Málsvarar lítilmagnans 29. apríl 2007 00:01 Karl Ágúst Úlfsson ,,Mér fannst ástæða til að setja hlutina í samhengi: að þjóðin sem endalaust lofsyngur landið sitt skuli um leið ganga um það eins og við gerum.” MYND/Hörður Það eru ekki fínheitin á skrifstofu Karls Ágústs. Dálítið drasl-aralegt – ekki ósvipað og í vinnuskúr verkamanna. Gömul mynd af Spaugstofumeðlimum í ramma með brotnu gleri og gítar sem vantar í streng. Á minnistöflu má sjá punkta fyrir þátt kvöldsins – meðal annars ,,ljóskan“. Hér verður snilldin til? spyr ég, er alltaf sama ferlið á þessu hjá ykkur? „Já já, það er hugmyndavinna á mánudögum og þriðjudögum,“ segir Karl Ágúst. „Þá höldum við hugmyndafundi og veltum fréttum vikunnar á milli okkar. Síðan skrifa ég handritið á miðvikudögum og set starfsfólkið inn í allar þarfir, hvað við þurfum af leikmyndum og búningum og hverjir leika hvað. Ég er handritshöfundur og eins konar framkvæmdastjóri og sé um að allir séu inni í því hvað þeir eiga að gera.“En ef það gerist nú eitthvað stórkostlegt á fimmtudegi – er þá ekki allt ónýtt?„Nei, þá er mest gaman. Þá þarf að hlaupa upp til handa og fóta og fá nýjar hugmyndir. Ég man eftir nokkrum tilfellum þar sem við vorum að bæta við alveg fram á laugardagshádegi.“Er þetta ekki orðið ansi sjálfvirkt eftir 304 þætti?„Nei, ekki nema að því leyti að við erum farnir að kunna vinnubrögðin ansi vel. Hvað við þurfum að vera komnir langt þegar við hættum á mánudegi og svo framvegis. Módelið er farið að virka tiltölulega örugglega. Við eigum yfirleitt ekkert á lager því þessi vinnubrögð leyfa ekki að við séum að búa til meira en við þurfum hverju sinni.“Mér finnst þið svakalega misjafnir. Stundum alveg kolflatir og ekkert fyndnir en stundum í stuði með fyndnum broddi – eruð þið svona misupplagðir?„Það hefur ábyggilega áhrif, en svo eru bara misskemmtilegir hlutir að gerast í þjóðfélaginu.“Þannig að gúrkutíð bitnar á gæðum Spaugstofunnar?„Hún getur gert það já, en gúrkutíð getur líka virkað hvetjandi. Þá þurfum við að fara að leita út fyrir fréttirnar og leita frekar fanga í samfélaginu almennt og í samskiptum fólks. Þá þurfum við að þenja út rammann og gera eitthvað nýtt og öðruvísi.“En er ekki miklu skemmtilegra þegar allt er á suðupunkti í þjóðfélaginu?„Jú jú auðvitað, það er mest gaman þegar eitthvað mikið er í gangi. Fólk heldur að það sé alltaf mest gaman fyrir kosningar því þá sé svo mikið að gerast, en það er ekki svo. Þá er bara verið að þrasa og það er lítið gefandi. Það eru frekar átök og atburðir sem ekki eru tengdir flokkapólitík sem eru gefandi.“ Hæðst að ríkjandi viðhorfumSpaugstofan er stundum kölluð eina alvöru stjórnarandstaðan í landinu, hvort segir það meira um ykkur eða hina raunverulegu stjórnarandstöðu? „Það segir eitthvað um bæði okkur og stjórnarandstöðuna, held ég. Við höfum alltaf litið svo á að við ættum að vera málsvarar lítilmagnans og andstæðingar ráðandi stjórnvalda. Ég hef alltaf litið á okkur sem hirðfífl. Að við eigum að hæðast að ríkjandi viðhorfum og stjórnvöldum.“Stundum er líka sagt að átakamál koðni niður eftir að þið takið þau fyrir …„Sumir segja það já, og hafa jafnvel horn í síðu okkar fyrir að drepa hlutunum á dreif. Að þjóðin sé allt í einu búin að fá útrás fyrir reiðina þegar við erum búnir að taka mál fyrir. Kannski er eitthvað til í þessu en ég vona nú samt að fólk missi ekki alveg tennurnar við það að við skulum taka málin fyrir. Ég vona líka að við hjálpum fólki við að sjá aðrar hliðar á málum sem þeim þykja ósköp eðlileg í fljótu bragði. Að fólk fari jafnvel að velta því fyrir sér hvort þessir hlutir séu raunverulega í lagi. Húmor getur verið ofsalega beitt vopn og það er hægt að beita húmor þannig að undan svíði. Við höfum gert það nokkrum sinnum.“Fóruð þið einhvern tímann yfir strikið – sérðu eftir einhverju?„Ekki þannig að það sitji í mér, nei. Ég sé ekki eftir neinu nema ef til vill þannig að einhver mál hafi ekki verið nógu skemmtileg hjá okkur. Þegar grín hefur ekki heppnast eins og við vildum hefði ég gjarnan viljað fá annað tækifæri til að gera hlutina örðuvísi.“Hafið þið fengið hótanir?„Já já, til dæmis frá fólki sem telur sig mjög trúað. Það sá ástæðu til að hóta okkur helvítiseldi í kringum guðlastsmálið mikla. En ekki bara það. Við höfum stundum komið við kaunin á prestum og kirkjunnar fólki og það held ég að sé eina fólkið sem hefur hótað okkur einhverju illu!“ Umdeilt þjóðsöngsmálJá, hvað er þetta eiginlega með ykkur og kirkjuna? Eruð þið svona miklir trúleysingjar?„Nei nei, alls ekki. Kirkjan er bara ein af þeim stofnunum sem okkur ber að gera grín að og trúarmál Íslendinga eru mjög skrýtin. Ég botna ekki alltaf í þeim. Trúlega erum við svona mikið tarnafólk í þessu eins og öðru því við rjúkum í trúartarnir annað slagið og verðum ofboðslega kirkjurækin og trúuð, en svo látum við það kyrrt liggja þess á milli. Þetta er bara eitt af því sem við urðum að taka fyrir.“Hvað með þetta þjóðsöngsmál um daginn – gerðuð þið þetta til að fá smá fútt?„Ekki fútt kannski, en – nú tala ég bara fyrir sjálfan mig því við erum ekki alltaf sammála og þetta þjóðsöngsmál var reyndar mjög umdeilt í okkar hópi – mér fannst ástæða til að setja hlutina í samhengi: að þjóðin sem endalaust lofsyngur landið sitt skuli um leið ganga um það eins og við gerum.“Sumir vilja meina að þið gerið aldrei grín að Vinstri grænum og það sé ein af ástæðunum fyrir vinsældum þeirra. Er eitthvað til í þessu?„Ég held nú bara að þeir hafi ekki haft sig nógu mikið í frammi. Ekki stendur á mér að gera grín að þeim. Við tökum oft mið af því hvað ber hæst og hvað fangar athygli fólks. Það verður helst fyrir barðinu á okkur.“Hvernig fara kosningarnar?„Ah … Ég er ofboðslega lítill spámaður. Ég held ég hafi aldrei spáð rétt fyrir um úrslit kosninga.“Hvaða niðurstaða væri best fyrir Spaugstofuna?„Það er engin ein niðurstaða betri fyrir okkur en önnur þótt það væri auðvitað fínt ef það yrðu breytingar. Það væri áskorun fyrir okkur að koma með nýjar eftirhermur og nýja karaktera. Ef Vinstri græn kæmust í stjórn þá fengju þau svo sannarlega að kenna á því. Siggi hefur leikið Steingrím og það þýddi mikið álag á förðunardeildina ef Steingrímur kæmist í stjórn.“ Dreymir um grunnbúðir EverestHvernig er nú mórallinn í Spaugstofunni eftir öll þessi ár?„Hann er bara alltaf alveg furðulega góður.“Eruð þið allir á sama kaupi?„Ha ha ha, nei við erum ekki á sama kaupi.“Er mælt eftir fyndni?„Nei, en við vorum reyndar með svona skala fyrir mörgum árum þar sem sex eða sjö fyndn voru eitt grín og svo framvegis, en nei: við skiptum með okkur verkum og erum ekki allir að vinna sömu störf og þess vegna erum við ekki allir á sama kaupi.“Umgangist þið eitthvað fyrir utan vinnuna?„Já, aðeins. Við reynum að hittast í fjölskylduvænu umhverfi og reynum að fara í eina fjallaferð saman á ári. Í fyrra fórum við í Flateyjardal en við erum hvorki komnir með stað né stund fyrir sumarið. Sumir okkar hafa látið sig dreyma um það í nokkur ár að komast í fyrstu grunnbúðir Everest.“Nú eruð þið að fara í frí en á ekki að snúa aftur í haust? „Nú get ég bara ekki svarað. Það er ekki búið að semja. Hlutirnir eiga það til að gerast hægt hjá þessu fyrirtæki.“Þið viljið snúa aftur, er það ekki?„Jú, við erum ekkert búnir að fá nóg og höfum alltaf jafn gaman af þessu. Ég hef ekki mikið vit á markaðsfræði og veit ekki hvað menn hugsa á toppnum en ég geri ráð fyrir að 55 prósenta áhorf sé einhvers konar farmiði áfram.“ n Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það eru ekki fínheitin á skrifstofu Karls Ágústs. Dálítið drasl-aralegt – ekki ósvipað og í vinnuskúr verkamanna. Gömul mynd af Spaugstofumeðlimum í ramma með brotnu gleri og gítar sem vantar í streng. Á minnistöflu má sjá punkta fyrir þátt kvöldsins – meðal annars ,,ljóskan“. Hér verður snilldin til? spyr ég, er alltaf sama ferlið á þessu hjá ykkur? „Já já, það er hugmyndavinna á mánudögum og þriðjudögum,“ segir Karl Ágúst. „Þá höldum við hugmyndafundi og veltum fréttum vikunnar á milli okkar. Síðan skrifa ég handritið á miðvikudögum og set starfsfólkið inn í allar þarfir, hvað við þurfum af leikmyndum og búningum og hverjir leika hvað. Ég er handritshöfundur og eins konar framkvæmdastjóri og sé um að allir séu inni í því hvað þeir eiga að gera.“En ef það gerist nú eitthvað stórkostlegt á fimmtudegi – er þá ekki allt ónýtt?„Nei, þá er mest gaman. Þá þarf að hlaupa upp til handa og fóta og fá nýjar hugmyndir. Ég man eftir nokkrum tilfellum þar sem við vorum að bæta við alveg fram á laugardagshádegi.“Er þetta ekki orðið ansi sjálfvirkt eftir 304 þætti?„Nei, ekki nema að því leyti að við erum farnir að kunna vinnubrögðin ansi vel. Hvað við þurfum að vera komnir langt þegar við hættum á mánudegi og svo framvegis. Módelið er farið að virka tiltölulega örugglega. Við eigum yfirleitt ekkert á lager því þessi vinnubrögð leyfa ekki að við séum að búa til meira en við þurfum hverju sinni.“Mér finnst þið svakalega misjafnir. Stundum alveg kolflatir og ekkert fyndnir en stundum í stuði með fyndnum broddi – eruð þið svona misupplagðir?„Það hefur ábyggilega áhrif, en svo eru bara misskemmtilegir hlutir að gerast í þjóðfélaginu.“Þannig að gúrkutíð bitnar á gæðum Spaugstofunnar?„Hún getur gert það já, en gúrkutíð getur líka virkað hvetjandi. Þá þurfum við að fara að leita út fyrir fréttirnar og leita frekar fanga í samfélaginu almennt og í samskiptum fólks. Þá þurfum við að þenja út rammann og gera eitthvað nýtt og öðruvísi.“En er ekki miklu skemmtilegra þegar allt er á suðupunkti í þjóðfélaginu?„Jú jú auðvitað, það er mest gaman þegar eitthvað mikið er í gangi. Fólk heldur að það sé alltaf mest gaman fyrir kosningar því þá sé svo mikið að gerast, en það er ekki svo. Þá er bara verið að þrasa og það er lítið gefandi. Það eru frekar átök og atburðir sem ekki eru tengdir flokkapólitík sem eru gefandi.“ Hæðst að ríkjandi viðhorfumSpaugstofan er stundum kölluð eina alvöru stjórnarandstaðan í landinu, hvort segir það meira um ykkur eða hina raunverulegu stjórnarandstöðu? „Það segir eitthvað um bæði okkur og stjórnarandstöðuna, held ég. Við höfum alltaf litið svo á að við ættum að vera málsvarar lítilmagnans og andstæðingar ráðandi stjórnvalda. Ég hef alltaf litið á okkur sem hirðfífl. Að við eigum að hæðast að ríkjandi viðhorfum og stjórnvöldum.“Stundum er líka sagt að átakamál koðni niður eftir að þið takið þau fyrir …„Sumir segja það já, og hafa jafnvel horn í síðu okkar fyrir að drepa hlutunum á dreif. Að þjóðin sé allt í einu búin að fá útrás fyrir reiðina þegar við erum búnir að taka mál fyrir. Kannski er eitthvað til í þessu en ég vona nú samt að fólk missi ekki alveg tennurnar við það að við skulum taka málin fyrir. Ég vona líka að við hjálpum fólki við að sjá aðrar hliðar á málum sem þeim þykja ósköp eðlileg í fljótu bragði. Að fólk fari jafnvel að velta því fyrir sér hvort þessir hlutir séu raunverulega í lagi. Húmor getur verið ofsalega beitt vopn og það er hægt að beita húmor þannig að undan svíði. Við höfum gert það nokkrum sinnum.“Fóruð þið einhvern tímann yfir strikið – sérðu eftir einhverju?„Ekki þannig að það sitji í mér, nei. Ég sé ekki eftir neinu nema ef til vill þannig að einhver mál hafi ekki verið nógu skemmtileg hjá okkur. Þegar grín hefur ekki heppnast eins og við vildum hefði ég gjarnan viljað fá annað tækifæri til að gera hlutina örðuvísi.“Hafið þið fengið hótanir?„Já já, til dæmis frá fólki sem telur sig mjög trúað. Það sá ástæðu til að hóta okkur helvítiseldi í kringum guðlastsmálið mikla. En ekki bara það. Við höfum stundum komið við kaunin á prestum og kirkjunnar fólki og það held ég að sé eina fólkið sem hefur hótað okkur einhverju illu!“ Umdeilt þjóðsöngsmálJá, hvað er þetta eiginlega með ykkur og kirkjuna? Eruð þið svona miklir trúleysingjar?„Nei nei, alls ekki. Kirkjan er bara ein af þeim stofnunum sem okkur ber að gera grín að og trúarmál Íslendinga eru mjög skrýtin. Ég botna ekki alltaf í þeim. Trúlega erum við svona mikið tarnafólk í þessu eins og öðru því við rjúkum í trúartarnir annað slagið og verðum ofboðslega kirkjurækin og trúuð, en svo látum við það kyrrt liggja þess á milli. Þetta er bara eitt af því sem við urðum að taka fyrir.“Hvað með þetta þjóðsöngsmál um daginn – gerðuð þið þetta til að fá smá fútt?„Ekki fútt kannski, en – nú tala ég bara fyrir sjálfan mig því við erum ekki alltaf sammála og þetta þjóðsöngsmál var reyndar mjög umdeilt í okkar hópi – mér fannst ástæða til að setja hlutina í samhengi: að þjóðin sem endalaust lofsyngur landið sitt skuli um leið ganga um það eins og við gerum.“Sumir vilja meina að þið gerið aldrei grín að Vinstri grænum og það sé ein af ástæðunum fyrir vinsældum þeirra. Er eitthvað til í þessu?„Ég held nú bara að þeir hafi ekki haft sig nógu mikið í frammi. Ekki stendur á mér að gera grín að þeim. Við tökum oft mið af því hvað ber hæst og hvað fangar athygli fólks. Það verður helst fyrir barðinu á okkur.“Hvernig fara kosningarnar?„Ah … Ég er ofboðslega lítill spámaður. Ég held ég hafi aldrei spáð rétt fyrir um úrslit kosninga.“Hvaða niðurstaða væri best fyrir Spaugstofuna?„Það er engin ein niðurstaða betri fyrir okkur en önnur þótt það væri auðvitað fínt ef það yrðu breytingar. Það væri áskorun fyrir okkur að koma með nýjar eftirhermur og nýja karaktera. Ef Vinstri græn kæmust í stjórn þá fengju þau svo sannarlega að kenna á því. Siggi hefur leikið Steingrím og það þýddi mikið álag á förðunardeildina ef Steingrímur kæmist í stjórn.“ Dreymir um grunnbúðir EverestHvernig er nú mórallinn í Spaugstofunni eftir öll þessi ár?„Hann er bara alltaf alveg furðulega góður.“Eruð þið allir á sama kaupi?„Ha ha ha, nei við erum ekki á sama kaupi.“Er mælt eftir fyndni?„Nei, en við vorum reyndar með svona skala fyrir mörgum árum þar sem sex eða sjö fyndn voru eitt grín og svo framvegis, en nei: við skiptum með okkur verkum og erum ekki allir að vinna sömu störf og þess vegna erum við ekki allir á sama kaupi.“Umgangist þið eitthvað fyrir utan vinnuna?„Já, aðeins. Við reynum að hittast í fjölskylduvænu umhverfi og reynum að fara í eina fjallaferð saman á ári. Í fyrra fórum við í Flateyjardal en við erum hvorki komnir með stað né stund fyrir sumarið. Sumir okkar hafa látið sig dreyma um það í nokkur ár að komast í fyrstu grunnbúðir Everest.“Nú eruð þið að fara í frí en á ekki að snúa aftur í haust? „Nú get ég bara ekki svarað. Það er ekki búið að semja. Hlutirnir eiga það til að gerast hægt hjá þessu fyrirtæki.“Þið viljið snúa aftur, er það ekki?„Jú, við erum ekkert búnir að fá nóg og höfum alltaf jafn gaman af þessu. Ég hef ekki mikið vit á markaðsfræði og veit ekki hvað menn hugsa á toppnum en ég geri ráð fyrir að 55 prósenta áhorf sé einhvers konar farmiði áfram.“ n
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira