og fagnaðarefni að ráðizt skyldi í að móta með þessum hætti heildstæða stefnu fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum mannréttindamálum. Er utanríkisráðherra kynnti stefnuna síðastliðinn mánudag sagði hann að Ísland hefði töluvert fram að færa á þessu sviði. Í ljósi þess og aukins vægis mannréttindamála í alþjóðastarfi væri tímabært fyrir Ísland að sækjast eftir setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, í samráði og samvinnu við önnur Norðurlönd. Þetta er verðugt verkefni og væntanlega til þess fallið að skerpa vitund Íslendinga fyrir alþjóðlegum mannréttindamálum. Af nógu er að taka á þeim vettvangi. Sem dæmi má nefna að í rúmlega 150 ríkjum heims eru dæmi um að pyntingum og öðrum grimmilegum aðferðum sé beitt og í um 70 þessara ríkja er slíkt ástand útbreitt eða viðvarandi. Það veitir því ekki af að Ísland beiti þeim áhrifum sem því er unnt á alþjóðavettvangi til að berjast gegn mannréttindabrotum. Í dag stendur Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir lýsa stefnu þeirra í mannréttindamálum. Þetta er líka framtak sem ber að fagna, enda gott að stefna flokkanna í þessum málum komi fram, þótt hún muni tæpast ráða úrslitum í kosningunum á laugardaginn.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun